Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 10:00 Jhonattan Vegas lenti í glompu við átjándu flötina í gær og missti á endanum tvö af fjórum höggum sem hann hafði í forskot á næstu kylfinga. Getty/Alex Slitz Það ríkir mikil spenna á PGA-meistaramótinu eftir tvo daga af fjórum. Venesúelabúinn Jhonattan Vegas er óvænt efstur en hann var stálheppinn á næstsíðustu holunni í gær. Suður-Kóreubúinn Si Woo Kim setti met þegar hann náði holu í höggi og er í toppbaráttunni. Vegas er efstur á samtals -8 höggum en það er fyrst og fremst út af mögnuðum fyrsta hring sem hann lék á -7 höggum. Hann hefði mögulega getað misst toppsætið ef hann hefði ekki verið heppinn með það hvernig boltinn skoppaði í hrífu sem lá við sautjándu flötina, og þaðan inn á flötina. Jhonattan Vegas gets an amazing bounce off the RAKE on 17. 😳🎥 @PGAChampionship | #PGAChamppic.twitter.com/uV8jjizlEZ— Golf Channel (@GolfChannel) May 16, 2025 Þrátt fyrir þessa heppni þá lauk hringnum illa hjá Vegas því hann fékk svo tvöfaldan skolla á síðustu holunni og lauk hringnum því samtals á -1 höggi. Hann var þó ánægður með að vera enn í efsta sæti á risamóti: „Þetta er nú ástæðan fyrir allri vinnunni sem maður leggur í þetta. Maður gerir þetta til að hafa tækifæri á einhverju svona. Því miður hefur mér ekki tekist það í gegnum ferilinn en maður veit aldrei. Maður verður bara að stíga á bensíngjöfina áfram, halda ró sinni og leggja hart að sér. Það er aldrei að vita hvenær hlutirnir byrja að falla með manni,“ sagði Vegas sem unnið hefur fjögur mót á PGA-mótaröðinni en best náð 22. sæti á risamóti. Si Woo Kim setti met þegar hann fór holu í höggi á sjöttu holu, með því að slá um 230 metra en það er lengsta vegalengd sem skilað hefur holu í höggi á risamóti. Hann fagnaði þessu ákaft og var svo fljótur að benda á það í viðtölum eftir hringinn að hann hefði átt gamla metið, frá því á Opna breska mótinu í fyrra. 🚨 ACE ALERT 🚨Si Woo Kim just made a hole-in-one from 252 yards on the 6th hole! 🙌#PGAChamp pic.twitter.com/o3HDWlfRIQ— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2025 Kim er einn þriggja sem deila 2. sæti á -6 höggum en hinir eru Matthieu Pavon og Matt Fitzpatrick. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er svo á -5 höggum líkt og Max Homa, en stöðuna má sjá hér. Rory McIlroy og Xander Schauffele þurfa hins vegar að hlaða í hálfgerða flugeldasýningu í dag og á morgun því þeir rétt komust í gegnum niðurskurðinn og eru á +1 höggi. Á meðal þeirra sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn voru Jordan Spieth, Justin Thomas, Ludvig Åberg og Brooks Koepka að ógleymdum Shane Lowry sem var vægast sagt reiður í gær þegar boltinn hans sökk í holu á áttundu braut en hann endaði einu höggi frá niðurskurðarlínunni. PGA-meistaramótið er sýnt á Vodafone Sport og hefst bein útsending í dag, laugardag, klukkan 18. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Vegas er efstur á samtals -8 höggum en það er fyrst og fremst út af mögnuðum fyrsta hring sem hann lék á -7 höggum. Hann hefði mögulega getað misst toppsætið ef hann hefði ekki verið heppinn með það hvernig boltinn skoppaði í hrífu sem lá við sautjándu flötina, og þaðan inn á flötina. Jhonattan Vegas gets an amazing bounce off the RAKE on 17. 😳🎥 @PGAChampionship | #PGAChamppic.twitter.com/uV8jjizlEZ— Golf Channel (@GolfChannel) May 16, 2025 Þrátt fyrir þessa heppni þá lauk hringnum illa hjá Vegas því hann fékk svo tvöfaldan skolla á síðustu holunni og lauk hringnum því samtals á -1 höggi. Hann var þó ánægður með að vera enn í efsta sæti á risamóti: „Þetta er nú ástæðan fyrir allri vinnunni sem maður leggur í þetta. Maður gerir þetta til að hafa tækifæri á einhverju svona. Því miður hefur mér ekki tekist það í gegnum ferilinn en maður veit aldrei. Maður verður bara að stíga á bensíngjöfina áfram, halda ró sinni og leggja hart að sér. Það er aldrei að vita hvenær hlutirnir byrja að falla með manni,“ sagði Vegas sem unnið hefur fjögur mót á PGA-mótaröðinni en best náð 22. sæti á risamóti. Si Woo Kim setti met þegar hann fór holu í höggi á sjöttu holu, með því að slá um 230 metra en það er lengsta vegalengd sem skilað hefur holu í höggi á risamóti. Hann fagnaði þessu ákaft og var svo fljótur að benda á það í viðtölum eftir hringinn að hann hefði átt gamla metið, frá því á Opna breska mótinu í fyrra. 🚨 ACE ALERT 🚨Si Woo Kim just made a hole-in-one from 252 yards on the 6th hole! 🙌#PGAChamp pic.twitter.com/o3HDWlfRIQ— PGA Championship (@PGAChampionship) May 16, 2025 Kim er einn þriggja sem deila 2. sæti á -6 höggum en hinir eru Matthieu Pavon og Matt Fitzpatrick. Efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler, er svo á -5 höggum líkt og Max Homa, en stöðuna má sjá hér. Rory McIlroy og Xander Schauffele þurfa hins vegar að hlaða í hálfgerða flugeldasýningu í dag og á morgun því þeir rétt komust í gegnum niðurskurðinn og eru á +1 höggi. Á meðal þeirra sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn voru Jordan Spieth, Justin Thomas, Ludvig Åberg og Brooks Koepka að ógleymdum Shane Lowry sem var vægast sagt reiður í gær þegar boltinn hans sökk í holu á áttundu braut en hann endaði einu höggi frá niðurskurðarlínunni. PGA-meistaramótið er sýnt á Vodafone Sport og hefst bein útsending í dag, laugardag, klukkan 18.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira