Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. maí 2025 13:33 Kanónan Christian Marclay var að opna sýningu á Listasafni Íslands. Hér spjallar hann við Sigurð Gísla Pálmason á opnuninni. Elísa B. Guðmundsdóttir Svissnesk-bandaríski myndlistarmaðurinn Christian Marclay hefur komið víða að í listheiminum og þar á meðal unnið til verðlauna á virtu hátíðinni Feneyjartvíæringnum. Verk hans The Clock er af mörgum talið eitt merkasta listaverk 21. aldarinnar og er nú til sýnis á Listasafni Íslands. Marclay mætti til landsins í lok apríl og var viðstaddur opnun sýningarinnar 2. maí síðastliðinn. Í Reykjavík og New York Í fréttatilkynningu segir: „Verkið The Clock er epískt, sólarhringslangt vídeóverk á einni rás með hljóði. The Clock hlaut Gullna ljónið á Feneyjatvíæringnum árið 2011 og er almennt talið eitt merkasta listaverk 21. aldarinnar. Verkið er bæði djúpstæð hugleiðing um tímann og virðingarvottur við sögu kvikmyndalistarinnar.“ View this post on Instagram A post shared by Listasafn Íslands (@listasafnislands) Verkið hefur verið til sýnis víðs vegar um heim og er þar á meðal núna á dagskrá eins stærsta nútímalistasafns heims, MoMA í New York. Það er klippt saman úr mörg þúsund myndbrotum, ýmist svart hvítum eða í lit, sem Marclay safnaði á þriggja ára tímabili. „Hvert myndbrot skírskotar til ákveðinnar tímasetningar, hvort sem er í gegnum samtal eða með vísun í tímamæli, klukku, úr, stundaglas, sólúr eða blikkandi útvarpsvekjara sem í réttri tímaröð spannar heilan sólarhring, mínútu fyrir mínútu.“ „Epísk frásögn um mannlegt athæfi“ Vídeóið er stillt á staðartíma og er því sjálft tímamælir. Í The Clock er einnig hljóðmynd eftir Marclay þar sem hann notast við hrynjanda hljóða og tónlistar til að fylgjast með því hvað tímanum líður. „Þau ótal augnablik sem skeytt er saman í verkinu mynda ekki heildræna frásögn. Þess í stað skapast nánast súrrealísk hughrif á meðan við fylgjumst með þeim atburðum sem eiga sér stað á þessum sólarhring. Segja má að The Clock sé epísk frásögn um mannlegt athæfi, framkölluð í gegnum linsu kvikmyndavélarinnar. Þetta er frásögn um þær sameiginlegu hversdagsathafnir okkar sem óhjákvæmilega leiða til tilviljanakenndra samfunda og óvæntra uppákoma,“ segir að sama skapi í fréttatilkynningu frá Listasafni Íslands. Það var líf og fjör á opnun sýningarinnar en hér má sjá vel valdar myndir frá henni: Helena Reynisdóttir listakona og starfsmaður Listasafns Íslands.Elísa B. Guðmundsdóttir Einar Geir Ingvarsson á spjalli.Elísa B. Guðmundsdóttir Anna Clausen alltaf nett.Elísa B. Guðmundsdóttir Kristín Jóhannesdóttir og Páll Stefánsson voru í góðu stuði.Elísa B. Guðmundsdóttir Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.Elísa B. Guðmundsdóttir Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Una Björg Magnúsdóttir, Fritz Hendrik Berndsen IV og Freyja Ágústsdóttir.Elísa B. Guðmundsdóttir Christian Marclay spjallaði við gesti og gangandi.Elísa B. Guðmundsdóttir Louise Hazell A Harris og Stephen William Lárus.Elísa B. Guðmundsdóttir Ófeigur Sigurðsson, Una Björg Magnúsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir og Bjarki Bragason.Elísa B. Guðmundsdóttir Ófeigur Sigurðsson í góðum félagsskap.Elísa B. Guðmundsdóttir Philippe Wojtowecz og Logi Leó Gunnarsson. Elísa B. Guðmundsdóttir Úlfar Logason klappaði!Elísa B. Guðmundsdóttir Níels Thibaud Girerd tók í hendi Loga.Elísa B. Guðmundsdóttir Aude Busson.Elísa B. Guðmundsdóttir María Margrét Jóhannsdóttir og Marta María Jónsdóttir.Elísa B. Guðmundsdóttir Logi Már Einarsson, Christian Marclay og Ingibjörg Jóhannsdóttir.Elísa B. Guðmundsdóttir Robert Currie Christian Marclay, Anne Carson.Elísa B. Guðmundsdóttir Pari Stave og Sadie Cook.Elísa B. Guðmundsdóttir Christian Marclay og Sigurður Gísli Pálmason.Elísa B. Guðmundsdóttir Elísa B. Guðmundsdóttir og Ragnheiður Vignisdóttir.Listasafn Íslands Á Listasafni Íslands eru tvær sólarhringslangar sýningar á The Clock. Sú fyrsta var á opnunarkvöldi sýningarinnar og næsta verður á sumarsólstöðum 22. júní og verður það jafnframt síðasti sýningardagurinn. Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Bandaríkin Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Fékk veipeitrun Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Marclay mætti til landsins í lok apríl og var viðstaddur opnun sýningarinnar 2. maí síðastliðinn. Í Reykjavík og New York Í fréttatilkynningu segir: „Verkið The Clock er epískt, sólarhringslangt vídeóverk á einni rás með hljóði. The Clock hlaut Gullna ljónið á Feneyjatvíæringnum árið 2011 og er almennt talið eitt merkasta listaverk 21. aldarinnar. Verkið er bæði djúpstæð hugleiðing um tímann og virðingarvottur við sögu kvikmyndalistarinnar.“ View this post on Instagram A post shared by Listasafn Íslands (@listasafnislands) Verkið hefur verið til sýnis víðs vegar um heim og er þar á meðal núna á dagskrá eins stærsta nútímalistasafns heims, MoMA í New York. Það er klippt saman úr mörg þúsund myndbrotum, ýmist svart hvítum eða í lit, sem Marclay safnaði á þriggja ára tímabili. „Hvert myndbrot skírskotar til ákveðinnar tímasetningar, hvort sem er í gegnum samtal eða með vísun í tímamæli, klukku, úr, stundaglas, sólúr eða blikkandi útvarpsvekjara sem í réttri tímaröð spannar heilan sólarhring, mínútu fyrir mínútu.“ „Epísk frásögn um mannlegt athæfi“ Vídeóið er stillt á staðartíma og er því sjálft tímamælir. Í The Clock er einnig hljóðmynd eftir Marclay þar sem hann notast við hrynjanda hljóða og tónlistar til að fylgjast með því hvað tímanum líður. „Þau ótal augnablik sem skeytt er saman í verkinu mynda ekki heildræna frásögn. Þess í stað skapast nánast súrrealísk hughrif á meðan við fylgjumst með þeim atburðum sem eiga sér stað á þessum sólarhring. Segja má að The Clock sé epísk frásögn um mannlegt athæfi, framkölluð í gegnum linsu kvikmyndavélarinnar. Þetta er frásögn um þær sameiginlegu hversdagsathafnir okkar sem óhjákvæmilega leiða til tilviljanakenndra samfunda og óvæntra uppákoma,“ segir að sama skapi í fréttatilkynningu frá Listasafni Íslands. Það var líf og fjör á opnun sýningarinnar en hér má sjá vel valdar myndir frá henni: Helena Reynisdóttir listakona og starfsmaður Listasafns Íslands.Elísa B. Guðmundsdóttir Einar Geir Ingvarsson á spjalli.Elísa B. Guðmundsdóttir Anna Clausen alltaf nett.Elísa B. Guðmundsdóttir Kristín Jóhannesdóttir og Páll Stefánsson voru í góðu stuði.Elísa B. Guðmundsdóttir Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.Elísa B. Guðmundsdóttir Sólbjört Vera Ómarsdóttir, Una Björg Magnúsdóttir, Fritz Hendrik Berndsen IV og Freyja Ágústsdóttir.Elísa B. Guðmundsdóttir Christian Marclay spjallaði við gesti og gangandi.Elísa B. Guðmundsdóttir Louise Hazell A Harris og Stephen William Lárus.Elísa B. Guðmundsdóttir Ófeigur Sigurðsson, Una Björg Magnúsdóttir, Sólbjört Vera Ómarsdóttir og Bjarki Bragason.Elísa B. Guðmundsdóttir Ófeigur Sigurðsson í góðum félagsskap.Elísa B. Guðmundsdóttir Philippe Wojtowecz og Logi Leó Gunnarsson. Elísa B. Guðmundsdóttir Úlfar Logason klappaði!Elísa B. Guðmundsdóttir Níels Thibaud Girerd tók í hendi Loga.Elísa B. Guðmundsdóttir Aude Busson.Elísa B. Guðmundsdóttir María Margrét Jóhannsdóttir og Marta María Jónsdóttir.Elísa B. Guðmundsdóttir Logi Már Einarsson, Christian Marclay og Ingibjörg Jóhannsdóttir.Elísa B. Guðmundsdóttir Robert Currie Christian Marclay, Anne Carson.Elísa B. Guðmundsdóttir Pari Stave og Sadie Cook.Elísa B. Guðmundsdóttir Christian Marclay og Sigurður Gísli Pálmason.Elísa B. Guðmundsdóttir Elísa B. Guðmundsdóttir og Ragnheiður Vignisdóttir.Listasafn Íslands Á Listasafni Íslands eru tvær sólarhringslangar sýningar á The Clock. Sú fyrsta var á opnunarkvöldi sýningarinnar og næsta verður á sumarsólstöðum 22. júní og verður það jafnframt síðasti sýningardagurinn.
Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Bandaríkin Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Fékk veipeitrun Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira