Lífið

Austur­ríki sigur­vegari Euro­vision 2025

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Hinn austurríski JJ, sem heitir réttu nafni Johannes Pietsch, sigraði Eurovision í ár fyrir hönd Austurríkis.
Hinn austurríski JJ, sem heitir réttu nafni Johannes Pietsch, sigraði Eurovision í ár fyrir hönd Austurríkis.

Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum.

Austurríki tók snemma forystu í stigagjöf dómara og hlaut á endanum 258, langt á undan næsta landi, Sviss, sem fékk 214. Austurríki fékk síðan 178 frá almenningi sem tryggði þeim á endanum sigur með 436. Ísrael hafnaði í öðru sæti með 357 stig og Eistland í því þriðja með 356 stig.

Austurríki vann síðast Eurovision árið 2015 þegar Conchita Wurst söng lagið „Rise Like a Phoenix“ og þar áður árið 1966 þegar Udo Jürgens söng „Merci, Chérie“.

Hér að neðan má sjá flutning JJ á úrslitakvöldinu í kvöld:

Austurríki fóru snemma í annað sæti hjá veðbönkum, í raun rétt eftir að „Wasted Love“ kom út í byrjun mars. Vefsíðan Eurovisionworld tekur saman vinningslíkur allra keppenda frá veðbönkum vítt og breitt um heim og þar voru vinningslíkur Austurríkis metnar sem 21 prósent á keppnisdag.


Tengdar fréttir

Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel

Úrslitakvöld Eurovision fer fram í Basel í kvöld. Ísland er með á úrslitakvöldinu í fyrsta sinn síðan árið 2022 og eru bræðurnir í Væb og dansarar þeirra þeir tíundu á svið. Fylgst verður með gangi mála í vaktinni neðst í fréttinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.