Rosalegur ráshópur McIlroy Valur Páll Eiríksson skrifar 14. maí 2025 13:01 Það var langþráð þegar McIlroy gat loks klæðst græna jakkanum eftir sigur á Masters-mótinu fyrir mánuði síðan. Scottie Scheffler, sem hafði unnið mótið árinu áður, klæddi þann norður-írska í jakkann en þeir munu spila saman á fyrstu tveimur hringum PGA-meistaramótsins sem hefst á morgun. Michael Reaves/Getty Images PGA-meistaramótið í golfi hefst á morgun og mun gera það með látum. Skipuleggjendur mótsins hafa stillt svakalegri þrennu saman upp í ráshóp. Rory McIlroy, nýkrýndur sigurvegari á Masters-mótinu, mun vera í ráshópi með efsta manni heimslistans, Scottie Scheffler, og ríkjandi PGA-meistara, Xander Schauffele. Þessir þrír munu því spila saman fyrstu tvo hringi mótsins á Quail Hollow-vellinum í Norður-Karólínu. McIlroy vonast til að vinna annað risamótið í upphafi árs en síðastur til að vinna fyrstu tvö risamót ársins var Jordan Spieth árið 2015, sem vann þá Masters og US Open. Spieth á hins vegar eftir að vinna PGA-meistaramótið á sínum ferli. Hann vonast til að fagna sigri um helgina og feta þannig í fótspor McIlroy til að klára alslemmuna; að vinna öll risamótin fjögur á ferlinum. McIlroy kláraði alslemmuna með sigri sínum á Masters-mótinu á dögunum. Þessi þrenna, McIlroy, Scheffler og Schauffele munu ræsa klukkan 8:22 að staðartíma, klukkan 12:22 að íslenskum tíma. Það er skömmu eftir að bein útsending frá mótinu hefst á Vodafone Sport. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu hefst klukkan 12:00 á Vodafone Sport á morgun og mun standa yfir til klukkan 23:00. PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy, nýkrýndur sigurvegari á Masters-mótinu, mun vera í ráshópi með efsta manni heimslistans, Scottie Scheffler, og ríkjandi PGA-meistara, Xander Schauffele. Þessir þrír munu því spila saman fyrstu tvo hringi mótsins á Quail Hollow-vellinum í Norður-Karólínu. McIlroy vonast til að vinna annað risamótið í upphafi árs en síðastur til að vinna fyrstu tvö risamót ársins var Jordan Spieth árið 2015, sem vann þá Masters og US Open. Spieth á hins vegar eftir að vinna PGA-meistaramótið á sínum ferli. Hann vonast til að fagna sigri um helgina og feta þannig í fótspor McIlroy til að klára alslemmuna; að vinna öll risamótin fjögur á ferlinum. McIlroy kláraði alslemmuna með sigri sínum á Masters-mótinu á dögunum. Þessi þrenna, McIlroy, Scheffler og Schauffele munu ræsa klukkan 8:22 að staðartíma, klukkan 12:22 að íslenskum tíma. Það er skömmu eftir að bein útsending frá mótinu hefst á Vodafone Sport. Bein útsending frá PGA-meistaramótinu hefst klukkan 12:00 á Vodafone Sport á morgun og mun standa yfir til klukkan 23:00.
PGA-meistaramótið Golf Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira