Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2025 11:00 Pakistanskir rannsakendur safna brraki úr indverskum dróna í Karachi. AP/Fareed Khan Yfirvöld í bæði Indlandi og Pakistan segjast hafa skotið niður dróna og jafnvel eldflaugar frá hinum aðilanum í gærkvöldi og í nótt. Indverjar segjast hafa gert árásir á loftvarnarkerfi í Pakistan eftir að drónar og eldflaugar, sem beint hafi verið að hernaðarskotmörkum í Indlandi hafi verið skotnir niður yfir Indlandi. Pakistanar segjast hafa skotið niður að minnsta kosti 25 dróna frá Indlandi en einnig hefur komið til átaka yfir landamæri ríkjanna í Kasmír-héraði, þar sem hermenn hafa skipst á skotum með stórskotaliði. Óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið beggja vegna við landamærin. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, að undanskildum tæpum átta áratugum fyrir það, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 ferðamenn Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hafa hótað hefndum og segjast ætla að bregðast við þegar þeim hentar. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Sjá einnig: „Þetta er svona eitraður kokteill” Tvö af þremur stríðum Indlands og Pakistan hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kort af Kasmír og árásum Indverja á miðvikudagskvöldið. Kínverjar, sem styðja Pakistan, stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Kínverskir hermenn tóku hluta þess í stríði við Indland árið 1962 en þeir höfðu í raun haft stjórn á honum um nokkuð skeið fyrir það. Á undanförnum árum hefur komið til blóðugra átaka milli kínverskra og indverskra hermanna á svæðinu. Þeir hafa þó barist sín í milli með bareflum og steinum í stað skotvopna og sprengja. Indverjar eru á blaði töluvert öflugri en Pakistanar, þegar kemur að hernaði. Her Indlands er skipaður tæpri einni og hálfri milljón manna en um 660 þúsund menn eru í her Pakistan. Þá verja Indverjar um 74,4 milljörðum dala í varnarmál en Pakistanar eingöngu 8,4 milljörðum. Áætlað er að Indverjar eigi um 180 kjarnorkuvopn en Pakistanar 170. Frá 2019, þegar síðast kom til átaka milli ríkjanna, hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum. Indverjar hafa keypt frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum en Pakistanar hafa fengið töluvert magn hergagna frá Kína. Pakistan Indland Hernaður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Pakistanar segjast hafa skotið niður að minnsta kosti 25 dróna frá Indlandi en einnig hefur komið til átaka yfir landamæri ríkjanna í Kasmír-héraði, þar sem hermenn hafa skipst á skotum með stórskotaliði. Óbreyttir borgarar eru sagðir hafa fallið beggja vegna við landamærin. Mikil spenna hefur verið milli ríkjanna í rúmar tvær vikur, að undanskildum tæpum átta áratugum fyrir það, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 ferðamenn Indlandsmegin í Kasmírhéraði. Ráðamenn í Indlandi hafa lengi sakað yfirvöld í Pakistan um að standa við bakið á hryðjuverkahópum í Kasmír. Á miðvikudagskvöldið skutu Indverjar svo eldflaugum á að minnsta kosti níu skotmörk Pakistanmegin í Kasmír og í sjálfu Pakistan. Ráðamenn í Pakistan hafa hótað hefndum og segjast ætla að bregðast við þegar þeim hentar. Eins og frægt er búa bæði ríkin yfir kjarnorkuvopnum og er óttast að nýtt stríð, það fjórða milli ríkjanna, gæti verið í uppsiglingu. Sjá einnig: „Þetta er svona eitraður kokteill” Tvö af þremur stríðum Indlands og Pakistan hafa verið háð um Kasmír-hérað en það hafa ríkin lengi deilt um. Bæði ríki gera tilkall til alls héraðsins, en stjórna hvort sínum hluta þess. Indverjar stjórna um 55 prósentum Kasmír, í flatarmáli talið og Pakistanar um þrjátíu prósentum. Kort af Kasmír og árásum Indverja á miðvikudagskvöldið. Kínverjar, sem styðja Pakistan, stjórna svo um fimmtán prósentum héraðsins. Kínverskir hermenn tóku hluta þess í stríði við Indland árið 1962 en þeir höfðu í raun haft stjórn á honum um nokkuð skeið fyrir það. Á undanförnum árum hefur komið til blóðugra átaka milli kínverskra og indverskra hermanna á svæðinu. Þeir hafa þó barist sín í milli með bareflum og steinum í stað skotvopna og sprengja. Indverjar eru á blaði töluvert öflugri en Pakistanar, þegar kemur að hernaði. Her Indlands er skipaður tæpri einni og hálfri milljón manna en um 660 þúsund menn eru í her Pakistan. Þá verja Indverjar um 74,4 milljörðum dala í varnarmál en Pakistanar eingöngu 8,4 milljörðum. Áætlað er að Indverjar eigi um 180 kjarnorkuvopn en Pakistanar 170. Frá 2019, þegar síðast kom til átaka milli ríkjanna, hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum. Indverjar hafa keypt frá Bandaríkjunum og öðrum Vesturlöndum en Pakistanar hafa fengið töluvert magn hergagna frá Kína.
Pakistan Indland Hernaður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira