Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. maí 2025 21:21 Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir er nýkjörinn formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Landsbjörg Landsbjörg hefur skorað á stjórnvöld að afnema virðisaukaskattsskyldu björgunarsveita, og telja það geta sparað tugi milljóna á ári hverju. Þá kallar félagið eftir því að brugðist verði við húsnæðisvanda viðbragðsaðila sem allra fyrst. Nýkjörinn formaður Landsbjargar segir húsnæði Landsbjargar við Skógarhlíð hafa verið til bóta á sínum tíma þegar viðbragðsaðilar sameinuðust þar undir einu þaki. Það sé þó farið að láta á sjá. „Húsnæðið hefur verið í slæmu ástandi og hefur þurft að fara í alls konar viðgerðir, sem hefur orðið til þess að meðal annars samhæfingarstöðin hefur verið flutt tímabundið og er núna niðri á Laugavegi,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, sem var kjörinn formaður Landsbjargar á landsþingi félagsins nú um helgina. Um leið og viðbragðsaðilar tvístrist á fleiri staði verði samhæfing og samtal þeirra á milli erfiðara. Árið 2022 var undirritaður samningur um byggingu sameiginlegrar björgunarmiðstöðvar en það verkefni var síðar sett á ís af þáverandi stjórnvöldum. „Það er bara mikilvægt að stjórnvöld sjái til þess að viðbragðsaðilar komist undir eitt húsnæði sem allra fyrst.“ Bílar undanþegnir en byggingar ekki Félagið gaf einnig út ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að fella niður virðisaukaskatt vegna starfsemi félagsins og björgunarsveita þess um allt land. Sem stendur eru kaup á björgunarbúnaði, svo sem bílum og fatnaði, undanþegin virðisaukaskatti. Bygging og viðhald húsnæðis er það hins vegar ekki. „Þetta er stórt hagsmunamál fyrir einingarnar okkar. Við erum með 90 björgunarsveitir hringinn í kringum landið, sem allar þurfa að hafa viðunandi húsnæði.“ Spari þjóðarbúinu umtalsverða fjármuni Virðisaukaskattur af slíku geti verið þungur baggi þegar um er að ræða björgunarsveitir sem reki sig aðeins á sjálfsaflafé. Hefurðu einhverja hugmynd um hversu miklu það gæti skilað á ári að fá þessa breytingu í gegn? „Ég held að í heildina gæti þetta alveg skilað tugum eða hundruðum milljóna.“ Stöðugt sé unnið að því að ná áheyrn ráðamanna, og Borghildur segir fjármálaráðherra eiga erindi frá félaginu vegna virðisaukaskattsmála. „Sjálfboðaliðar okkar, þegar við reiknum saman hversu miklum tíma þeir hafa eytt í útköll og æfingar á síðasta ári, þá eru það 625 ársstörf í sjálfboðavinnu. Þannig að það sparar þjóðarbúinu talsvert, myndi ég segja.“ Björgunarsveitir Skattar og tollar Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Nýkjörinn formaður Landsbjargar segir húsnæði Landsbjargar við Skógarhlíð hafa verið til bóta á sínum tíma þegar viðbragðsaðilar sameinuðust þar undir einu þaki. Það sé þó farið að láta á sjá. „Húsnæðið hefur verið í slæmu ástandi og hefur þurft að fara í alls konar viðgerðir, sem hefur orðið til þess að meðal annars samhæfingarstöðin hefur verið flutt tímabundið og er núna niðri á Laugavegi,“ segir Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, sem var kjörinn formaður Landsbjargar á landsþingi félagsins nú um helgina. Um leið og viðbragðsaðilar tvístrist á fleiri staði verði samhæfing og samtal þeirra á milli erfiðara. Árið 2022 var undirritaður samningur um byggingu sameiginlegrar björgunarmiðstöðvar en það verkefni var síðar sett á ís af þáverandi stjórnvöldum. „Það er bara mikilvægt að stjórnvöld sjái til þess að viðbragðsaðilar komist undir eitt húsnæði sem allra fyrst.“ Bílar undanþegnir en byggingar ekki Félagið gaf einnig út ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að fella niður virðisaukaskatt vegna starfsemi félagsins og björgunarsveita þess um allt land. Sem stendur eru kaup á björgunarbúnaði, svo sem bílum og fatnaði, undanþegin virðisaukaskatti. Bygging og viðhald húsnæðis er það hins vegar ekki. „Þetta er stórt hagsmunamál fyrir einingarnar okkar. Við erum með 90 björgunarsveitir hringinn í kringum landið, sem allar þurfa að hafa viðunandi húsnæði.“ Spari þjóðarbúinu umtalsverða fjármuni Virðisaukaskattur af slíku geti verið þungur baggi þegar um er að ræða björgunarsveitir sem reki sig aðeins á sjálfsaflafé. Hefurðu einhverja hugmynd um hversu miklu það gæti skilað á ári að fá þessa breytingu í gegn? „Ég held að í heildina gæti þetta alveg skilað tugum eða hundruðum milljóna.“ Stöðugt sé unnið að því að ná áheyrn ráðamanna, og Borghildur segir fjármálaráðherra eiga erindi frá félaginu vegna virðisaukaskattsmála. „Sjálfboðaliðar okkar, þegar við reiknum saman hversu miklum tíma þeir hafa eytt í útköll og æfingar á síðasta ári, þá eru það 625 ársstörf í sjálfboðavinnu. Þannig að það sparar þjóðarbúinu talsvert, myndi ég segja.“
Björgunarsveitir Skattar og tollar Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira