Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 09:01 Mikel Arteta faðmar Jurriën Timber eftir tap Arsenal fyrir Paris Saint-Germain. getty/Mustafa Yalcin Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að fara að sýna að hann sé sigurvegari. Þetta segir fótboltaritstjóri BBC. Hann telur þó ekki að starf Arteta sé í hættu. Arsenal tapaði fyrir Paris Saint-Germain í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, 2-1, og því er ljóst að liðið mun ekki vinna titil á þessu tímabili. Í pistli sínum eftir leikinn í París bendir Phil McNulty, fótboltaritstjóri BBC, á að sannleikurinn sé sá að Arsenal hafi ekki unnið titil í fimm ár, eða síðan Arteta stýrði liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni 2020. „Fyrir allt tal um þróun og framfarir er þetta það eina sem skiptir máli fyrir stærstu félögin svo klukkan tifar fyrir Arteta að gera liðið sitt að sigurvegurum aftur,“ skrifar McNulty. „Hann er núna að stýra næstum því liði. Fyrir allt ágæti Arsenal í borg ljóssins er þessi dimma hinn kaldi raunveruleiki.“ Engar afsakanir McNulty segir að enginn með réttu ráði telji að starf Arteta sé í hættu. Það sé hins vegar komin pressa á hann að ná áþreifanlegum árangri og hún muni aukast á næsta tímabili. „Á endanum geta ekki verið neinar afsakanir og skilaboð um framþróun. Arsenal þarf að vinna,“ skrifar McNulty. Arsenal vann ensku bikarkeppnina nokkrum mánuðum eftir að Arteta tók við liðinu en hefur síðan þá ekki komist í úrslitaleik og lent í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Eftir leikinn í París talaði Arteta að stutt væri á milli feigs og ófeigs og að Gianluigi Donnarumma, markvörður PSG, hefði verið frábær í einvíginu. McNulty segir þó að Arsenal geti líka sjálfum sér um kennt og bendir á mistökin sem Thomas Partey gerði í mörkum PSG í gær. Þá segir hann að sú ákvörðun Arsenal að kaupa ekki framherja síðasta sumar hafi komið í bakið á þeim. Áreiðanlegur markaskorari hefði getað gert gæfumuninn í gær. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sjá meira
Arsenal tapaði fyrir Paris Saint-Germain í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, 2-1, og því er ljóst að liðið mun ekki vinna titil á þessu tímabili. Í pistli sínum eftir leikinn í París bendir Phil McNulty, fótboltaritstjóri BBC, á að sannleikurinn sé sá að Arsenal hafi ekki unnið titil í fimm ár, eða síðan Arteta stýrði liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni 2020. „Fyrir allt tal um þróun og framfarir er þetta það eina sem skiptir máli fyrir stærstu félögin svo klukkan tifar fyrir Arteta að gera liðið sitt að sigurvegurum aftur,“ skrifar McNulty. „Hann er núna að stýra næstum því liði. Fyrir allt ágæti Arsenal í borg ljóssins er þessi dimma hinn kaldi raunveruleiki.“ Engar afsakanir McNulty segir að enginn með réttu ráði telji að starf Arteta sé í hættu. Það sé hins vegar komin pressa á hann að ná áþreifanlegum árangri og hún muni aukast á næsta tímabili. „Á endanum geta ekki verið neinar afsakanir og skilaboð um framþróun. Arsenal þarf að vinna,“ skrifar McNulty. Arsenal vann ensku bikarkeppnina nokkrum mánuðum eftir að Arteta tók við liðinu en hefur síðan þá ekki komist í úrslitaleik og lent í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Eftir leikinn í París talaði Arteta að stutt væri á milli feigs og ófeigs og að Gianluigi Donnarumma, markvörður PSG, hefði verið frábær í einvíginu. McNulty segir þó að Arsenal geti líka sjálfum sér um kennt og bendir á mistökin sem Thomas Partey gerði í mörkum PSG í gær. Þá segir hann að sú ákvörðun Arsenal að kaupa ekki framherja síðasta sumar hafi komið í bakið á þeim. Áreiðanlegur markaskorari hefði getað gert gæfumuninn í gær.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sjá meira