Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2025 15:33 Sandra María Jessen skoraði tvö mörk í dag. Vísir/Ernir Þór/KA hafði betur gegn Fram í 6.umferð Bestu deildar kvenna í dag. 3-1 sigur gestanna sem sýndu ákefð og gæði í sóknarleiknum með frammistöðu sinni í dag. Leikurinn byrjaði jafnt en stelpurnar í Þór/KA náðu fljótlega undirtökunum í leiknum. Á 20. mínútu skoraði Amalía Árnadóttir glæsilegt mark eftir þríhyrningsspil við Söndru Maríu Jessen. Skot Amalíu lenti fyrst í stönginni en hún fylgdi eftir og skoraði. Sandra María Jessen var svo á ferðinni á 30. mínútu þegar hún skoraði eftir stórkostlega utanfótar sendingu frá Henríettu Ágústsdóttur. Á 31. mínútu leiksins braut Alda Ólafsdóttir á Henríettu Ágústsdóttir og hlaut gult spjald fyrir brotið. Henríetta lá eftir og þurfti á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda en hélt þó áfram leiknum. Strax á fyrstu mínútu í seinni hálfleik þurfti hún þó að sætta sig við það að setjast í grasið og var í kjölfarið tekin útaf. Bæði lið héldu áfram að sækja í leit að marki sem kom á fimmtu mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Murielle Tiernan skoraði þá í þaknetið eftir aukaspyrnu sem datt fyrir Mackenzie Elyze Smith sem sendi boltann fyrir markið á Murielle Tiernan. Á 60. Mínútu skorar Sandra María Jessen síðan sitt seinna mark með föstum skalla eftir fyrirgjöf frá Angelu Mary Helgadóttur. Þór/KA var sterkari aðilinn í leiknum og vann að lokum verðskuldaðan 3-1 sigur. Atvik leiksins Fyrsta mark Þór/KA setti tóninn í leiknum og eftir það tóku gestirnir völdin og sýndu mikinn kraft í sóknarleiknum. Stjörnur og skúrkar Maður leiksins er Sandra María Jessen með tvö mörk og eina stoðsendingu. Sóknarlínan hjá Þór/KA var frábær, Hulda Ósk Jónsdóttir var að gera góða hluti á hægri kantinum og kom sér fram hjá öllum leikmönnum sem reyndu að standa í vegi hennar. Henríetta Ágústsdóttir var virkilega örugg í öllum horn og aukaspyrnum og því má segja að það sé afar vont fyrir Þór/KA að missa hana í meiðsli. Lily Anna Farkas fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk og Dominiqe Evangeline Bond-Flasza fékk gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að það var búið að dæma aukaspyrnu. Á 90. mínútu leiksins fer Dominiqe svo í hættulega tæklingu en slapp við annað gult spjald. Tvö ódýr og óþarfa spjöld hjá Fram. Dómarar Guðni Páll Kristjánsson, Steinar Stephensen og Eydís Ragna Einarsdóttir héldu þokkalega utan um leikinn í dag. Engin sérstök atvik eða vafamál og hélt leikurinn góðu flæði. Stemning og umgjörð Góð stemning hérna í Grafarholtinu og gátu stuðningsmenn beggja liða notið sín í sólinni í stúkunni. Það heyrðist vel í stuðningsmönnunum en eins og ég hef sagt áður og mun segja aftur er að það vantar fleira fólk á leikina. Það voru svo algjörir englar sem sáu um að við fengum mat og drykk í blaðamannastúkunni. Besta deild kvenna Fram Þór Akureyri KA
Þór/KA hafði betur gegn Fram í 6.umferð Bestu deildar kvenna í dag. 3-1 sigur gestanna sem sýndu ákefð og gæði í sóknarleiknum með frammistöðu sinni í dag. Leikurinn byrjaði jafnt en stelpurnar í Þór/KA náðu fljótlega undirtökunum í leiknum. Á 20. mínútu skoraði Amalía Árnadóttir glæsilegt mark eftir þríhyrningsspil við Söndru Maríu Jessen. Skot Amalíu lenti fyrst í stönginni en hún fylgdi eftir og skoraði. Sandra María Jessen var svo á ferðinni á 30. mínútu þegar hún skoraði eftir stórkostlega utanfótar sendingu frá Henríettu Ágústsdóttur. Á 31. mínútu leiksins braut Alda Ólafsdóttir á Henríettu Ágústsdóttir og hlaut gult spjald fyrir brotið. Henríetta lá eftir og þurfti á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda en hélt þó áfram leiknum. Strax á fyrstu mínútu í seinni hálfleik þurfti hún þó að sætta sig við það að setjast í grasið og var í kjölfarið tekin útaf. Bæði lið héldu áfram að sækja í leit að marki sem kom á fimmtu mínútu í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Murielle Tiernan skoraði þá í þaknetið eftir aukaspyrnu sem datt fyrir Mackenzie Elyze Smith sem sendi boltann fyrir markið á Murielle Tiernan. Á 60. Mínútu skorar Sandra María Jessen síðan sitt seinna mark með föstum skalla eftir fyrirgjöf frá Angelu Mary Helgadóttur. Þór/KA var sterkari aðilinn í leiknum og vann að lokum verðskuldaðan 3-1 sigur. Atvik leiksins Fyrsta mark Þór/KA setti tóninn í leiknum og eftir það tóku gestirnir völdin og sýndu mikinn kraft í sóknarleiknum. Stjörnur og skúrkar Maður leiksins er Sandra María Jessen með tvö mörk og eina stoðsendingu. Sóknarlínan hjá Þór/KA var frábær, Hulda Ósk Jónsdóttir var að gera góða hluti á hægri kantinum og kom sér fram hjá öllum leikmönnum sem reyndu að standa í vegi hennar. Henríetta Ágústsdóttir var virkilega örugg í öllum horn og aukaspyrnum og því má segja að það sé afar vont fyrir Þór/KA að missa hana í meiðsli. Lily Anna Farkas fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk og Dominiqe Evangeline Bond-Flasza fékk gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að það var búið að dæma aukaspyrnu. Á 90. mínútu leiksins fer Dominiqe svo í hættulega tæklingu en slapp við annað gult spjald. Tvö ódýr og óþarfa spjöld hjá Fram. Dómarar Guðni Páll Kristjánsson, Steinar Stephensen og Eydís Ragna Einarsdóttir héldu þokkalega utan um leikinn í dag. Engin sérstök atvik eða vafamál og hélt leikurinn góðu flæði. Stemning og umgjörð Góð stemning hérna í Grafarholtinu og gátu stuðningsmenn beggja liða notið sín í sólinni í stúkunni. Það heyrðist vel í stuðningsmönnunum en eins og ég hef sagt áður og mun segja aftur er að það vantar fleira fólk á leikina. Það voru svo algjörir englar sem sáu um að við fengum mat og drykk í blaðamannastúkunni.
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast