Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar 16. maí 2025 08:01 Ég get ekki gefið einfalt svar við spurningunni sem er yfirskrift þessarar greinar, jafnvel þótt ég leiði tölvunarfræðideild í háskóla. Spurningin virðist einföld, en býr yfir dýpri merkingu en mörg gera sér grein fyrir. Það er vissulega gagnlegt að kunna að forrita – en það er ekki nóg á tímum gervigreindar. Reyndar hefur það aldrei verið nóg. Það sem er raunverulega gagnlegt er að öðlast hæfni sem tölvunarfræði veitir. Það sem skiptir máli eru hæfileikar eins og rökhugsun, sköpunargáfa og getan til að greina og leysa vandamál, því tölvukerfi geta verið gríðarlega flókin. Ekki síður skipta samskiptahæfileikar máli, vegna þess að þróun hugbúnaðar og tæknilausna fer nánast aldrei fram í einrúmi. Tölvunarfræðingar vinna oft í þverfaglegum teymum þar sem mikilvægt er að geta miðlað hugmyndum, hlustað á aðra og átt uppbyggileg samskipti. Þessir hæfileikar hafa ávallt verið mikilvægir – og eru það jafnvel enn frekar í heimi þar sem gervigreind getur skrifað forrit, búið til myndir og svarað spurningum með sannfærandi hætti. Tölvunarfræði hefur aldrei einungis snúist um að kunna ákveðið forritunarmál eða muna ákveðnar skipanir. Í tölvunarfræði lærir fólk hvernig tölvur virka, hvernig við getum nýtt þær til að leysa flókin vandamál og hvernig hanna má tæknilausnir sem eru bæði öflugar og öruggar. Í kjarna sínum snýst tölvunarfræði um að skilja og móta heiminn – ekki bara hamra á lyklaborðið og ýta á „Enter“. Hún býður nemendum tækifæri til að breyta samfélaginu til hins betra, hjálpa fólki og skapa verkfæri sem nýtast öðrum – hvort sem það eru notendavænar smáforritalausnir, gagnagreining í þágu læknavísinda, eða nýjar aðferðir til að miðla menningu og þekkingu. Það er líka pláss fyrir ólík áhugamál og nálganir innan greinarinnar. Sum vilja þróa sjálft fræðasviðið, þar með talið gervigreind, áfram með nýrri þekkingu og skilningi. Önnur nýta þau tól sem þegar eru til – eins og gagnavísindi, gervigreind, eða skýjalausnir – til að byggja hugbúnað sem þjónar fólki á margvíslegan hátt. Bæði hlutverkin eru jafn mikilvæg. Í dag, þegar gervigreind tekur yfir sífellt fleiri verk sem áður töldust háþróuð, þarf fólk sem getur skilgreint vandamál, metið samhengi og afleiðingar, og notað tæknina af skynsemi, innsæi og ábyrgð. Tölvunarfræði veitir þau verkfæri – og forritun er aðeins eitt þeirra. Gervigreind er ekki töfralausn, heldur nýtt tæki í verkfærakistu þeirra sem hafa haldgóða þekkingu á tölvunarfræði. Það er ekki spurning um hvort það sé gott að kunna að forrita, heldur hvort við kunnum að hugsa eins og tölvunarfræðingar – með forvitni, rökhugsun og frumleika. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Henning Arnór Úlfarsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Ég get ekki gefið einfalt svar við spurningunni sem er yfirskrift þessarar greinar, jafnvel þótt ég leiði tölvunarfræðideild í háskóla. Spurningin virðist einföld, en býr yfir dýpri merkingu en mörg gera sér grein fyrir. Það er vissulega gagnlegt að kunna að forrita – en það er ekki nóg á tímum gervigreindar. Reyndar hefur það aldrei verið nóg. Það sem er raunverulega gagnlegt er að öðlast hæfni sem tölvunarfræði veitir. Það sem skiptir máli eru hæfileikar eins og rökhugsun, sköpunargáfa og getan til að greina og leysa vandamál, því tölvukerfi geta verið gríðarlega flókin. Ekki síður skipta samskiptahæfileikar máli, vegna þess að þróun hugbúnaðar og tæknilausna fer nánast aldrei fram í einrúmi. Tölvunarfræðingar vinna oft í þverfaglegum teymum þar sem mikilvægt er að geta miðlað hugmyndum, hlustað á aðra og átt uppbyggileg samskipti. Þessir hæfileikar hafa ávallt verið mikilvægir – og eru það jafnvel enn frekar í heimi þar sem gervigreind getur skrifað forrit, búið til myndir og svarað spurningum með sannfærandi hætti. Tölvunarfræði hefur aldrei einungis snúist um að kunna ákveðið forritunarmál eða muna ákveðnar skipanir. Í tölvunarfræði lærir fólk hvernig tölvur virka, hvernig við getum nýtt þær til að leysa flókin vandamál og hvernig hanna má tæknilausnir sem eru bæði öflugar og öruggar. Í kjarna sínum snýst tölvunarfræði um að skilja og móta heiminn – ekki bara hamra á lyklaborðið og ýta á „Enter“. Hún býður nemendum tækifæri til að breyta samfélaginu til hins betra, hjálpa fólki og skapa verkfæri sem nýtast öðrum – hvort sem það eru notendavænar smáforritalausnir, gagnagreining í þágu læknavísinda, eða nýjar aðferðir til að miðla menningu og þekkingu. Það er líka pláss fyrir ólík áhugamál og nálganir innan greinarinnar. Sum vilja þróa sjálft fræðasviðið, þar með talið gervigreind, áfram með nýrri þekkingu og skilningi. Önnur nýta þau tól sem þegar eru til – eins og gagnavísindi, gervigreind, eða skýjalausnir – til að byggja hugbúnað sem þjónar fólki á margvíslegan hátt. Bæði hlutverkin eru jafn mikilvæg. Í dag, þegar gervigreind tekur yfir sífellt fleiri verk sem áður töldust háþróuð, þarf fólk sem getur skilgreint vandamál, metið samhengi og afleiðingar, og notað tæknina af skynsemi, innsæi og ábyrgð. Tölvunarfræði veitir þau verkfæri – og forritun er aðeins eitt þeirra. Gervigreind er ekki töfralausn, heldur nýtt tæki í verkfærakistu þeirra sem hafa haldgóða þekkingu á tölvunarfræði. Það er ekki spurning um hvort það sé gott að kunna að forrita, heldur hvort við kunnum að hugsa eins og tölvunarfræðingar – með forvitni, rökhugsun og frumleika. Höfundur er deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun