Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2025 07:30 Nokkrum klukkustundum eftir framlengdan oddaleik sem tryggði Haukum Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta var fyrirliðinn Þóra Kristín Jónsdóttir mætt til að sinna sinni vinnu sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International. Vísir/Samsett mynd „Maður hefur fleiri skyldum að gegna en á körfuboltavellinum,“ segir Þóra Kristín, fyrirliði Hauka sem varð í gær Íslandsmeistari með sínu liði, fagnaði því vel í kjölfarið og var svo mætt í hina vinnuna sína nokkrum klukkustundum síðar. Óvíst er á þessari stundu hvað tekur við á hennar ferli í boltanum en hjá Haukum líður henni vel. Oddaleikur Hauka og Njarðvíkur fór alla leið í framlengingu og var frábær auglýsing fyrir íslenskan körfubolta. Þóra Kristín lyfti þar Íslandsmeistaratitlinum ásamt liðsfélögum sínum í liði Hauka en eins og segir í lagi hjá hljómsveitinni Nýdönsk var djammað fram á nótt í kjölfarið en svo þurfti að mæta í vinnu daginn eftir. Skilin gerast vart skarpari? „Nei maður hefur skyldur á fleiri vígstöðvum heldur en á körfuboltavellinum. Ég mætti nú aðeins seinna til vinnu heldur en venjulega en gaman að koma hingað, þau mættu mörg hér á leikinn í og því gaman að hitta á þau og geta fagnað líka með þeim.“ Þóra Kristín starfar sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International, fyrirtæki sem hannar verksmiðjur sem binda koltvísýring í eldsneyti. Nærðu að halda einbeitingu hérna svona stuttu eftir að hafa tekið þátt í þessari geðveiki sem oddaleikurinn var? „Já en auðvitað er þetta erfitt, maður er á einhverju skýi, leyfir sér að vera þar í dag og mögulega eitthvað smá á morgun en svo þarf maður að fara sinna því sem að maður á að sinna.“ Lífið heldur áfram þrátt fyrir að maður sé Íslandsmeistari? „Já þetta er kannski heldur ekkert stærsti titillinn sem maður eignast í lífinu en auðvitað gaman. Maður þarf að sinna öðrum hlutum líka.“ Fagnaðarlátunum ekki lokið hjá Þóru og hennar liðsfélögum, framundan lokahóf og skemmtidagskrá um helgina. „Við fögnuðum vel eftir að hafa unnið og svo tekur bara við áframhaldandi fögnuður í dag og eitthvað um helgina. Skemmtileg vika framundan.“ Engar samningaviðræður hafnar Farsælu tímabili lokið en óvíst á þessari stundu hvað tekur við hjá Þóru Kristínu í boltanum. Hún skrifaði undir samning við Hauka í júlí árið 2023 sem er að renna sitt skeið. „Ég hef ekki farið í samningaviðræður við Hauka eða önnur félög. Mér líður vel á Ásvöllum, Haukar er mitt félag, sjáum hvað setur.“ Fyrir komuna aftur til Hauka hafði hún gert vel í Danmörku, orðið þar danskur meistari í tvígang sem og danskur bikarmeistari. Þú ert ekkert á leiðinni aftur út? „Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki með nein tilboð á borðinu eins og er en skoða það ef það kemur.“ Bónus-deild kvenna Haukar Körfubolti Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Oddaleikur Hauka og Njarðvíkur fór alla leið í framlengingu og var frábær auglýsing fyrir íslenskan körfubolta. Þóra Kristín lyfti þar Íslandsmeistaratitlinum ásamt liðsfélögum sínum í liði Hauka en eins og segir í lagi hjá hljómsveitinni Nýdönsk var djammað fram á nótt í kjölfarið en svo þurfti að mæta í vinnu daginn eftir. Skilin gerast vart skarpari? „Nei maður hefur skyldur á fleiri vígstöðvum heldur en á körfuboltavellinum. Ég mætti nú aðeins seinna til vinnu heldur en venjulega en gaman að koma hingað, þau mættu mörg hér á leikinn í og því gaman að hitta á þau og geta fagnað líka með þeim.“ Þóra Kristín starfar sem efnaverkfræðingur hjá Carbon Recycling International, fyrirtæki sem hannar verksmiðjur sem binda koltvísýring í eldsneyti. Nærðu að halda einbeitingu hérna svona stuttu eftir að hafa tekið þátt í þessari geðveiki sem oddaleikurinn var? „Já en auðvitað er þetta erfitt, maður er á einhverju skýi, leyfir sér að vera þar í dag og mögulega eitthvað smá á morgun en svo þarf maður að fara sinna því sem að maður á að sinna.“ Lífið heldur áfram þrátt fyrir að maður sé Íslandsmeistari? „Já þetta er kannski heldur ekkert stærsti titillinn sem maður eignast í lífinu en auðvitað gaman. Maður þarf að sinna öðrum hlutum líka.“ Fagnaðarlátunum ekki lokið hjá Þóru og hennar liðsfélögum, framundan lokahóf og skemmtidagskrá um helgina. „Við fögnuðum vel eftir að hafa unnið og svo tekur bara við áframhaldandi fögnuður í dag og eitthvað um helgina. Skemmtileg vika framundan.“ Engar samningaviðræður hafnar Farsælu tímabili lokið en óvíst á þessari stundu hvað tekur við hjá Þóru Kristínu í boltanum. Hún skrifaði undir samning við Hauka í júlí árið 2023 sem er að renna sitt skeið. „Ég hef ekki farið í samningaviðræður við Hauka eða önnur félög. Mér líður vel á Ásvöllum, Haukar er mitt félag, sjáum hvað setur.“ Fyrir komuna aftur til Hauka hafði hún gert vel í Danmörku, orðið þar danskur meistari í tvígang sem og danskur bikarmeistari. Þú ert ekkert á leiðinni aftur út? „Það verður bara að koma í ljós. Ég er ekki með nein tilboð á borðinu eins og er en skoða það ef það kemur.“
Bónus-deild kvenna Haukar Körfubolti Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira