Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2025 08:01 Alexander Rafn Pálmason á nú öll fjögur metin sem Eiður Smári sló með Valsmönnum sumarið 1994. Vísir/Guðmundur Þórlaugarsson/timarit.is Sumarið fyrir 31 ári var sumarið sem hinn fimmtán ára Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði nýjan kafla í sögu íslenska fótboltans. Eiður Smári mætti nánast fullskapaður leikmaður inn í byrjunarlið Valsmanna frá fyrsta leik í Trópídeildinni 1994. Nú þremur áratugum síðar er þetta sumar næstum því horfið úr metabókunum. Eiður setti fjögur met í tveimur fyrstu leikjunum sínum sumarið 1994 og tvö þeirra voru met sem stóðu allt þar til í sumar. Það þriðja féll í lokaumferðinni á síðasta tímabili. Í síðustu sjö umferðum Bestu deildar karla hefur Eiður Smári misst þrjú met. Frétt Morgunblaðsins um metið hans Eiðs Smára fyrir 31 ári síðan.Timarit.is/Morgublaðið Byrjaði fyrsts leik mótsins og lagði upp mark Í fyrstu umferðinni á móti Keflavík í maí 1994 þá setti Eiður nefnilega þrjú met. Hann varð þá yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild á Íslandi og um leið yngsti leikmaðurinn til að byrja leik. Í þessum leik var Eiður Smári aðeins fimmtán ára og 259 daga gamall. Eiður náði ekki að skora á móti Keflavík en lagði hins vegar upp mark Valsliðsins. Varð þá sá yngsti til að leggja upp mark í deildinni. Aðeins þremur dögum seinna setti Eiður hins vegar annað met þegar hann skoraði mark Vals í 1-1 jafntefli á móti ÍBV úti í Eyjum. Eiður Smári missti aldursmetið sitt í lokaumferð mótsins 1994 þegar KR-ingurinn Árni Ingi Pjetursson varð yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild, þá fimmtán ára og 149 daga gamall. Metið hefur verið slegið nokkrum sinnum síðan þá. Bætti stoðsendingametið í október Alexander Rafn Pálmason tók stoðsendingametið af Eiði í 7-0 sigri KR á HK í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar karla í fyrrahaust en hann var aðeins 14 ára, 6 mánaða og 19 daga þegar hann lagði upp síðasta markið fyrir Benoný Breka Andrésson. Það mark varð auðvitað metmark en enginn hefur skorað fleiri mörk á einni leiktíð en Benoný Breki. Næstum því tveimur mánuðum áður hafði Alexander Rafn orðið sá yngsti frá upphafi til að taka þátt í leik í efstu deild á Íslandi þegar hann kom við sögu í leik KR á móti ÍA. Þann dag var Alexander aðeins 14 ára og 147 daga gamall. Það var fyrsta aldursmet Alexanders en eftir frammistöðu hans í Laugardalnum á laugardaginn þá á hann nú öll fjögur metin sem voru einu sinni í eigu Eiðs Smára. Eiður Smári missti reyndar byrjunarliðsmetið sitt til liðsfélaga Alexanders, Sigurðar Breka Kárasonar, sem varð yngsti byrjunarliðsmaður sögunnar í 3-3 jafntefli KR og Vals í annarri umferðinni í sumar. Alexander hrifsaði það met af Sigurði Breka þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, valdi hann í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti ÍBV á laugardaginn. Lifa síðustu met Eiðs Smára? Alexander er nú yngstur til spila, byrja inn á, skora mark og gefa stoðsendingu í efstu deild á Íslandi. Eiður Smári á enn þrjú met. Hann varð ekki sextán ára sumarið 1994 fyrr en 15. september. Þá var hann búinn að skora 7 mörk og gefa 5 stoðsendingar í deildarleikjum Vals. Enginn leikmaður hefur skorað, lagt upp eða átt þátt í fleiri mörkum fyrir sextán ára afmælið sitt. Alexander Rafn fær vonandi marga leiki í sumar til að ógna þessu meti enda verður hann ekki sextán ára gamall fyrr en í apríl á næsta ári. Hvort að Eiður missti þessi met líka eftir sumarið verður bara að koma í ljós en miðað við afgreiðslu Alexanders á móti Eyjamönnum þá er alls ekki hægt að afskrifa slíkt. - Aldursmetin í eftu deild karla 26. maí 1994 - Yngstur til að spila: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að byrja: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að skora: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti ÍBV 26. maí 1994 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 - - Aldursmetin í eftu deild karla 10. maí 2025 - Yngstur til að spila: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍA 1. september 2024 Yngstur til að byrja: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að skora: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti HK 26. október 2024 Besta deild karla KR Valur Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Eiður setti fjögur met í tveimur fyrstu leikjunum sínum sumarið 1994 og tvö þeirra voru met sem stóðu allt þar til í sumar. Það þriðja féll í lokaumferðinni á síðasta tímabili. Í síðustu sjö umferðum Bestu deildar karla hefur Eiður Smári misst þrjú met. Frétt Morgunblaðsins um metið hans Eiðs Smára fyrir 31 ári síðan.Timarit.is/Morgublaðið Byrjaði fyrsts leik mótsins og lagði upp mark Í fyrstu umferðinni á móti Keflavík í maí 1994 þá setti Eiður nefnilega þrjú met. Hann varð þá yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild á Íslandi og um leið yngsti leikmaðurinn til að byrja leik. Í þessum leik var Eiður Smári aðeins fimmtán ára og 259 daga gamall. Eiður náði ekki að skora á móti Keflavík en lagði hins vegar upp mark Valsliðsins. Varð þá sá yngsti til að leggja upp mark í deildinni. Aðeins þremur dögum seinna setti Eiður hins vegar annað met þegar hann skoraði mark Vals í 1-1 jafntefli á móti ÍBV úti í Eyjum. Eiður Smári missti aldursmetið sitt í lokaumferð mótsins 1994 þegar KR-ingurinn Árni Ingi Pjetursson varð yngsti leikmaðurinn til að spila í efstu deild, þá fimmtán ára og 149 daga gamall. Metið hefur verið slegið nokkrum sinnum síðan þá. Bætti stoðsendingametið í október Alexander Rafn Pálmason tók stoðsendingametið af Eiði í 7-0 sigri KR á HK í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar karla í fyrrahaust en hann var aðeins 14 ára, 6 mánaða og 19 daga þegar hann lagði upp síðasta markið fyrir Benoný Breka Andrésson. Það mark varð auðvitað metmark en enginn hefur skorað fleiri mörk á einni leiktíð en Benoný Breki. Næstum því tveimur mánuðum áður hafði Alexander Rafn orðið sá yngsti frá upphafi til að taka þátt í leik í efstu deild á Íslandi þegar hann kom við sögu í leik KR á móti ÍA. Þann dag var Alexander aðeins 14 ára og 147 daga gamall. Það var fyrsta aldursmet Alexanders en eftir frammistöðu hans í Laugardalnum á laugardaginn þá á hann nú öll fjögur metin sem voru einu sinni í eigu Eiðs Smára. Eiður Smári missti reyndar byrjunarliðsmetið sitt til liðsfélaga Alexanders, Sigurðar Breka Kárasonar, sem varð yngsti byrjunarliðsmaður sögunnar í 3-3 jafntefli KR og Vals í annarri umferðinni í sumar. Alexander hrifsaði það met af Sigurði Breka þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, valdi hann í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti ÍBV á laugardaginn. Lifa síðustu met Eiðs Smára? Alexander er nú yngstur til spila, byrja inn á, skora mark og gefa stoðsendingu í efstu deild á Íslandi. Eiður Smári á enn þrjú met. Hann varð ekki sextán ára sumarið 1994 fyrr en 15. september. Þá var hann búinn að skora 7 mörk og gefa 5 stoðsendingar í deildarleikjum Vals. Enginn leikmaður hefur skorað, lagt upp eða átt þátt í fleiri mörkum fyrir sextán ára afmælið sitt. Alexander Rafn fær vonandi marga leiki í sumar til að ógna þessu meti enda verður hann ekki sextán ára gamall fyrr en í apríl á næsta ári. Hvort að Eiður missti þessi met líka eftir sumarið verður bara að koma í ljós en miðað við afgreiðslu Alexanders á móti Eyjamönnum þá er alls ekki hægt að afskrifa slíkt. - Aldursmetin í eftu deild karla 26. maí 1994 - Yngstur til að spila: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að byrja: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að skora: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti ÍBV 26. maí 1994 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 - - Aldursmetin í eftu deild karla 10. maí 2025 - Yngstur til að spila: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍA 1. september 2024 Yngstur til að byrja: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að skora: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti HK 26. október 2024
- Aldursmetin í eftu deild karla 26. maí 1994 - Yngstur til að spila: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að byrja: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 Yngstur til að skora: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti ÍBV 26. maí 1994 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Eiður Smári Guðjohnsen, Val á móti Keflavík 23. maí 1994 - - Aldursmetin í eftu deild karla 10. maí 2025 - Yngstur til að spila: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍA 1. september 2024 Yngstur til að byrja: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að skora: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti ÍBV 10. maí 2025 Yngstur til að gefa stoðsendingu: Alexander Rafn Pálmason, KR á móti HK 26. október 2024
Besta deild karla KR Valur Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira