Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2025 17:50 Mótmælandi sést hér bera palestínska fánann á æfingunni í dag. Getty/Harold Cunningham Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar. Öryggisteymi hafi fljótlega fundið fólkið og í kjölfarið fylgt þeim út úr salnum. Á ljósmyndum af atvikinu má sjá fólk bera palestínska fánann á meðan tónlistarkonan Raphael flutti lagið New Day Will Rise. Sjálf lifði hún af hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Einnig mátti sjá ísraelska fánann í áhorfendaskaranum.Getty/Harold Cunningham Þátttöku Ísrael í Eurovision var einnig mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum á mánudag. Ísraelski hópurinn sendi kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir að ungur maður dró fingur eftir hálsi sér á meðan hann horfði í átt að vagni hópsins og hrækti í kjölfarið í áttina að honum. Talað fyrir því að Ísrael verði vísað úr keppni Þátttaka Ísraels í Eurovision hefur reynst umdeild síðustu ár vegna stríðsreksturs ísraelskra stjórnvalda á Gasa sem hefur leitt af sér gríðarmikið mannfall og eyðileggingu auk ásakana um stríðsglæpi. Dæmi eru um að önnur þátttökuríki hafi talað fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka líkt og gerðist við Rússa eftir allsherjarinnrás þeirra inn í Úkraínu árið 2022. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, hefur sagt að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í keppninni og kallað eftir því að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Írsku, spænsku og slóvensku almannamiðlarnir hafa einnig kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni á vettvangi EBU vegna stríðsrekstursins á Gasa. Fréttin hefur verið uppfærð. Eurovision Ísrael Eurovision 2025 Tengdar fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. 22. apríl 2025 19:02 Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. 6. maí 2025 20:30 Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. 8. maí 2025 07:33 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum keppninnar. Öryggisteymi hafi fljótlega fundið fólkið og í kjölfarið fylgt þeim út úr salnum. Á ljósmyndum af atvikinu má sjá fólk bera palestínska fánann á meðan tónlistarkonan Raphael flutti lagið New Day Will Rise. Sjálf lifði hún af hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023. Einnig mátti sjá ísraelska fánann í áhorfendaskaranum.Getty/Harold Cunningham Þátttöku Ísrael í Eurovision var einnig mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum á mánudag. Ísraelski hópurinn sendi kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) eftir að ungur maður dró fingur eftir hálsi sér á meðan hann horfði í átt að vagni hópsins og hrækti í kjölfarið í áttina að honum. Talað fyrir því að Ísrael verði vísað úr keppni Þátttaka Ísraels í Eurovision hefur reynst umdeild síðustu ár vegna stríðsreksturs ísraelskra stjórnvalda á Gasa sem hefur leitt af sér gríðarmikið mannfall og eyðileggingu auk ásakana um stríðsglæpi. Dæmi eru um að önnur þátttökuríki hafi talað fyrir því að Ísrael verði meinuð þátttaka líkt og gerðist við Rússa eftir allsherjarinnrás þeirra inn í Úkraínu árið 2022. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra Íslands, hefur sagt að henni þyki óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í keppninni og kallað eftir því að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU). Írsku, spænsku og slóvensku almannamiðlarnir hafa einnig kallað eftir umræðu um þátttöku Ísraels í keppninni á vettvangi EBU vegna stríðsrekstursins á Gasa. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eurovision Ísrael Eurovision 2025 Tengdar fréttir Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. 22. apríl 2025 19:02 Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. 6. maí 2025 20:30 Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. 8. maí 2025 07:33 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Sjá meira
Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. 22. apríl 2025 19:02
Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. 6. maí 2025 20:30
Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. 8. maí 2025 07:33