Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal, Yousef Ingi Tamimi og Magnús Magnússon skrifa 15. maí 2025 11:00 Í dag, 15. maí, er alþjóðlegur minningardagur um Nakba (ísl. Hörmungarnar). Nakba markar upphaf þjóðernishreinsana, landtöku, stríðsglæpa og mannréttindabrota Ísraels gagnvart palestínsku þjóðinni. Á árunum 1947-1949 myrtu Ísraelar 15.000 Palestínumenn og þvinguðu 750.000 manns frá þorpum sínum. Á þessum degi minnumst við fórnarlamba Nakba og allra þeirra sem hafa verið drepin síðustu 77 ár. Við hugsum til allra þeirra palestínsku barna sem hafa verið rænd framtíð sinni og þeirra barna sem nú eru í bráðri lífshættu vegna manngerðrar hungursneyðar og loftárása Ísraels. En það er ekki nóg að hugsa til þeirra - við verðum að standa með þeim. Hlýhugur mun ekki bjarga lífi þeirra, það gera bréfaskriftir og fordæmingar ekki heldur eins og við höfum séð síðustu 77 ár. Við verðum að grípa til aðgerða. Hörmungarnar halda áfram og hafa aldrei verið grimmari. Í fyrradag kynnti Benjamin Netanyahu lokalausn Ísraelsríkis og sagði að Gazaströndin yrði hernumin sama hvað, jafnvel þó öllum gíslum yrði sleppt. Palestínumenn yrðu drepnir eða reknir á flótta til að ná markmiðinu um að hernema Gaza. Þjóðarmorðið á Gaza snérist aldrei um frelsun gísla heldur landtöku og þjóðernishreinsanir, núna líkt og síðustu 77 ár. Lokalausn Ísraelsríkis inniheldur gróf brot á alþjóðalögum, hún er opinská yfirlýsing um ásetning um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við yfirlýsingu Netanyahu hafa verið engin. Þess í stað sendi Ísland palestínsku þjóðinni kaldar kveðjur í gær, rétt fyrir minningardag um Nakba með því að endurnýja samning við Rapyd, greiðslumiðlunarfyrirtæki sem styður þjóðarmorð og landtöku Ísraels með ráð og dáð. Í stað þess að bregðast við opinskárri yfirlýsingu um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir tók Ríkisútvarpið þátt í Eurovision við hlið Ísraels eins og ekkert væri. Íslendingar verða nú áfram neyddir til að eiga viðskipti við Rapyd til að greiða fyrir grunnþjónustu og Ríkisútvarp allra landsmanna tekur áfram virkan þátt í áróðursherferð Ísraela í Eurovision - ljær áróðri þeirra trúverðugleika og skjól. Stuðningur almennings á Íslandi við Palestínu er og hefur verið mikill. Það er brýnt að við, fólkið, höldum stuðningi okkar áfram, horfum ekki undan og krefjum íslensk stjórnvöld um alvöru aðgerðir, strax. Á laugardag munum við ganga fylktu liði í samstöðu með Palestínsku þjóðinni kl. 14:30 frá Bandaríska sendiráðinu, sendiráði þess lands sem gæti stöðvað Hörmungarnar með einu símtali. Þá liggur leið okkar niður á Austurvöll þar sem Páll Óskar mun ávarpa fjöldann og fyrrum Eurovision-farar Íslands munu leiða samsöng. Við krefjumst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið frá ríkisstjórninni og alþjóðasamfélaginu. Mætum. Sýnum ríkisstjórninni að við viljum ekki vera samsek í þjóðarmorði Ísraela með aðgerðaleysi og beinum fjárstuðningi í gegnum Rapyd. Við viljum ekki ljá áróðri Ísraela sannleiksgildi með því að taka þátt í Eurovision við hlið þeirra eins og ekkert sé eðlilegra. Stjórnvöld: við viljum að þið slítið stjórnmálasambandi við Ísrael. Setjið viðskiptaþvinganir á Ísrael og styðjið kæru Suður-Afríku hjá Alþjóðadómstólnum. Krefjist þess að Ísrael verði einangrað og útskúfað á alþjóðavettvangi þar til að Palestína verður frjáls undan hernámi Ísraels. Palestínska þjóðin á skilið frelsi og réttlæti - hún á skilið hugrekki okkar allra. Látum í okkur heyra í orðum og gjörðum: skrifum greinar, höfum samband við okkar kjörnu fulltrúa, sniðgöngum Ísrael. Mætum öll í kröfugöngu á laugardag. Krefjumst aðgerða áður en það verður of seint. Lifi frjáls Palestína! Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Yousef Ingi Tamimi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 15. maí, er alþjóðlegur minningardagur um Nakba (ísl. Hörmungarnar). Nakba markar upphaf þjóðernishreinsana, landtöku, stríðsglæpa og mannréttindabrota Ísraels gagnvart palestínsku þjóðinni. Á árunum 1947-1949 myrtu Ísraelar 15.000 Palestínumenn og þvinguðu 750.000 manns frá þorpum sínum. Á þessum degi minnumst við fórnarlamba Nakba og allra þeirra sem hafa verið drepin síðustu 77 ár. Við hugsum til allra þeirra palestínsku barna sem hafa verið rænd framtíð sinni og þeirra barna sem nú eru í bráðri lífshættu vegna manngerðrar hungursneyðar og loftárása Ísraels. En það er ekki nóg að hugsa til þeirra - við verðum að standa með þeim. Hlýhugur mun ekki bjarga lífi þeirra, það gera bréfaskriftir og fordæmingar ekki heldur eins og við höfum séð síðustu 77 ár. Við verðum að grípa til aðgerða. Hörmungarnar halda áfram og hafa aldrei verið grimmari. Í fyrradag kynnti Benjamin Netanyahu lokalausn Ísraelsríkis og sagði að Gazaströndin yrði hernumin sama hvað, jafnvel þó öllum gíslum yrði sleppt. Palestínumenn yrðu drepnir eða reknir á flótta til að ná markmiðinu um að hernema Gaza. Þjóðarmorðið á Gaza snérist aldrei um frelsun gísla heldur landtöku og þjóðernishreinsanir, núna líkt og síðustu 77 ár. Lokalausn Ísraelsríkis inniheldur gróf brot á alþjóðalögum, hún er opinská yfirlýsing um ásetning um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Viðbrögð íslenskra stjórnvalda við yfirlýsingu Netanyahu hafa verið engin. Þess í stað sendi Ísland palestínsku þjóðinni kaldar kveðjur í gær, rétt fyrir minningardag um Nakba með því að endurnýja samning við Rapyd, greiðslumiðlunarfyrirtæki sem styður þjóðarmorð og landtöku Ísraels með ráð og dáð. Í stað þess að bregðast við opinskárri yfirlýsingu um þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir tók Ríkisútvarpið þátt í Eurovision við hlið Ísraels eins og ekkert væri. Íslendingar verða nú áfram neyddir til að eiga viðskipti við Rapyd til að greiða fyrir grunnþjónustu og Ríkisútvarp allra landsmanna tekur áfram virkan þátt í áróðursherferð Ísraela í Eurovision - ljær áróðri þeirra trúverðugleika og skjól. Stuðningur almennings á Íslandi við Palestínu er og hefur verið mikill. Það er brýnt að við, fólkið, höldum stuðningi okkar áfram, horfum ekki undan og krefjum íslensk stjórnvöld um alvöru aðgerðir, strax. Á laugardag munum við ganga fylktu liði í samstöðu með Palestínsku þjóðinni kl. 14:30 frá Bandaríska sendiráðinu, sendiráði þess lands sem gæti stöðvað Hörmungarnar með einu símtali. Þá liggur leið okkar niður á Austurvöll þar sem Páll Óskar mun ávarpa fjöldann og fyrrum Eurovision-farar Íslands munu leiða samsöng. Við krefjumst aðgerða til að stöðva þjóðarmorðið frá ríkisstjórninni og alþjóðasamfélaginu. Mætum. Sýnum ríkisstjórninni að við viljum ekki vera samsek í þjóðarmorði Ísraela með aðgerðaleysi og beinum fjárstuðningi í gegnum Rapyd. Við viljum ekki ljá áróðri Ísraela sannleiksgildi með því að taka þátt í Eurovision við hlið þeirra eins og ekkert sé eðlilegra. Stjórnvöld: við viljum að þið slítið stjórnmálasambandi við Ísrael. Setjið viðskiptaþvinganir á Ísrael og styðjið kæru Suður-Afríku hjá Alþjóðadómstólnum. Krefjist þess að Ísrael verði einangrað og útskúfað á alþjóðavettvangi þar til að Palestína verður frjáls undan hernámi Ísraels. Palestínska þjóðin á skilið frelsi og réttlæti - hún á skilið hugrekki okkar allra. Látum í okkur heyra í orðum og gjörðum: skrifum greinar, höfum samband við okkar kjörnu fulltrúa, sniðgöngum Ísrael. Mætum öll í kröfugöngu á laugardag. Krefjumst aðgerða áður en það verður of seint. Lifi frjáls Palestína! Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar