„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. maí 2025 15:41 Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Velsældarverðlaunin, Wellbeing Awards, voru veitt í fyrsta sinn á Velsældarþinginu sem haldið er í Hörpu. Verðlaunin eru veitt aðilum sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og verndandi þingsins, afhenti fulltrúum WEGo þjóðanna verðlaunin. „Það er mér sönn ánægja að taka á móti þessum verðlaunum fyrir hönd ríkisstjórna velsældarhagkerfa. Þetta samstarf er gott dæmi um hvernig ríki geta unnið saman að sameiginlegum markmiðum,“ segir Gary Gillespie aðalhagfræðingur og ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar, í tilkynningu um málið. Gillispie er einn fjögurra fulltrúa þjóðanna á þinginu. Hinir eru Veli-Mikko Niemi ráðuneytisstjóri finnska félags- og heilbrigðisráðuneytisins, Lloyd Harris forstöðumaður sjálfbærniþróunar ríkisstjórnar Wales og Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Í tilkynningu kemur fram að verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Wellbeing Economy Governments (WEGo) er samstarfsvettvangur þar sem Ísland, Finnland, Skotland, Kanada, Nýja Sjáland og Wales vinna saman að því að þróa hagkerfi sem setja lífsgæði, velsæld og sjálfbærni í forgang. Þessi ríki deila reynslu, stefnumótun og mælikvörðum sem miða að því að tryggja að efnahagsstefna stuðli að velferð fólks og náttúru, ekki eingöngu hagvexti. Velsældarþingið, Wellbeing Economy Forum, fer nú fram í Hörpu. Þar koma saman um þrjú hundruð þátttakendur úr stjórnsýslu, fræðasamfélagi, atvinnulífi, alþjóðastofnunum og grasrótarsamtökum til að ræða hvernig hægt sé að byggja upp hagkerfi þar sem lífsgæði, heilsa, félagslegt réttlæti og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Haldið af embætti landlæknis Þingið er haldið af Embætti landlæknis í samstarfi við fjölmargar innlendar og alþjóðlegar stofnanir og samstarfsaðila, þar á meðal forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunina, OECD, UNESCO, WEGo, WEAll, Festu – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Velsældarþingið er hluti af evrópska verkefninu JA PreventNCD, sem er styrkt af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins. Halla Tómasdóttir átti fjölmörg samtöl á þinginu. Pétur Fjeldsted Annar dagur Velsældarþingsins, Wellbeing Economy Forum, hófst í morgun í Hörpu með samræðum um hugrekki, samkennd og mikilvægi tengsla í leiðtogahlutverki og hvernig þessi gildi eru forsenda velsældar í samfélögum nútímans. Í tilkynningu segir að þar hafi Halla Tómasdóttir átt samtal við Sandrine Dixson-Declève, alþjóðlegan sendiherra Club of Rome og stjórnanda Earth4All og Dr. Jude Currivan, framtíðarfræðing og stofnanda WholeWorld-View. Samtal milli kynslóða mikilvægt Hún hafi í erindi sínu talað um mikilvægi hugrekkis í leiðtogahlutverkinu og mikilvægi samtals á milli kynslóða, mismunandi geira í samfélaginu og ólíkra menningarheima. „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis, hugrekkis til að leiða á nýjan hátt, hlusta víðar og vinna þvert á geira, kynslóðir og menningarheima. Við þurfum að finna hugrekki til að raska ríkjandi kerfum og venjum, til að skapa raunverulegt og jákvætt gildi í heiminum. WEGo þjóðirnar og Norðurlöndin gegna þar lykilhlutverki. Ísland líkt og Norðurlandaþjóðirnar erum hver um sig lítil þjóð, en saman erum við ellefta stærsta hagkerfi heims, G11. Með sameiginlegri framtíðarsýn og samstarfi getum við haft varanleg áhrif á leið okkar í átt að velsæld fyrir fólk og náttúru,“ sagði Halla. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona skemmti gestum. Pétur Fjeldsted Romina Boarini, forstöðukona WISE-seturs hjá OECD, stýrði pallborðsumræðum um hvernig hægt sé að efla tengsl, minnka einmanaleika og styrkja samfélagslega samheldni, sem hefur bein áhrif á andlega heilsu, þátttöku og almenn lífsgæði. Þátttakendur voru Katarina Ivanković Knežević, framkvæmdastjóri félagslegra réttinda hjá framkvæmdastjórn ESB, Gabriela Ramos, frambjóðandi Mexíkó til embættis framkvæmdastjóra UNESCO, Lourdes Márquez hjá ONCE Foundation, Spánn, Ilona Kickbusch, University of Geneva og Lucía Rodríguez-Borlado, lýðheilsulæknir og ungliðafulltrúi JA PreventNCD. Forseti Íslands Heilbrigðismál Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
„Það er mér sönn ánægja að taka á móti þessum verðlaunum fyrir hönd ríkisstjórna velsældarhagkerfa. Þetta samstarf er gott dæmi um hvernig ríki geta unnið saman að sameiginlegum markmiðum,“ segir Gary Gillespie aðalhagfræðingur og ráðgjafi skosku ríkisstjórnarinnar, í tilkynningu um málið. Gillispie er einn fjögurra fulltrúa þjóðanna á þinginu. Hinir eru Veli-Mikko Niemi ráðuneytisstjóri finnska félags- og heilbrigðisráðuneytisins, Lloyd Harris forstöðumaður sjálfbærniþróunar ríkisstjórnar Wales og Benedikt Árnason ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins. Halla táraðist í samtali. Pétur Fjeldsted Í tilkynningu kemur fram að verðlaunin eru veitt þeim sem hafa stuðlað að árangursríku framlagi til velsældar í samfélögum sínum og í heiminum. Wellbeing Economy Governments (WEGo) er samstarfsvettvangur þar sem Ísland, Finnland, Skotland, Kanada, Nýja Sjáland og Wales vinna saman að því að þróa hagkerfi sem setja lífsgæði, velsæld og sjálfbærni í forgang. Þessi ríki deila reynslu, stefnumótun og mælikvörðum sem miða að því að tryggja að efnahagsstefna stuðli að velferð fólks og náttúru, ekki eingöngu hagvexti. Velsældarþingið, Wellbeing Economy Forum, fer nú fram í Hörpu. Þar koma saman um þrjú hundruð þátttakendur úr stjórnsýslu, fræðasamfélagi, atvinnulífi, alþjóðastofnunum og grasrótarsamtökum til að ræða hvernig hægt sé að byggja upp hagkerfi þar sem lífsgæði, heilsa, félagslegt réttlæti og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Haldið af embætti landlæknis Þingið er haldið af Embætti landlæknis í samstarfi við fjölmargar innlendar og alþjóðlegar stofnanir og samstarfsaðila, þar á meðal forsætisráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnunina, OECD, UNESCO, WEGo, WEAll, Festu – Miðstöð um sjálfbærni, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga. Velsældarþingið er hluti af evrópska verkefninu JA PreventNCD, sem er styrkt af Heilbrigðisáætlun Evrópusambandsins. Halla Tómasdóttir átti fjölmörg samtöl á þinginu. Pétur Fjeldsted Annar dagur Velsældarþingsins, Wellbeing Economy Forum, hófst í morgun í Hörpu með samræðum um hugrekki, samkennd og mikilvægi tengsla í leiðtogahlutverki og hvernig þessi gildi eru forsenda velsældar í samfélögum nútímans. Í tilkynningu segir að þar hafi Halla Tómasdóttir átt samtal við Sandrine Dixson-Declève, alþjóðlegan sendiherra Club of Rome og stjórnanda Earth4All og Dr. Jude Currivan, framtíðarfræðing og stofnanda WholeWorld-View. Samtal milli kynslóða mikilvægt Hún hafi í erindi sínu talað um mikilvægi hugrekkis í leiðtogahlutverkinu og mikilvægi samtals á milli kynslóða, mismunandi geira í samfélaginu og ólíkra menningarheima. „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis, hugrekkis til að leiða á nýjan hátt, hlusta víðar og vinna þvert á geira, kynslóðir og menningarheima. Við þurfum að finna hugrekki til að raska ríkjandi kerfum og venjum, til að skapa raunverulegt og jákvætt gildi í heiminum. WEGo þjóðirnar og Norðurlöndin gegna þar lykilhlutverki. Ísland líkt og Norðurlandaþjóðirnar erum hver um sig lítil þjóð, en saman erum við ellefta stærsta hagkerfi heims, G11. Með sameiginlegri framtíðarsýn og samstarfi getum við haft varanleg áhrif á leið okkar í átt að velsæld fyrir fólk og náttúru,“ sagði Halla. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona skemmti gestum. Pétur Fjeldsted Romina Boarini, forstöðukona WISE-seturs hjá OECD, stýrði pallborðsumræðum um hvernig hægt sé að efla tengsl, minnka einmanaleika og styrkja samfélagslega samheldni, sem hefur bein áhrif á andlega heilsu, þátttöku og almenn lífsgæði. Þátttakendur voru Katarina Ivanković Knežević, framkvæmdastjóri félagslegra réttinda hjá framkvæmdastjórn ESB, Gabriela Ramos, frambjóðandi Mexíkó til embættis framkvæmdastjóra UNESCO, Lourdes Márquez hjá ONCE Foundation, Spánn, Ilona Kickbusch, University of Geneva og Lucía Rodríguez-Borlado, lýðheilsulæknir og ungliðafulltrúi JA PreventNCD.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Viðskipti innlent