Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 08:01 Jayson Tatum lá sárþjáður eftir að hafa meiðst í ökkla í fjórða leikhluta. Getty/Elsa Ríkjandi NBA-meistarar Boston Celtics eru á barmi þess að falla úr keppni í undanúrslitum austurdeildarinnar. Þeir töpuðu 121-113 gegn New York Knicks í gærkvöld og misstu auk þess Jayson Tatum meiddan af velli. Knicks lentu 14 stigum undir í þriðja leikhluta en höfðu samt sigur og eru nú 3-1 yfir í einvíginu. Þeim dugar því að vinna leikinn í Boston annað kvöld til að senda meistarana í sumarfrí, og komast í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í fyrsta sinn frá árinu 2000. Ólíklegt verður að teljast að Tatum verði með í þeim leik eftir að hann meiddist í fjórða leikhluta og var ekið um í hjólastól á göngum Madison Square Garden. Hann fer í skoðun í dag til að meta meiðslin en Tatum hafði skorað 42 stig þegar hann var borinn af velli. NBA BROTHERHOOD: New York Knicks players clapped for Jayson Tatum while being helped off the court & Josh Hart showed him love by rubbing his head ❤️Get well soon, Jayson Tatum! 🙏 pic.twitter.com/BsGk5m333j— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) May 13, 2025 Jalen Brunson skoraði 39 stig fyrir Knicks sem eins og fyrr segir þurftu að hafa fyrir hlutunum eftir að hafa lent 72-58 undir í þriðja leikhluta. Þeir sneru þá við blaðinu og komust í 88-85 fyrir lokafjórðunginn. Brunson fór fyrir liðinu og Tatum meiddist svo þegar OG Anunoby stal af honum boltanum og tróð, og kom Knicks í 118-106. Jalen Brunson tók yfir leikinn og leiddi Knicks til sigurs.Getty/Elsa „Ég var bara í flæðinu og að gera eitthvað. Ég var ekki að reyna að taka yfir leikinn. Þetta snerist bara um að gera það sem þyrfti að gera,“ sagði Brunson. „Við hættum ekki, héldum áfram að berjast. Það er mikilvægast. Þegar maður lendir í holu þá má maður ekki gefast upp,“ sagði Brunson. Timberwolves þurfa bara einn sigur Minnesota Timberwolves eru sömuleiðis aðeins einum sigri frá því að slá út Golden State Warriors, eftir 117-110 sigur í gærkvöld. Warriors eru án Stephen Curry vegna meiðsla og nú lentir 3-1 undir. Anthony Edwards endaði með 30 stig fyrir Timberwolves sem skoruðu 17 stig í röð í þriðja leikhluta án þess að Warriors næðu að svara fyrir sig, og komust í 85-68. Einvígið gæti klárast á morgun þegar liðin mætast í Minneapolis. NBA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira
Knicks lentu 14 stigum undir í þriðja leikhluta en höfðu samt sigur og eru nú 3-1 yfir í einvíginu. Þeim dugar því að vinna leikinn í Boston annað kvöld til að senda meistarana í sumarfrí, og komast í úrslitaeinvígi austurdeildarinnar í fyrsta sinn frá árinu 2000. Ólíklegt verður að teljast að Tatum verði með í þeim leik eftir að hann meiddist í fjórða leikhluta og var ekið um í hjólastól á göngum Madison Square Garden. Hann fer í skoðun í dag til að meta meiðslin en Tatum hafði skorað 42 stig þegar hann var borinn af velli. NBA BROTHERHOOD: New York Knicks players clapped for Jayson Tatum while being helped off the court & Josh Hart showed him love by rubbing his head ❤️Get well soon, Jayson Tatum! 🙏 pic.twitter.com/BsGk5m333j— Courtside Buzz (@CourtsideBuzzX) May 13, 2025 Jalen Brunson skoraði 39 stig fyrir Knicks sem eins og fyrr segir þurftu að hafa fyrir hlutunum eftir að hafa lent 72-58 undir í þriðja leikhluta. Þeir sneru þá við blaðinu og komust í 88-85 fyrir lokafjórðunginn. Brunson fór fyrir liðinu og Tatum meiddist svo þegar OG Anunoby stal af honum boltanum og tróð, og kom Knicks í 118-106. Jalen Brunson tók yfir leikinn og leiddi Knicks til sigurs.Getty/Elsa „Ég var bara í flæðinu og að gera eitthvað. Ég var ekki að reyna að taka yfir leikinn. Þetta snerist bara um að gera það sem þyrfti að gera,“ sagði Brunson. „Við hættum ekki, héldum áfram að berjast. Það er mikilvægast. Þegar maður lendir í holu þá má maður ekki gefast upp,“ sagði Brunson. Timberwolves þurfa bara einn sigur Minnesota Timberwolves eru sömuleiðis aðeins einum sigri frá því að slá út Golden State Warriors, eftir 117-110 sigur í gærkvöld. Warriors eru án Stephen Curry vegna meiðsla og nú lentir 3-1 undir. Anthony Edwards endaði með 30 stig fyrir Timberwolves sem skoruðu 17 stig í röð í þriðja leikhluta án þess að Warriors næðu að svara fyrir sig, og komust í 85-68. Einvígið gæti klárast á morgun þegar liðin mætast í Minneapolis.
NBA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fleiri fréttir Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Sjá meira