„Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2025 13:41 Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, Perla Jóhannsdóttir, Rebekka Rut Steingrímsdóttir og Þorvaldur Orri Árnason hafa öll framlengt samning sína. KR/Gunnar Sverrisson KR-ingar eru að undirbúa sig fyrir næsta tímabil í körfuboltanum og hafa nú gengið frá samningum við tólf íslenska leikmenn til að spila með báðum meistaraflokkum félagsins á komandi tímabili. Bæði liðin spila í Bónus deildinni á komandi tímabili eftir að konurnar unnu sér aftur sæti í deild þeirra bestu. KR-ingar voru þarna að ganga frá samningum við uppalda KR-inga sem léku lykilhlutverk með meistaraflokkum félagsins á síðasta tímabili. Þórir til 2027 en Þorri til 2026 Fyrirliði karlaliðsins, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, hefur framlengt samningi sínum til ársins 2027. Auk hans hafa þeir Veigar Áki Hlynsson, Orri Hilmarsson, Lars Erik Bragason og Hallgrímur Árni Þrastarson samið til 2027 og Þorvaldur Orri Árnason (Þorri) til 2026. „Ég er gríðarlega ánægður með þessar undirskriftir. Það er mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu og frábært að við náum að halda í kjarnann í liðinu frá því í fyrra. Við ætlum okkur stóra hluti á næstu árum og ég veit að strákarnir eru tilbúnir í það verkefni,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari karlaliðsins í fréttatilkynningu. Áttum góða spretti í vetur „Ég er mjög ánægður með það að framlengja og geta haldið áfram með þetta verkefni sem við erum í hér í KR. Við áttum góða spretti í vetur en við ætlum okkur meira og ég er spenntur fyrir komandi tímabili,“ sagði hinn öflugi Þórir Guðmundur Þorbjarnarson. Fyrirliði kvennaliðsins, Perla Jóhannsdóttir, hefur einnig ákveðið að taka slaginn með KR liðinu í Bónus deild kvenna næsta vetur. Auk hennar hafa þær Rebekka Rut Steingrímsdóttir, Anna María Magnúsdóttir, Anna Margrét Hermannsdóttir, Lea Gunnarsdóttir og Arndís Rut Matthíasdóttir framlengt samningum sínum við KR til 2027. Að festa KR í sessi í efstu deild „Það er mjög ánægjulegt að vera búin að semja. Ég er mjög spennt fyrir þessu tímabili og hlakka til að festa KR í sessi í efstu deild kvenna,“ sagði Perla Jóhannsdóttir. „Það er gífurlegt fagnaðarefni fyrir okkur að hafa náð samningum við þessa leikmenn. KR hefur alltaf lagt áherslu á það að ná árangri í krafti okkar uppöldu leikmanna og þetta er stór dagur fyrir félagið. Í báðum liðum erum við að byggja á þessum öfluga kjarna heimafólks og ætlum okkur stóra hluti á næsta tímabili,“ sagði Egill Ástráðsson formaður körfuknattleiksdeilda KR í fyrrnefndri fréttatilkynningu frá KR. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
KR-ingar voru þarna að ganga frá samningum við uppalda KR-inga sem léku lykilhlutverk með meistaraflokkum félagsins á síðasta tímabili. Þórir til 2027 en Þorri til 2026 Fyrirliði karlaliðsins, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson, hefur framlengt samningi sínum til ársins 2027. Auk hans hafa þeir Veigar Áki Hlynsson, Orri Hilmarsson, Lars Erik Bragason og Hallgrímur Árni Þrastarson samið til 2027 og Þorvaldur Orri Árnason (Þorri) til 2026. „Ég er gríðarlega ánægður með þessar undirskriftir. Það er mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu og frábært að við náum að halda í kjarnann í liðinu frá því í fyrra. Við ætlum okkur stóra hluti á næstu árum og ég veit að strákarnir eru tilbúnir í það verkefni,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari karlaliðsins í fréttatilkynningu. Áttum góða spretti í vetur „Ég er mjög ánægður með það að framlengja og geta haldið áfram með þetta verkefni sem við erum í hér í KR. Við áttum góða spretti í vetur en við ætlum okkur meira og ég er spenntur fyrir komandi tímabili,“ sagði hinn öflugi Þórir Guðmundur Þorbjarnarson. Fyrirliði kvennaliðsins, Perla Jóhannsdóttir, hefur einnig ákveðið að taka slaginn með KR liðinu í Bónus deild kvenna næsta vetur. Auk hennar hafa þær Rebekka Rut Steingrímsdóttir, Anna María Magnúsdóttir, Anna Margrét Hermannsdóttir, Lea Gunnarsdóttir og Arndís Rut Matthíasdóttir framlengt samningum sínum við KR til 2027. Að festa KR í sessi í efstu deild „Það er mjög ánægjulegt að vera búin að semja. Ég er mjög spennt fyrir þessu tímabili og hlakka til að festa KR í sessi í efstu deild kvenna,“ sagði Perla Jóhannsdóttir. „Það er gífurlegt fagnaðarefni fyrir okkur að hafa náð samningum við þessa leikmenn. KR hefur alltaf lagt áherslu á það að ná árangri í krafti okkar uppöldu leikmanna og þetta er stór dagur fyrir félagið. Í báðum liðum erum við að byggja á þessum öfluga kjarna heimafólks og ætlum okkur stóra hluti á næsta tímabili,“ sagði Egill Ástráðsson formaður körfuknattleiksdeilda KR í fyrrnefndri fréttatilkynningu frá KR.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira