Innlent

Stútur á 106 þar sem há­marks­hraði var sex­tíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Fimmtíu mál voru skráð í kerfi lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun.
Fimmtíu mál voru skráð í kerfi lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann fyrir húsbrot og líkamsárás. Sá var vistaður í fangaklefa en alls gistu þrír þar í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar. Fimmtíu mál voru skráð í kerfi lögreglu frá fimm í gær til fimm í morgun.

Tilkynning barst um hestaslys í Árbæ þar sem kona féll af baki og hlaut höfuðáverka. Hún var flutt á bráðamóttöku til frekari skoðunar.

Þá bárust tilkynningar um tvo þjófnaði í Múlunum í gær og í öðru máli þar var maður handtekinn fyrir skemmdarverk.

Lögregluþjónar stöðvuðu þar að auki mann fyrir að keyra á 106 kílómetra hraða í Laugardalnum, þar sem hámarkshraði var sextíu. Í ljós kom að hann var undir áhrifum áfengis. Annar ökumaður sem stöðvaður var í gærkvöldi reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum áður og þar að auki var einn til viðbótar sektaður fyrir að keyra yfir á rauðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×