Innlent

Ólafur Þór undrandi og dóms­mála­ráð­herra talar um svik við þjóðina

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádeginu verður rætt við Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara sem segist undrandi á því umfangi gagna sem fyrrverandi starfsmenn hans hjá Sérstökum saksóknara stálu frá embættinu. Málið var einnig rætt í þingsal í morgun.

Við fjöllum einnig um stöðu sveitarfélaganna hér á landi sem flest virðast vera að rétta úr kútnum fjárhagslega en heyrum einnig í sveitarstjóra Norðurþings sem segir fregnir af mögulegri PCC á Bakka gríðarlegt áhyggjuefni. 

Að auki fjöllum við um kardínálana í Róm sem nú sitja sveittir við að komast að niðurstöðu í páfakjöri.

Í íþróttunum verður úrslitaeinvígið í Bónusdeild karla til umfjöllunar sem hefst í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×