Lífið

Sjáðu þrjá­tíu sekúndur af at­riði VÆB í Euro­vision

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hópurinn á sviðinu í morgun.
Hópurinn á sviðinu í morgun. Eurovision

Liðsmenn VÆB hafa nú lokið tveimur æfingunum á sviðinu í St. Jakobs-höllinni í Basel í Sviss. Bræðurnir stíga á stokk fyrstir allra í fyrri undankeppninni komandi þriðjudagskvöldið og flytja lag sitt Róa.

Önnur æfing hópsins fór fram í morgun og má sjá brot af henni á Facebook-síðu Eurovision. Þar má sjá þá Matthías og Hálfdán ásamt teymi sínu fara á kostum í þrjátíu sekúndur. Birt verða hálfs mínútna löng myndbönd af öllum atriðum í aðdraganda keppninnar.

Nokkuð hefur verið unnið í atriðinu síðan VÆB stóð uppi sem sigurvegari í Söngvakeppninni í febrúar. Áhorfendur þurfa þó að bíða til þriðjudags til að sjá atriðið í heild sinni.

VÆB opnaði verslun í Kringlunni í dag í tengslum við þátttöku sína í keppninni. Þar verður hægt að kaupa ýmis konar varning tengdan sveitinni, þar á meðal VÆB-galla, húfur og derhúfur.


Tengdar fréttir

VÆB opnar verslun í Kringlunni

Tónlistardúettinn VÆB, sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár, hefur opnað verslun í Kringlunni í tengslum við þátttöku sína í keppninni. Þar verður hægt að kaupa ýmis varning tengdan sveitinni, þar á meðal VÆB-galla, húfur og derhúfur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.