Innlent

Álfurinn í landsliðsbúningi í ár

Lovísa Arnardóttir skrifar
Heilbrigðisráðherra fékk fyrsta álfinn.
Heilbrigðisráðherra fékk fyrsta álfinn. SÁÁ

Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, afhenti Ölmu Möller heilbrigðisráðherra fyrsta álfinn í álfasölu SÁÁ þetta árið. Álfasalan hefst á morgun. Tekjum af sölunni er samkvæmt tilkynningu ætla að styðja við meðferðastarf SÁÁ.

Álfurinn klæðist í ár landsliðsbúningnum í tilefni þess að kvennalandsliðið í knattspyrnu er á leiðinni á EM í fótbolta í sumar.

„Það eru því tvær útgáfur af Álfinum þetta árið, blár og hvítur en þeir félagar eiga skemmtileg samskipti í auglýsingaherferð Álfsins þar sem Álfurinn lifnar við í gervibrúðu,“ segir í tilkynningunni.

Álfasalan fer nú fram í 39. skipti. Í tilkynningu segir að salan á álfinum sé mikilvægasta fjáröflun SÁÁ og geri þeim kleift að halda úti öflugu meðferðarstarfi.

Álfurinn er hvítur og blár í ár. SÁÁ
Brúðan sem er í aðalhlutverk í auglýsingunni fyrir álfasöluna í ár. SÁÁ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×