Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 15. maí 2025 21:00 Nú erum við að verða vitni að þjóðarmorði í beinni útsendingu. Á tækniöld gætu mál ekki verið skýrari hvað það varðar. Gaza er vettvangurinn og þar standa yfir fólksflutningar, landtaka, árásir á sjúkrahús, sveltun á fólki o.s.frv. Allt er þetta óefað og skýrt fyrir alla þá sem vilja sjá. Og ísraelsk stjórnvöld einfaldlega búin að lýsa þessu yfir. Það á bókstaflega að strauja Gaza og flæma fólk þaðan með illu. Upptökin að öllum þessum hörmungum eru líka ljós, fyrir alla þá sem búa yfir meðalfærni í gúggli. Nei, ekki er það hryðjuverkaárás af hendi Hamas, heldur er þetta búið að vera á dagskrá í 100 ár. Nú er verið að setja síðasta fasann í gang. Lokalausnin er í sjónmáli. Bandaríkin leyfa þessu að gerast og stuðla reyndar meðvitað að þessu. Eru með lamað SÞ í heljargreipum, líkt og með öll samtök og sjálfboðaliða sem reyna að koma bágstöddum á Gaza til hjálpar. Það er beinlínis hörmulegt að horfa upp á þessa grimmd, þessa illsku. Meginstraumsmeðvitund um þetta brjálæði er aðeins að aukast, en allt kemur fyrir ekki. Og þetta verður einfaldlega látið gerast. Sanniði til. Að fólk vogi sér síðan að saka einstaklinga sem hreyfa andmælum við þessum hryllingi um Gyðingaandúð! Skammist ykkar! Þetta er algerlega óþolandi smjörklípa. Hér er eitt ríki, öflugt og besti vinur aðal, að ráðast gegn öðru ríki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Með öllum þeim stríðsklækjum sem þekkst hafa um örófir alda. Það er það sem er að gerast. Hættið að snúa út úr. Horfið, skiljið og bregðist við. Eins og manneskjur! Þar eru engar hendingar hér, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Allar alþjóðasamþykktir eru ítrekað látnar lönd og leið hjá Ísrael. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 50.000 manns í valnum, 120.000 særðir. Húsnæði teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk rekið af heimilum, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús hafa verið sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. En ekkert er aðhafst. Mennska er aldrei valkvæð. Þetta er fólk eins og ég þú og á sinn sjálfsagða rétt til viðunandi lífs. Mótmælum, öll sem eitt, þessum glæpum! Höfundur er tónlistar- og félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Nú erum við að verða vitni að þjóðarmorði í beinni útsendingu. Á tækniöld gætu mál ekki verið skýrari hvað það varðar. Gaza er vettvangurinn og þar standa yfir fólksflutningar, landtaka, árásir á sjúkrahús, sveltun á fólki o.s.frv. Allt er þetta óefað og skýrt fyrir alla þá sem vilja sjá. Og ísraelsk stjórnvöld einfaldlega búin að lýsa þessu yfir. Það á bókstaflega að strauja Gaza og flæma fólk þaðan með illu. Upptökin að öllum þessum hörmungum eru líka ljós, fyrir alla þá sem búa yfir meðalfærni í gúggli. Nei, ekki er það hryðjuverkaárás af hendi Hamas, heldur er þetta búið að vera á dagskrá í 100 ár. Nú er verið að setja síðasta fasann í gang. Lokalausnin er í sjónmáli. Bandaríkin leyfa þessu að gerast og stuðla reyndar meðvitað að þessu. Eru með lamað SÞ í heljargreipum, líkt og með öll samtök og sjálfboðaliða sem reyna að koma bágstöddum á Gaza til hjálpar. Það er beinlínis hörmulegt að horfa upp á þessa grimmd, þessa illsku. Meginstraumsmeðvitund um þetta brjálæði er aðeins að aukast, en allt kemur fyrir ekki. Og þetta verður einfaldlega látið gerast. Sanniði til. Að fólk vogi sér síðan að saka einstaklinga sem hreyfa andmælum við þessum hryllingi um Gyðingaandúð! Skammist ykkar! Þetta er algerlega óþolandi smjörklípa. Hér er eitt ríki, öflugt og besti vinur aðal, að ráðast gegn öðru ríki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Með öllum þeim stríðsklækjum sem þekkst hafa um örófir alda. Það er það sem er að gerast. Hættið að snúa út úr. Horfið, skiljið og bregðist við. Eins og manneskjur! Þar eru engar hendingar hér, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Allar alþjóðasamþykktir eru ítrekað látnar lönd og leið hjá Ísrael. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 50.000 manns í valnum, 120.000 særðir. Húsnæði teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk rekið af heimilum, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús hafa verið sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. En ekkert er aðhafst. Mennska er aldrei valkvæð. Þetta er fólk eins og ég þú og á sinn sjálfsagða rétt til viðunandi lífs. Mótmælum, öll sem eitt, þessum glæpum! Höfundur er tónlistar- og félagsfræðingur
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun