„Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. maí 2025 11:43 Til stendur að reisa skólaþorpið á bílastæðinu sem er afmarkað af haustgulum trjám vinstra megin á myndinni. Vísir/Vilhelm Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni KSÍ varðandi áform um nýtt skólaþorp steinsnar frá Laugardalsvelli skiljanlega. Ekkert annað hafi þó verið í stöðunni enda neyðarástand í skólamálum. Formaður KSÍ gagnrýndi fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll harðlega á föstudag og sagði hana vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það snerti embættið illa að troða eigi áformum í gegnum kerfið. Til stendur að reisa rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum þar sem ýmsar framkvæmdir eru fram undan á skólum í Laugardal - fyrst Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Bílastæði syðst við Laugardalsvöll verði tekið undir skólann og innkeyrslu af Reykjavegi lokað. Gagnrýnin skiljanleg Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir gagnrýnina skiljanlega enda verði mikið álag í Laugardalnum vegna framkvæmda við nýja þjóðarhöll og stækkun Laugardalsvallar á næstu misserum. „Við höfum svo sem enga aðra möguleika en að byggja skólaþorp í Laugardalnum vegna þess að við erum búin að reyna og skoða aðra möguleika eins og að byggja við. En við getum ekki talið okkur geta tryggt öryggi skólabarna eða bara skólastarfið á framkvæmdartíma ef við förum ekki þessa leið.“ Samráð við aðila í Laugardalnum sé mjög mikilvægt í huga borgarinnar. Það verði farið vel yfir ábendingar frá sambandinu í borgarstjórn. „Við erum búin að ræða við samgöngudeildina okkar og þau munu tryggja það að allt öryggi verði í lagi að sjálfsögðu og viðbragðsaðilar verða með okkur í að hanna það.“ Ofgnótt af vanýttum bílastæðum Undirbúningurinn sé búinn að vera mikill og deiliskipulag liggur fyrir. „Svo fer það núna í auglýsingu og við erum í samstarfi á meðan þeim sex vikna tíma stendur og svo auðvitað í framhaldinu líka. Svo það eru kannski einhverjir þrír mánuðir þangað til skipulagið er samþykkt. Ég vona bara svo sannarlega að við getum boðið þetta út á næsta ári.“ Ólöf gefur lítið fyrir þá gagnrýni að skerðing bílastæða á svæðinu muni bitna á íbúum. „Við fækkum bílastæðum og það er alveg ljóst. En það hefur verið ofgnótt þarna af vannýttum stæðum. Sérstaklega á þessum hluta sem ekki eru nýtt í miðri viku. Ég hef ekki mikla trú á því að þetta flæði inn í hverfin þegar kappleikir eru. Við erum vel meðvituð um það að það verður álag á dalinn og þetta verður ekki eins og best er á kosið en við munum reyna gera það besta með öllum hagaðilum.“ Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Formaður KSÍ gagnrýndi fyrirhugaða framkvæmd Reykjavíkurborgar að nýju skólaþorpi við Laugardalshöll harðlega á föstudag og sagði hana vera vanhugsaða og illa skipulagða. Það snerti embættið illa að troða eigi áformum í gegnum kerfið. Til stendur að reisa rúmlega tvö þúsund fermetra skólaþorp í Laugardalnum þar sem ýmsar framkvæmdir eru fram undan á skólum í Laugardal - fyrst Laugarnesskóla og síðar Laugalækjarskóla og Langholtsskóla. Bílastæði syðst við Laugardalsvöll verði tekið undir skólann og innkeyrslu af Reykjavegi lokað. Gagnrýnin skiljanleg Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir gagnrýnina skiljanlega enda verði mikið álag í Laugardalnum vegna framkvæmda við nýja þjóðarhöll og stækkun Laugardalsvallar á næstu misserum. „Við höfum svo sem enga aðra möguleika en að byggja skólaþorp í Laugardalnum vegna þess að við erum búin að reyna og skoða aðra möguleika eins og að byggja við. En við getum ekki talið okkur geta tryggt öryggi skólabarna eða bara skólastarfið á framkvæmdartíma ef við förum ekki þessa leið.“ Samráð við aðila í Laugardalnum sé mjög mikilvægt í huga borgarinnar. Það verði farið vel yfir ábendingar frá sambandinu í borgarstjórn. „Við erum búin að ræða við samgöngudeildina okkar og þau munu tryggja það að allt öryggi verði í lagi að sjálfsögðu og viðbragðsaðilar verða með okkur í að hanna það.“ Ofgnótt af vanýttum bílastæðum Undirbúningurinn sé búinn að vera mikill og deiliskipulag liggur fyrir. „Svo fer það núna í auglýsingu og við erum í samstarfi á meðan þeim sex vikna tíma stendur og svo auðvitað í framhaldinu líka. Svo það eru kannski einhverjir þrír mánuðir þangað til skipulagið er samþykkt. Ég vona bara svo sannarlega að við getum boðið þetta út á næsta ári.“ Ólöf gefur lítið fyrir þá gagnrýni að skerðing bílastæða á svæðinu muni bitna á íbúum. „Við fækkum bílastæðum og það er alveg ljóst. En það hefur verið ofgnótt þarna af vannýttum stæðum. Sérstaklega á þessum hluta sem ekki eru nýtt í miðri viku. Ég hef ekki mikla trú á því að þetta flæði inn í hverfin þegar kappleikir eru. Við erum vel meðvituð um það að það verður álag á dalinn og þetta verður ekki eins og best er á kosið en við munum reyna gera það besta með öllum hagaðilum.“
Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Skóla- og menntamál Grunnskólar Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira