Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 13:11 Ferðamenn fylgjast með ís hrynja úr Perito Moreno-skriðjöklinum af útsýnispalli. Vísir/Getty Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. Perito Moreno-skriðjökullinn gengur niður úr Patagóníuísbreiðunni, þeirri þriðju stærstu á jörðinni, í Argentínuvatn í argentínska hluta Patagóníu. Ferðamenn flykkjast þangað til að berja tuga metra háan og þverhníptan jaðar jökulsins augum, vongóðir um að sjá brot úr honum brotna og skella í vatnið. Nú segja jöklafræðingar og leiðsögumenn á svæðinu við Reuters-fréttastofuna að jökullinn kelfi hraðar og stærri brot hrynji úr honum en síðustu áratugi. „Kelfingarviðburðir af þessari stærð hafa ekki verið mjög algengir í Perito Moreno-jöklinum síðustu tuttugu árin. Það er bara síðustu fjögur til sex árin sem við höfum byrjaði að sjá borgarísjaka af þessari stærð,“ sagði Pablo Quinteros, leiðsögumaður við Jöklaþjóðgarðinn sem Perito Moreno tilheyrir í síðasta mánuði. Tröllvaxinn klumpur hrinur úr jaðri Perito Moreno-skriðjökulsins í argentínska hluta Patagóníu.Vísir/Getty Vísaði hann þar til allt að sjötíu metra hárra ísblokka sem fréttamenn Reuters sáu hrynja úr rönd jökulsins út í Argentínuvatn. Tók tíma að finna fyrir loftslagsbreytingunum Lucas Ruiz, argentínskur jöklafræðingur, segir að jökullinn hafi haldið velli meira eða minna undanfarin áttatíu ár sem sé óvenjulegt. Frá 2020 hafi hluti jökulsins hins vegar byrjað að hörfa. Hann gæti enn náð vopnum sínum aftur eins og hann hafi gert áður en hætta sé á að það herði frekar á hopinu en hitt. Frá 2015 hefur jökullinn stöðugt tapað massa. Loftslag við jökulinn hefur hlýnað um 0,06 gráður á áratug og dregið hefur úr úrkomu þannig að hann á erfiðara að bæta sér upp þann ís sem bráðnar og kelfir. „Málið með Perito Moreno er að það tók smá tíma fyrir hann að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ef svo má segja. Breytingarnar sem við sjáum núna sýna greinilega að þeim öflum sem takast þarna á hefur verið raskað og að jökullinn tapar núna bæði massa og flatarmáli,“ sagði Ruiz. Jöklar á jörðinni hopa nú hraðar en nokkru sinni áður í mælingarsögunni vegna þeirrar hnattræn hlýnunar sem menn valda nú með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum. Íslenskir jöklar rýrna hraðar en flestir aðrir. Argentína Loftslagsmál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Perito Moreno-skriðjökullinn gengur niður úr Patagóníuísbreiðunni, þeirri þriðju stærstu á jörðinni, í Argentínuvatn í argentínska hluta Patagóníu. Ferðamenn flykkjast þangað til að berja tuga metra háan og þverhníptan jaðar jökulsins augum, vongóðir um að sjá brot úr honum brotna og skella í vatnið. Nú segja jöklafræðingar og leiðsögumenn á svæðinu við Reuters-fréttastofuna að jökullinn kelfi hraðar og stærri brot hrynji úr honum en síðustu áratugi. „Kelfingarviðburðir af þessari stærð hafa ekki verið mjög algengir í Perito Moreno-jöklinum síðustu tuttugu árin. Það er bara síðustu fjögur til sex árin sem við höfum byrjaði að sjá borgarísjaka af þessari stærð,“ sagði Pablo Quinteros, leiðsögumaður við Jöklaþjóðgarðinn sem Perito Moreno tilheyrir í síðasta mánuði. Tröllvaxinn klumpur hrinur úr jaðri Perito Moreno-skriðjökulsins í argentínska hluta Patagóníu.Vísir/Getty Vísaði hann þar til allt að sjötíu metra hárra ísblokka sem fréttamenn Reuters sáu hrynja úr rönd jökulsins út í Argentínuvatn. Tók tíma að finna fyrir loftslagsbreytingunum Lucas Ruiz, argentínskur jöklafræðingur, segir að jökullinn hafi haldið velli meira eða minna undanfarin áttatíu ár sem sé óvenjulegt. Frá 2020 hafi hluti jökulsins hins vegar byrjað að hörfa. Hann gæti enn náð vopnum sínum aftur eins og hann hafi gert áður en hætta sé á að það herði frekar á hopinu en hitt. Frá 2015 hefur jökullinn stöðugt tapað massa. Loftslag við jökulinn hefur hlýnað um 0,06 gráður á áratug og dregið hefur úr úrkomu þannig að hann á erfiðara að bæta sér upp þann ís sem bráðnar og kelfir. „Málið með Perito Moreno er að það tók smá tíma fyrir hann að finna fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, ef svo má segja. Breytingarnar sem við sjáum núna sýna greinilega að þeim öflum sem takast þarna á hefur verið raskað og að jökullinn tapar núna bæði massa og flatarmáli,“ sagði Ruiz. Jöklar á jörðinni hopa nú hraðar en nokkru sinni áður í mælingarsögunni vegna þeirrar hnattræn hlýnunar sem menn valda nú með stórfelldri losun á gróðurhúsalofttegundum. Íslenskir jöklar rýrna hraðar en flestir aðrir.
Argentína Loftslagsmál Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira