Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. maí 2025 22:30 Tatum naut sín í Stóra eplinu. Al Bello/Getty Images Boston Celtics pakkaði New York Knicks saman í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Staðan í einvíginu nú 2-1 eftir að meistararnir sýndu loks hvað í sér býr. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit Austurhlutans. Knicks gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrstu tvo leiki einvígisins í Boston. Í báðum leikjum voru meistararnir með unninn leik í höndunum. Í báðum leikjunum tókst gestunum frá New York á einhvern ótrúlegan hátt að koma til baka og vinna dramatíska sigra. Það var ekki upp á teningnum þegar Boston mætti í Garðinn, heimavöll Knicks. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir voru ekki komnar frá Boston til að láta ógna sér með sóp. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 20-36 og var í raun ekki aftur snúið. CELTICS CATCH FIRE FROM DEEP IN THE FIRST HALF 🔥🔥Boston goes 12-19 (63.2%) from beyond the arc to open a big halftime lead 🎯 pic.twitter.com/VRj7jm5amj— NBA (@NBA) May 10, 2025 Staðan í hálfleik var 46-71 og var munurinn nánast sá sami þegar lokaflautið gall, staðan þá 93-115. Alls hitti Boston úr 20 þriggja stiga skotum í leiknum. Í liði heimamanna var Jalen Brunson stigahæstur með 27 stig ásamt því að gefa sjö stoðsendingar og taka fjögur fráköst. Þar á eftir kom Karl-Anthony Towns með 21 stig og 15 fráköst. Hjá Boston var það óvænt Payton Pritchard sem var stigahæstur með 23 stig. Hann tók einnig fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Payton Pritchard dances and hits his 4th 3PM of the game 🕺🎯That's the 16th 3 made by Boston...With 2 minutes left in the THIRD QUARTER of Game 3! pic.twitter.com/dKEPndv26q— NBA (@NBA) May 10, 2025 Jayston Tatum skoraði 22 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jaylen Brown skoraði 19 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Derrick White með 17 stig og hinn síungi Al Horford skoraði 15 stig. Körfubolti NBA Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Knicks gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrstu tvo leiki einvígisins í Boston. Í báðum leikjum voru meistararnir með unninn leik í höndunum. Í báðum leikjunum tókst gestunum frá New York á einhvern ótrúlegan hátt að koma til baka og vinna dramatíska sigra. Það var ekki upp á teningnum þegar Boston mætti í Garðinn, heimavöll Knicks. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að gestirnir voru ekki komnar frá Boston til að láta ógna sér með sóp. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 20-36 og var í raun ekki aftur snúið. CELTICS CATCH FIRE FROM DEEP IN THE FIRST HALF 🔥🔥Boston goes 12-19 (63.2%) from beyond the arc to open a big halftime lead 🎯 pic.twitter.com/VRj7jm5amj— NBA (@NBA) May 10, 2025 Staðan í hálfleik var 46-71 og var munurinn nánast sá sami þegar lokaflautið gall, staðan þá 93-115. Alls hitti Boston úr 20 þriggja stiga skotum í leiknum. Í liði heimamanna var Jalen Brunson stigahæstur með 27 stig ásamt því að gefa sjö stoðsendingar og taka fjögur fráköst. Þar á eftir kom Karl-Anthony Towns með 21 stig og 15 fráköst. Hjá Boston var það óvænt Payton Pritchard sem var stigahæstur með 23 stig. Hann tók einnig fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Payton Pritchard dances and hits his 4th 3PM of the game 🕺🎯That's the 16th 3 made by Boston...With 2 minutes left in the THIRD QUARTER of Game 3! pic.twitter.com/dKEPndv26q— NBA (@NBA) May 10, 2025 Jayston Tatum skoraði 22 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jaylen Brown skoraði 19 stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Þar á eftir kom Derrick White með 17 stig og hinn síungi Al Horford skoraði 15 stig.
Körfubolti NBA Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira