Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2025 19:43 Kári Stefánsson segist skilja ákvörðun Amgen um að segja honum upp en er hvergi af baki dottinn og hyggst ekki sitja auðum höndum. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson segir það ekki hafa komið flatt upp á hann að honum skyldi vera sagt upp sem forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Spenna hefði ríkt milli hans og stjórnenda móðurfyrirtækisins um tíma. Hann segist ekki stefna að því að setjast í helgan stein og segir mörg verkefni bíða hans, þeirra á meðal að læra að prjóna sokka. Kára Stefánssyni var skyndilega sagt upp störfum eftir tæplega þrjá áratugi hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fyrirtækið stofnaði hann og hafði setið í forstjórastólnum þar frá upphafi. Fyrr í dag sendi hann frá sér tilkynningu þar sem hann fór yfir ástæður brotthvarfs síns. Þar sagði hann að gróusaga um að hann hygðist gera allt sem í hans valdi stæði til að koma í veg fyrir innlimun Íslenskrar erfðagreiningar inn í Amgen, lyfja- og líftæknirisann sem keypti Íslenska erfðagreiningu árið 2012. Óþægur ljár í þúfu Hann ræddi uppsögnina og hver væru hans næstu skref í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann er 76 ára gamall en er hvergi af baki dottinn og stefnir alls ekki á frí. „Mér kom það ekkert á óvart að þeir vildu breyta um stjórn vegna þess að ég hafði reynst þeim mjög óþægur ljár í þúfu,“ sagði Kári. Það sem kom honum á óvart, að hans sögn, var með hvaða hætti það var gert, nefnilega fyrirvaralaust. „Ég sagði aldrei að mér hefði verið sagt upp vegna lygasögu, síður en svo. Það sem ég sagði var að aðferðin sem þeir notuðu hefði kannski átt rætur sínar í því að þeim hefði borist saga sem ég kannast ekki við. sem að gerði að að verkum að þeim fannst þeir verða að vinna hratt og ég er eiginlega sammála þeim. Ef sagan hefði reynst rétt hefði verið mjög skynsamlegt af þeim að brýna þessa öxi svolítið meira og höggva af mér höfuðið sem þeir og gerðu,“ sagði hann. Hann sagðist leggja áherslu á það að hann væri ekki að yfirgefa Íslenska erfðagreiningu í reiði eða fýlu. Hann væri þess í stað stoltur og hamingjusamur yfir því að hafa tekið þátt í að búa fyrirtækið og „séð til þess að fyrirtækið leiddi heiminn í mannerfðafræði í þrjá áratugi.“ Ósamræmanlegar sýnir Kári sagðist þar að auki skilja aðgerðir Amgen. Það sé reginmunur á áherslum fyrirtækis eins og Íslenskrar erfðagreiningar og lyfjaframleiðandans. „Við höfum verið dálítið mikið í því að gera erfðafræði uppgötvanir og dreifa þessu út um allt, skrifa vísindagreinar eins og maður gerir þegar maður gerir uppgötvun. Amgen er ekki í því að dreifa þekkingu. Amgen er í því að gera lyf og þeir þurfa að vera fókuseraðir á annan máta heldur en við. Einfaldlega, sú sýn sem ég hafði á framtíð fyrirtækisins og sú sýn sem þeir hafa, þetta passaði ekki nægilega vel saman. Ég geng frá þessu býsna kátur og glaður,“ sagði Kári Stefánsson. Getur verið að þeir hafi fundið til þessa lygasögu til að finna afsökun til að losna við þig? „Þeir þurftu enga afsökun til að losna við mig, ekki nokkra.“ „Það eru engin vonbrigði hjá mér. Ég hef tekið þátt í því að skrifa í kringum 100 þúsund vísindagreinar sem búið er að vitna í 350 þúsund sinnum af fólki sem er að skrifa aðrar vísindagreinar. Ég er gífurlega mikils metinn í vísindasamfélaginu almennt og ég er bara ánægður. Þetta hefur gengið mjög vel. Vegna þess að ég hef raunverulega ekkert að gera núna nota ég hendurnar til að berja mér á brjósti yfir öllu sem ég hef gert og það má vera að ég rifbeinsbrotni fyrir vikið,“ sagði Kári. Á erfitt með að sitja auðum höndum Hann sagði tímann kannski kominn til að aðrir tækju við stjórnartaumunum. „Núna er þetta í höndunum á alveg einstöku fólki, geysilega góðum vísindamönnum, ofboðslega góðu, ljúfu, yndislegu fólki sem þjóðin getur verið stolt af. “ Hver eru næstu skref? „Ég hef síðastliðinn 28, 29 ár unnið sjö daga í viku. Síðast tók ég mér sumarleyfi sem var sex dagar í júlímánuði 2022 og skammast mín enn þá fyrir það. Mér er ekkert sérstaklega auðvelt að sitja auðum höndum. Ég reikna með því að sitjast niður og fari að skrifa svolítið. Ég er með nokkur verkefni þar í gangi. Svo veit maður aldrei hvað gerist, kannski ég læri að prjóna sokka,“ sagði Kári Stefánsson. Íslensk erfðagreining Vistaskipti Tengdar fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Mikla athygli vakti í morgun þegar Amgen, eigandi Íslenskrar erfðagreiningar sendi óvænt frá sér tilkynningu um forstjóraskipti. Kári Stefánsson segir að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust. 2. maí 2025 14:44 Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Starfslok Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, komu starfsfólki fyrirtækisins í opna skjöldu. Það vekur athygli að í ítarlegri fréttatilkynningu frá almannatengslafyrirtækinu Athygli tjáir Kári sig ekkert um starfslokin. Hann sagðist um áramótin harðákveðinn að ætla ekki að setjast í helgan stein. Hann myndi starfa til dauðadags. 2. maí 2025 11:33 Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Kára Stefánssyni var skyndilega sagt upp störfum eftir tæplega þrjá áratugi hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fyrirtækið stofnaði hann og hafði setið í forstjórastólnum þar frá upphafi. Fyrr í dag sendi hann frá sér tilkynningu þar sem hann fór yfir ástæður brotthvarfs síns. Þar sagði hann að gróusaga um að hann hygðist gera allt sem í hans valdi stæði til að koma í veg fyrir innlimun Íslenskrar erfðagreiningar inn í Amgen, lyfja- og líftæknirisann sem keypti Íslenska erfðagreiningu árið 2012. Óþægur ljár í þúfu Hann ræddi uppsögnina og hver væru hans næstu skref í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann er 76 ára gamall en er hvergi af baki dottinn og stefnir alls ekki á frí. „Mér kom það ekkert á óvart að þeir vildu breyta um stjórn vegna þess að ég hafði reynst þeim mjög óþægur ljár í þúfu,“ sagði Kári. Það sem kom honum á óvart, að hans sögn, var með hvaða hætti það var gert, nefnilega fyrirvaralaust. „Ég sagði aldrei að mér hefði verið sagt upp vegna lygasögu, síður en svo. Það sem ég sagði var að aðferðin sem þeir notuðu hefði kannski átt rætur sínar í því að þeim hefði borist saga sem ég kannast ekki við. sem að gerði að að verkum að þeim fannst þeir verða að vinna hratt og ég er eiginlega sammála þeim. Ef sagan hefði reynst rétt hefði verið mjög skynsamlegt af þeim að brýna þessa öxi svolítið meira og höggva af mér höfuðið sem þeir og gerðu,“ sagði hann. Hann sagðist leggja áherslu á það að hann væri ekki að yfirgefa Íslenska erfðagreiningu í reiði eða fýlu. Hann væri þess í stað stoltur og hamingjusamur yfir því að hafa tekið þátt í að búa fyrirtækið og „séð til þess að fyrirtækið leiddi heiminn í mannerfðafræði í þrjá áratugi.“ Ósamræmanlegar sýnir Kári sagðist þar að auki skilja aðgerðir Amgen. Það sé reginmunur á áherslum fyrirtækis eins og Íslenskrar erfðagreiningar og lyfjaframleiðandans. „Við höfum verið dálítið mikið í því að gera erfðafræði uppgötvanir og dreifa þessu út um allt, skrifa vísindagreinar eins og maður gerir þegar maður gerir uppgötvun. Amgen er ekki í því að dreifa þekkingu. Amgen er í því að gera lyf og þeir þurfa að vera fókuseraðir á annan máta heldur en við. Einfaldlega, sú sýn sem ég hafði á framtíð fyrirtækisins og sú sýn sem þeir hafa, þetta passaði ekki nægilega vel saman. Ég geng frá þessu býsna kátur og glaður,“ sagði Kári Stefánsson. Getur verið að þeir hafi fundið til þessa lygasögu til að finna afsökun til að losna við þig? „Þeir þurftu enga afsökun til að losna við mig, ekki nokkra.“ „Það eru engin vonbrigði hjá mér. Ég hef tekið þátt í því að skrifa í kringum 100 þúsund vísindagreinar sem búið er að vitna í 350 þúsund sinnum af fólki sem er að skrifa aðrar vísindagreinar. Ég er gífurlega mikils metinn í vísindasamfélaginu almennt og ég er bara ánægður. Þetta hefur gengið mjög vel. Vegna þess að ég hef raunverulega ekkert að gera núna nota ég hendurnar til að berja mér á brjósti yfir öllu sem ég hef gert og það má vera að ég rifbeinsbrotni fyrir vikið,“ sagði Kári. Á erfitt með að sitja auðum höndum Hann sagði tímann kannski kominn til að aðrir tækju við stjórnartaumunum. „Núna er þetta í höndunum á alveg einstöku fólki, geysilega góðum vísindamönnum, ofboðslega góðu, ljúfu, yndislegu fólki sem þjóðin getur verið stolt af. “ Hver eru næstu skref? „Ég hef síðastliðinn 28, 29 ár unnið sjö daga í viku. Síðast tók ég mér sumarleyfi sem var sex dagar í júlímánuði 2022 og skammast mín enn þá fyrir það. Mér er ekkert sérstaklega auðvelt að sitja auðum höndum. Ég reikna með því að sitjast niður og fari að skrifa svolítið. Ég er með nokkur verkefni þar í gangi. Svo veit maður aldrei hvað gerist, kannski ég læri að prjóna sokka,“ sagði Kári Stefánsson.
Íslensk erfðagreining Vistaskipti Tengdar fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Mikla athygli vakti í morgun þegar Amgen, eigandi Íslenskrar erfðagreiningar sendi óvænt frá sér tilkynningu um forstjóraskipti. Kári Stefánsson segir að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust. 2. maí 2025 14:44 Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Starfslok Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, komu starfsfólki fyrirtækisins í opna skjöldu. Það vekur athygli að í ítarlegri fréttatilkynningu frá almannatengslafyrirtækinu Athygli tjáir Kári sig ekkert um starfslokin. Hann sagðist um áramótin harðákveðinn að ætla ekki að setjast í helgan stein. Hann myndi starfa til dauðadags. 2. maí 2025 11:33 Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
„Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Mikla athygli vakti í morgun þegar Amgen, eigandi Íslenskrar erfðagreiningar sendi óvænt frá sér tilkynningu um forstjóraskipti. Kári Stefánsson segir að hann hafi verið rekinn fyrirvaralaust. 2. maí 2025 14:44
Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Starfslok Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, komu starfsfólki fyrirtækisins í opna skjöldu. Það vekur athygli að í ítarlegri fréttatilkynningu frá almannatengslafyrirtækinu Athygli tjáir Kári sig ekkert um starfslokin. Hann sagðist um áramótin harðákveðinn að ætla ekki að setjast í helgan stein. Hann myndi starfa til dauðadags. 2. maí 2025 11:33
Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34