Lalli Johns er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 22:43 Lalli Johns - stjörnuglæpon. Lalli Johns, réttu nafni Lárus Björn Svavarsson, er látinn. Hann var 74 ára gamall. Árið 2001 varð Lárus landsþekktur eftir frumsýningu heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar heitnis sem fjallaði um Lalla Johns og líf hans. Í myndinni segir hann opinskátt af lífi sínu sem fíkill og smáglæpamaður og draumnum um að losna undan slíku líferni. Hún sýndi líf hans á götunni í Reykjavík í þrjú ár þar sem hann flakkaði á milli fangelsis, félagsþjónustu, meðferðarstofnana og kráa. Myndin fékk Edduverðlaunin fyrir heimildarmynd ársins það árið. Hann sneri svo við blaðinu og hafði verið edrú í hátt í tvo áratugi þegar hann lést. Síðustu árin hefur hann dvalið á Hrafnistu í Reykjavík. Lalli ólst upp við kröpp kjör. Fjölskyldan hafði ekki mikið á milli handanna og bjó meðal annars á Knoxkampi og í Pólunum, sem eru braggahverfi. Hann var vistaður á vistheimilinu Breiðuvík þar sem hann varð fyrir ofbeldi af hálfu eldri drengja á heimilinu. Hann hefur sagt í viðtölum síðan að dvöl sín þar hafi átt þátt í að hann leiddist út í áfengis- og vímuefnaneyslu. Árið 2018 tók blaðamaður DV viðtal við Lárus þar sem kom fram meðal annars að Lárus hafði hlotið samtals 42 dóma frá árinu 1969, nær eingöngu fyrir þjófnað. Síðasta dóminn hlaut hann árið 2009 fyrir innbrot í Hveragerði árinu áður. Í grein Vísis um málið er honum lýst sem „sennilega einhverjum frægasta ógæfumanninum á Íslandi.“ Árið 2007 vakti Lárus athygli fyrir að koma fram í auglýsingum fyrir Öryggismiðstöðina. Hann var í aðalhlutverki í herferð sem bar yfirskriftina: „Hver vaktar þitt heimili?“ og sætti mikilli gagnrýni fyrir að ala á ótta á heimilislausu fólki og fíklum. Bróðir Lárusar, Sigurbjörn Svavarsson, greindi frá fráfalli hans á samfélagsmiðlum í kvöld. Lárus lætur eftir sig fjögur börn Andlát Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Árið 2001 varð Lárus landsþekktur eftir frumsýningu heimildarmyndar Þorfinns Guðnasonar heitnis sem fjallaði um Lalla Johns og líf hans. Í myndinni segir hann opinskátt af lífi sínu sem fíkill og smáglæpamaður og draumnum um að losna undan slíku líferni. Hún sýndi líf hans á götunni í Reykjavík í þrjú ár þar sem hann flakkaði á milli fangelsis, félagsþjónustu, meðferðarstofnana og kráa. Myndin fékk Edduverðlaunin fyrir heimildarmynd ársins það árið. Hann sneri svo við blaðinu og hafði verið edrú í hátt í tvo áratugi þegar hann lést. Síðustu árin hefur hann dvalið á Hrafnistu í Reykjavík. Lalli ólst upp við kröpp kjör. Fjölskyldan hafði ekki mikið á milli handanna og bjó meðal annars á Knoxkampi og í Pólunum, sem eru braggahverfi. Hann var vistaður á vistheimilinu Breiðuvík þar sem hann varð fyrir ofbeldi af hálfu eldri drengja á heimilinu. Hann hefur sagt í viðtölum síðan að dvöl sín þar hafi átt þátt í að hann leiddist út í áfengis- og vímuefnaneyslu. Árið 2018 tók blaðamaður DV viðtal við Lárus þar sem kom fram meðal annars að Lárus hafði hlotið samtals 42 dóma frá árinu 1969, nær eingöngu fyrir þjófnað. Síðasta dóminn hlaut hann árið 2009 fyrir innbrot í Hveragerði árinu áður. Í grein Vísis um málið er honum lýst sem „sennilega einhverjum frægasta ógæfumanninum á Íslandi.“ Árið 2007 vakti Lárus athygli fyrir að koma fram í auglýsingum fyrir Öryggismiðstöðina. Hann var í aðalhlutverki í herferð sem bar yfirskriftina: „Hver vaktar þitt heimili?“ og sætti mikilli gagnrýni fyrir að ala á ótta á heimilislausu fólki og fíklum. Bróðir Lárusar, Sigurbjörn Svavarsson, greindi frá fráfalli hans á samfélagsmiðlum í kvöld. Lárus lætur eftir sig fjögur börn
Andlát Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent