Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. maí 2025 19:01 Arnór og Andrea voru afar glæsileg þegar þau mættu á konunglegan galakvöldverð í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. Hjónin Andrea Röfn Jónasdóttir, viðskiptafræðingur og skóhönnuður, og knattspyrnumaðurinn Arnór Ingvi Traustason voru meðal heiðursgesta á hátíðarkvöldverði í sænsku konungshöllinni í gærkvöldi. Kvöldverðurinn var haldinn í tilefni af þriggja daga ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og eiginmanns hennar, Björns Skúlasonar, til Svíþjóðar. „Mikill heiður að fá boð í konunglegan galakvöldverð í sænsku konungshöllinni í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til Svíþjóðar,“ skrifaði Andrea og deildi mynd af þeim hjónum frá viðburðinum á Instagram-síðu sinni. Arnór Ingvi og Andrea voru glæsileg til fara. Hann klæddist klassískum svörtum kjólfötum og hvítri skyrtu, en Andrea mætti í ljósum satínkjól sem hún paraði við perlulitaða fylgihluti og hælaskó í stíl. View this post on Instagram A post shared by Andrea Röfn (@andrearofn) Arnór Ingvi og Andrea eru búsett í Svíþjóð þar sem Arnór leikur með sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Norrköping. Hjónin eiga saman tvö börn, stúlku og dreng. Stjörnum prýddur gestalisti Fyrsta degi heimsóknarinnar lauk með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni þar sem sænsku konungshjónin, Karl XVI Gústaf konungur og Silvía drottning, tóku á móti 149 gestum. Á vef sænska tímaritsins Svensk Damtidning má sjá gestalista kvöldsins. Halla Tómasdóttir ásamt Karli XVI. Gústaf konungi.Ljósmynd/ Clément Morin Meðal gesta var bæði áhrifafólk úr viðskiptalífinu og fólk með sérstök tengsl við Ísland. Þar má nefna kvikmyndaleikarann Sverri Guðnason, Huldu Hallgrímsdóttur frá Reykjavik Science City, Jóhann Guðbjargarson frá PLAIO, Sæmund Oddsson frá Sidekick Health, Andra Heiðar Kristinsson hjá Frumtak Ventures, Hildi Einarsdóttur frá Advania, Andra Guðmundsson frá VAXA, Robert Wessman frá Alvotech, Hrönn Greipsdóttur frá Kríu og Örnu Harðardóttur frá Helix. Þá voru tveir fulltrúar íslensks íþróttalífs, Arnór Ingvi Traustason knattspyrnumaður og Sunna Björgvinsdóttir, íshokkíkona. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra tóku einnig þátt í dagskrá heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd og fulltrúum viðskipta- og menningarlífs. Þorgerður Katrín og Prins Carl Philip.Ljósmynd/ Clément Morin Fjögurra rétta hátíðarseðill með vorþema Gestum var boðið upp á fjögurra rétta kvöldverð í sannkölluðu vorþema. Réttirnir voru bornir fram á fallegt postulín sem á sér merkilega sögu. Þar má nefna stell frá 50 ára krýningarafmæli konungs og nærri 200 ára gamla diska. Glösin fengu konungshjónin í brúðkaupsgjöf. Og ekki má gleyma dúknum, sem er talinn sá fallegasti sem er í eigu konungsfjölskyldunnar. Í forrétt var boðið upp á soðinn ætisþistill með sveifgrasi og osti í timían-vínagrettui. Því næst var borinn fram léttreyktur regnbogasilungur með brenninetlum, fennelfræjum og vorsprotum. Aðalrétturinn var kjúklingur frá Skáni með steiktum hvítlauk og rósmaríni. Í eftirrétt var boðið upp á rabarbara með vorblómum, brúnuðu smjörkökudeigi, kardimommum og sýrðu rjóma sorbeti. Ljósmyndir/ Clément Morin Íslendingar erlendis Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Samkvæmislífið Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi. 6. maí 2025 10:37 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
„Mikill heiður að fá boð í konunglegan galakvöldverð í sænsku konungshöllinni í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til Svíþjóðar,“ skrifaði Andrea og deildi mynd af þeim hjónum frá viðburðinum á Instagram-síðu sinni. Arnór Ingvi og Andrea voru glæsileg til fara. Hann klæddist klassískum svörtum kjólfötum og hvítri skyrtu, en Andrea mætti í ljósum satínkjól sem hún paraði við perlulitaða fylgihluti og hælaskó í stíl. View this post on Instagram A post shared by Andrea Röfn (@andrearofn) Arnór Ingvi og Andrea eru búsett í Svíþjóð þar sem Arnór leikur með sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Norrköping. Hjónin eiga saman tvö börn, stúlku og dreng. Stjörnum prýddur gestalisti Fyrsta degi heimsóknarinnar lauk með hátíðarkvöldverði í konungshöllinni þar sem sænsku konungshjónin, Karl XVI Gústaf konungur og Silvía drottning, tóku á móti 149 gestum. Á vef sænska tímaritsins Svensk Damtidning má sjá gestalista kvöldsins. Halla Tómasdóttir ásamt Karli XVI. Gústaf konungi.Ljósmynd/ Clément Morin Meðal gesta var bæði áhrifafólk úr viðskiptalífinu og fólk með sérstök tengsl við Ísland. Þar má nefna kvikmyndaleikarann Sverri Guðnason, Huldu Hallgrímsdóttur frá Reykjavik Science City, Jóhann Guðbjargarson frá PLAIO, Sæmund Oddsson frá Sidekick Health, Andra Heiðar Kristinsson hjá Frumtak Ventures, Hildi Einarsdóttur frá Advania, Andra Guðmundsson frá VAXA, Robert Wessman frá Alvotech, Hrönn Greipsdóttur frá Kríu og Örnu Harðardóttur frá Helix. Þá voru tveir fulltrúar íslensks íþróttalífs, Arnór Ingvi Traustason knattspyrnumaður og Sunna Björgvinsdóttir, íshokkíkona. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra tóku einnig þátt í dagskrá heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd og fulltrúum viðskipta- og menningarlífs. Þorgerður Katrín og Prins Carl Philip.Ljósmynd/ Clément Morin Fjögurra rétta hátíðarseðill með vorþema Gestum var boðið upp á fjögurra rétta kvöldverð í sannkölluðu vorþema. Réttirnir voru bornir fram á fallegt postulín sem á sér merkilega sögu. Þar má nefna stell frá 50 ára krýningarafmæli konungs og nærri 200 ára gamla diska. Glösin fengu konungshjónin í brúðkaupsgjöf. Og ekki má gleyma dúknum, sem er talinn sá fallegasti sem er í eigu konungsfjölskyldunnar. Í forrétt var boðið upp á soðinn ætisþistill með sveifgrasi og osti í timían-vínagrettui. Því næst var borinn fram léttreyktur regnbogasilungur með brenninetlum, fennelfræjum og vorsprotum. Aðalrétturinn var kjúklingur frá Skáni með steiktum hvítlauk og rósmaríni. Í eftirrétt var boðið upp á rabarbara með vorblómum, brúnuðu smjörkökudeigi, kardimommum og sýrðu rjóma sorbeti. Ljósmyndir/ Clément Morin
Íslendingar erlendis Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Samkvæmislífið Tengdar fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09 Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi. 6. maí 2025 10:37 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Halla og Björn halda til Svíþjóðar Þriggja daga heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Svíþjóðar hefst á morgun. Tveir ráðherrar ríkisstjórnarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Alma Möller heilbrigðisráðherra taka einnig þátt í dagskrá í tilefni heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd Íslands og fulltrúa úr viðskipta- og menningarlífi. 5. maí 2025 13:09
Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Konungshjón Svía, Karl Gústaf XVI. konungur og Silvía Svíadrottning, tóku fyrr í dag á móti forsetahjónum Íslands, Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar við konungshöllina í Stokkhólmi. 6. maí 2025 10:37