Fótbolti

Bologna bikar­meistari eftir sigur á AC Milan

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hetja Bologna.
Hetja Bologna. Giuseppe Maffia/Getty Images

Bologna lagði AC Milan 1-0 í úrslitum ítölsku bikarkeppni karla.

Fyrir fram mátti búast við mjög jöfnum leik enda aðeins tvö stig sem skilja liðin að í 7. og 8. sæti Serie A, efstu deildar á Ítalíu. Það kom á daginn en segja má að leikurinn hafi verið stál í stál frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.

Þó svo að AC Milan hafi skapað sér örlítið betri færi þá var það Bologna sem stóð uppi sem bikarmeistari þökk sé sigurmarki Dan Ndoye á 53. mínútu. Var hann fyrstur til að átta sig þegar boltinn féll til hans í teignum.

Bologna getur ekki leyft sér að fagna um og of þar sem enn eru tvær umferðir eftir í Serie A og liðið í bullandi baráttu um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Sömu sögu er að segja af AC Milan en þarf geta menn ekki vorkennt sér of lengi eftir tap kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×