Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. maí 2025 13:11 Kári Sigurðsson er formaður Sameykis. Vísir/Samsett Formaður Sameykis segir fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, hyggjast þvinga starfsfólk verslana á flugvellinum til að fylgja kjarasamningum VR í stað Sameykis. Sú ákvörðun sé brot á íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í bréfi til félagsfólks Sameykis kemur fram að Sameyki hafi séð um gerð kjarasamninga fyrir starfsfólk verslananna frá árinu 1958. Þýska fyrirtækið Heinemann komi til með að taka yfir rekstur fríhafnarverslana og stefna á að gera frekar samning við VR. „Sameyki óskaði ítrekað eftir fundi með fyrirsvarsmönnum Heinemann til að ræða réttindi félagsfólks og haldinn var fundur á skrifstofu lögmanna Heinemann þann 15. apríl sl. Á fundinum var ljóst að Heinemann vildi komast undan kjarasamningi Sameykis,“ stendur í bréfinu sem undirritað er af Kári Sigurðssyni, formanni Sameykis. Á fundinum hafi einnig komið fram að forsvarsmenn Heinemann hyggjast gera kjarasamninga við VR og ætti nýráðið starfsfólk starfa eftir samningi þeirra á milli. Núverandi félagsfólk Sameykis fengi að velja hvort það haldi sig þar eða skipti yfir í VR. Samningur Sameykis myndi þó einungis gilda til 1. febrúar 2028 og þá eiga allir starfsmenn að fylgja kjarasamningum VR og Samtaka atvinnulífsins. „Þessi afstaða Heinemann sætir furðu þar sem það er grundvallarregla íslensks réttar að fólki sé frjálst að vera í því stéttarfélagi sem þeir kjósa,“ skrifar Kári. Ákvörðunin fari gegn stjórnarskrá Íslands Kári segir að ákvörðun Heinemann standist ekki lög þar sem Íslendingar hafa rétt á að velja sér stéttarfélag samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Lítur Sameyki svo á að um sé að ræða stórfellt inngrip í stjórnarskrárvarinn rétt núverandi og tilvonandi starfsfólks Heinemanns til aðildar að Sameyki og jafnframt samningsréttar starfsfólks um sín eigin kjör og mun Sameyki gera allt til að gæta að réttindum ykkar samkvæmt kjarasamningi og samkvæmt lögum.“ Þá vakni upp spurningar um réttindi félagsfólks og samningsumboð Sameykis. Óvíst er hvort starfsfólk Heinemann hafi veitt VR sérstakt umboð til þess að semja við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins um gerð kjarasamningsins. „Heinemann virðist því hafa tekið einhliða ákvörðun um að semja við VR og þessir aðilar hafa ákveðið sín á milli að kjarasamningur VR verði eini kjarasamningurinn sem gildi eftir 1. febrúar 2028,“ skrifar Kári. Ekki hafi verði framkvæmdur samanburður á réttindum félagsfólks VR og Sameykis og starfsfólk ekki upplýst um hvort réttindi þeirra hjá stéttarfélögunum séu sambærileg. Ekki fyrsta gagnrýnin á hendur Heinemann Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðferðir Heinemann hafa verið gagnrýndar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir íslenska framleiðendur á milli steins og sleggju vegna krafa rekstraraðilans. Hann lýsti því að forsvarsmenn Heinemann hefðu haft samband við íslenska framleiðendur sem selji vörur sínar í verslunum flugvallarins og krafist þess að framleiðendurnir lækkuðu verð sitt verulega. Annars væri óvíst hvort þeir fengju að selja vörurnar sínar á Keflavíkurflugvelli. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur í viðtali um málið. Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Verslun Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Í bréfi til félagsfólks Sameykis kemur fram að Sameyki hafi séð um gerð kjarasamninga fyrir starfsfólk verslananna frá árinu 1958. Þýska fyrirtækið Heinemann komi til með að taka yfir rekstur fríhafnarverslana og stefna á að gera frekar samning við VR. „Sameyki óskaði ítrekað eftir fundi með fyrirsvarsmönnum Heinemann til að ræða réttindi félagsfólks og haldinn var fundur á skrifstofu lögmanna Heinemann þann 15. apríl sl. Á fundinum var ljóst að Heinemann vildi komast undan kjarasamningi Sameykis,“ stendur í bréfinu sem undirritað er af Kári Sigurðssyni, formanni Sameykis. Á fundinum hafi einnig komið fram að forsvarsmenn Heinemann hyggjast gera kjarasamninga við VR og ætti nýráðið starfsfólk starfa eftir samningi þeirra á milli. Núverandi félagsfólk Sameykis fengi að velja hvort það haldi sig þar eða skipti yfir í VR. Samningur Sameykis myndi þó einungis gilda til 1. febrúar 2028 og þá eiga allir starfsmenn að fylgja kjarasamningum VR og Samtaka atvinnulífsins. „Þessi afstaða Heinemann sætir furðu þar sem það er grundvallarregla íslensks réttar að fólki sé frjálst að vera í því stéttarfélagi sem þeir kjósa,“ skrifar Kári. Ákvörðunin fari gegn stjórnarskrá Íslands Kári segir að ákvörðun Heinemann standist ekki lög þar sem Íslendingar hafa rétt á að velja sér stéttarfélag samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Lítur Sameyki svo á að um sé að ræða stórfellt inngrip í stjórnarskrárvarinn rétt núverandi og tilvonandi starfsfólks Heinemanns til aðildar að Sameyki og jafnframt samningsréttar starfsfólks um sín eigin kjör og mun Sameyki gera allt til að gæta að réttindum ykkar samkvæmt kjarasamningi og samkvæmt lögum.“ Þá vakni upp spurningar um réttindi félagsfólks og samningsumboð Sameykis. Óvíst er hvort starfsfólk Heinemann hafi veitt VR sérstakt umboð til þess að semja við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins um gerð kjarasamningsins. „Heinemann virðist því hafa tekið einhliða ákvörðun um að semja við VR og þessir aðilar hafa ákveðið sín á milli að kjarasamningur VR verði eini kjarasamningurinn sem gildi eftir 1. febrúar 2028,“ skrifar Kári. Ekki hafi verði framkvæmdur samanburður á réttindum félagsfólks VR og Sameykis og starfsfólk ekki upplýst um hvort réttindi þeirra hjá stéttarfélögunum séu sambærileg. Ekki fyrsta gagnrýnin á hendur Heinemann Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðferðir Heinemann hafa verið gagnrýndar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir íslenska framleiðendur á milli steins og sleggju vegna krafa rekstraraðilans. Hann lýsti því að forsvarsmenn Heinemann hefðu haft samband við íslenska framleiðendur sem selji vörur sínar í verslunum flugvallarins og krafist þess að framleiðendurnir lækkuðu verð sitt verulega. Annars væri óvíst hvort þeir fengju að selja vörurnar sínar á Keflavíkurflugvelli. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur í viðtali um málið.
Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Verslun Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira