Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 15. maí 2025 21:00 Nú erum við að verða vitni að þjóðarmorði í beinni útsendingu. Á tækniöld gætu mál ekki verið skýrari hvað það varðar. Gaza er vettvangurinn og þar standa yfir fólksflutningar, landtaka, árásir á sjúkrahús, sveltun á fólki o.s.frv. Allt er þetta óefað og skýrt fyrir alla þá sem vilja sjá. Og ísraelsk stjórnvöld einfaldlega búin að lýsa þessu yfir. Það á bókstaflega að strauja Gaza og flæma fólk þaðan með illu. Upptökin að öllum þessum hörmungum eru líka ljós, fyrir alla þá sem búa yfir meðalfærni í gúggli. Nei, ekki er það hryðjuverkaárás af hendi Hamas, heldur er þetta búið að vera á dagskrá í 100 ár. Nú er verið að setja síðasta fasann í gang. Lokalausnin er í sjónmáli. Bandaríkin leyfa þessu að gerast og stuðla reyndar meðvitað að þessu. Eru með lamað SÞ í heljargreipum, líkt og með öll samtök og sjálfboðaliða sem reyna að koma bágstöddum á Gaza til hjálpar. Það er beinlínis hörmulegt að horfa upp á þessa grimmd, þessa illsku. Meginstraumsmeðvitund um þetta brjálæði er aðeins að aukast, en allt kemur fyrir ekki. Og þetta verður einfaldlega látið gerast. Sanniði til. Að fólk vogi sér síðan að saka einstaklinga sem hreyfa andmælum við þessum hryllingi um Gyðingaandúð! Skammist ykkar! Þetta er algerlega óþolandi smjörklípa. Hér er eitt ríki, öflugt og besti vinur aðal, að ráðast gegn öðru ríki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Með öllum þeim stríðsklækjum sem þekkst hafa um örófir alda. Það er það sem er að gerast. Hættið að snúa út úr. Horfið, skiljið og bregðist við. Eins og manneskjur! Þar eru engar hendingar hér, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Allar alþjóðasamþykktir eru ítrekað látnar lönd og leið hjá Ísrael. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 50.000 manns í valnum, 120.000 særðir. Húsnæði teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk rekið af heimilum, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús hafa verið sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. En ekkert er aðhafst. Mennska er aldrei valkvæð. Þetta er fólk eins og ég þú og á sinn sjálfsagða rétt til viðunandi lífs. Mótmælum, öll sem eitt, þessum glæpum! Höfundur er tónlistar- og félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Eggert Thoroddsen Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú erum við að verða vitni að þjóðarmorði í beinni útsendingu. Á tækniöld gætu mál ekki verið skýrari hvað það varðar. Gaza er vettvangurinn og þar standa yfir fólksflutningar, landtaka, árásir á sjúkrahús, sveltun á fólki o.s.frv. Allt er þetta óefað og skýrt fyrir alla þá sem vilja sjá. Og ísraelsk stjórnvöld einfaldlega búin að lýsa þessu yfir. Það á bókstaflega að strauja Gaza og flæma fólk þaðan með illu. Upptökin að öllum þessum hörmungum eru líka ljós, fyrir alla þá sem búa yfir meðalfærni í gúggli. Nei, ekki er það hryðjuverkaárás af hendi Hamas, heldur er þetta búið að vera á dagskrá í 100 ár. Nú er verið að setja síðasta fasann í gang. Lokalausnin er í sjónmáli. Bandaríkin leyfa þessu að gerast og stuðla reyndar meðvitað að þessu. Eru með lamað SÞ í heljargreipum, líkt og með öll samtök og sjálfboðaliða sem reyna að koma bágstöddum á Gaza til hjálpar. Það er beinlínis hörmulegt að horfa upp á þessa grimmd, þessa illsku. Meginstraumsmeðvitund um þetta brjálæði er aðeins að aukast, en allt kemur fyrir ekki. Og þetta verður einfaldlega látið gerast. Sanniði til. Að fólk vogi sér síðan að saka einstaklinga sem hreyfa andmælum við þessum hryllingi um Gyðingaandúð! Skammist ykkar! Þetta er algerlega óþolandi smjörklípa. Hér er eitt ríki, öflugt og besti vinur aðal, að ráðast gegn öðru ríki sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér. Með öllum þeim stríðsklækjum sem þekkst hafa um örófir alda. Það er það sem er að gerast. Hættið að snúa út úr. Horfið, skiljið og bregðist við. Eins og manneskjur! Þar eru engar hendingar hér, heldur meðvituð keyrsla á eyðileggingu, ofbeldi og upprætingu. Allar alþjóðasamþykktir eru ítrekað látnar lönd og leið hjá Ísrael. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 50.000 manns í valnum, 120.000 særðir. Húsnæði teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk rekið af heimilum, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús hafa verið sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. En ekkert er aðhafst. Mennska er aldrei valkvæð. Þetta er fólk eins og ég þú og á sinn sjálfsagða rétt til viðunandi lífs. Mótmælum, öll sem eitt, þessum glæpum! Höfundur er tónlistar- og félagsfræðingur
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar