Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. maí 2025 11:30 Stjórn ÍBV ásamt forsvarsmönnum UMFÍ og ÍSÍ þegar aðildarsamningur var undirritaður í Vestmannaeyjum. Íþróttabandalag Vestmannaeyja, ÍBV, er orðinn aðili að Ungmennafélagi Íslands, UMFÍ. Lýkur þar með vegferð sem hófst fyrir rúmum aldarfjórðungi, nú þegar öll íþróttafélög landsins eru orðin aðildarfélög UMFÍ. UMFÍ var stofnað árið 1907 sem landssamband ungmennafélaga landsins og fram að aldamótum, eingöngu ungmennafélaga. Þá sóttu íþróttabandalögin um aðild að UMFÍ. Síðasta aldarfjórðunginn hefur verið tekist á um aðild íþróttabandalaganna, sem eru sannarlega ekki ungmennafélög, en eftir langt ferli og breytingar á fjárúthlutunarreglum var þeim formlega hleypt inn í UMFÍ árið 2019. Aðildarumsóknir Íþróttabandalags Akraness (ÍA), Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) voru þá samþykktar. Í kjölfarið bættust við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH), Íþróttabandalag Suðurnesja (ÍS) og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB). Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ. ÍBV varð síðan í gær síðasta íþróttabandalagið til að ganga inn í UMFÍ, sem þýðir að öll 25 íþróttahéruð og aðildarfélögin tæplega 500 félög um allt land eru orðnir sambandsaðilar. Umfang UMFÍ hefur aukist til muna og talað um að iðkendafjöldi hafi hátt í tvöfaldast. „UMFÍ er búið að ná því að vera þessi landssamtök sem það stendur fyrir. Allt landið undir og þar með víðfeðmara og meiri kraftur“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í samtali við Vísi. Aðspurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir UMFÍ. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við höfum alltaf horft í það að vera grasrótarsamtök. Það skiptir okkur miklu máli að vera með fjölbreytni og víðtæka skírskotun. Þannig að þetta er mjög stórt, fyrir ungmennafélagshreyfinguna“ sagði Jóhann einnig. ÍSÍ Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
UMFÍ var stofnað árið 1907 sem landssamband ungmennafélaga landsins og fram að aldamótum, eingöngu ungmennafélaga. Þá sóttu íþróttabandalögin um aðild að UMFÍ. Síðasta aldarfjórðunginn hefur verið tekist á um aðild íþróttabandalaganna, sem eru sannarlega ekki ungmennafélög, en eftir langt ferli og breytingar á fjárúthlutunarreglum var þeim formlega hleypt inn í UMFÍ árið 2019. Aðildarumsóknir Íþróttabandalags Akraness (ÍA), Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) voru þá samþykktar. Í kjölfarið bættust við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH), Íþróttabandalag Suðurnesja (ÍS) og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB). Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ. ÍBV varð síðan í gær síðasta íþróttabandalagið til að ganga inn í UMFÍ, sem þýðir að öll 25 íþróttahéruð og aðildarfélögin tæplega 500 félög um allt land eru orðnir sambandsaðilar. Umfang UMFÍ hefur aukist til muna og talað um að iðkendafjöldi hafi hátt í tvöfaldast. „UMFÍ er búið að ná því að vera þessi landssamtök sem það stendur fyrir. Allt landið undir og þar með víðfeðmara og meiri kraftur“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í samtali við Vísi. Aðspurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir UMFÍ. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við höfum alltaf horft í það að vera grasrótarsamtök. Það skiptir okkur miklu máli að vera með fjölbreytni og víðtæka skírskotun. Þannig að þetta er mjög stórt, fyrir ungmennafélagshreyfinguna“ sagði Jóhann einnig.
Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ.
ÍSÍ Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn