Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2025 13:03 Iliman Ndiaye skoraði bæði mörkin í leiknum, síðustu mörkin sem karlalið Everton mun skora í Guttagarði. Richard Heathcote/Getty Images Stórkostleg stemning myndaðist og stóð yfir síðasta leik karlaliðs Everton í Guttagarði, Goodison Park, í 2-0 sigri gegn Southampton. Iliman Ndiaye skoraði bæði mörkin. Karlalið Everton mun flytja sig yfir á glænýjan leikvang við Bramley-Moor hafnarbakkann á næsta tímabili, sem mun verða nefndur eftir samstarfsaðila félagsins, lögmannsstofunni Hill Dickinson. Upphaflega átti að rífa hinn 132 ára gamla Goodison Park en eftir að Friedkin-hópurinn tók við eignarhaldi félagsins í desember var ákveðið að rífa ekki þennan sögufræga völl. Kvennalið Everton mun spila þar frá og með næstu leiktíð. Gríðarlegur fjöldi fólks safnaðist saman fyrir leik og haldin var kveðjuhátíð Guttagarðs. Stemningin sem myndaðist utan vallar fylgdi svo inn á völlinn og Everton fagnaði öruggum sigri. The turnout for Everton's final game at Goodison Park is staggering 🤯This stadium is more than a place, it's a vessel of memory which means so much to so many 💙pic.twitter.com/gHc7GtnIcv— Men in Blazers (@MenInBlazers) May 18, 2025 We promise you the team bus is in there somewhere. 😅#EndOfAnEra pic.twitter.com/S38xWNREEM— Everton (@Everton) May 18, 2025 Iliman Ndiaye braut ísinn á sjöttu mínútu leiksins þegar boltinn barst til hans rétt fyrir utan teig, hann færði sig yfir á vinstri fótinn og afgreiddi færið vel í fjærhornið. Everton hélt boltanum mun betur, mark var dæmt af Beto eftir hálftíma leik en liðið bætti svo löglegu marki við rétt fyrir hálfleik. Ndiaye var aftur á ferð þar, vann kapphlaup um boltann og kom honum yfir línuna. Everton fór upp í þrettánda sæti deildarinnar og spilar gegn Newcastle á útivelli í síðustu umferðinni. Southampton er fallið niður um deild, í neðsta sætinu og spilar gegn Arsenal í lokaumferðinni. Liverpool is well and truly blue today as Everton fans say goodbye to Goodison Park for one final time 🥹💙The Toffee's win their final game at their historic after 133 years and 2791 games 🏟️The end of an era 👏 pic.twitter.com/WO4s18ZJYb— OneFootball (@OneFootball) May 18, 2025 Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira
Karlalið Everton mun flytja sig yfir á glænýjan leikvang við Bramley-Moor hafnarbakkann á næsta tímabili, sem mun verða nefndur eftir samstarfsaðila félagsins, lögmannsstofunni Hill Dickinson. Upphaflega átti að rífa hinn 132 ára gamla Goodison Park en eftir að Friedkin-hópurinn tók við eignarhaldi félagsins í desember var ákveðið að rífa ekki þennan sögufræga völl. Kvennalið Everton mun spila þar frá og með næstu leiktíð. Gríðarlegur fjöldi fólks safnaðist saman fyrir leik og haldin var kveðjuhátíð Guttagarðs. Stemningin sem myndaðist utan vallar fylgdi svo inn á völlinn og Everton fagnaði öruggum sigri. The turnout for Everton's final game at Goodison Park is staggering 🤯This stadium is more than a place, it's a vessel of memory which means so much to so many 💙pic.twitter.com/gHc7GtnIcv— Men in Blazers (@MenInBlazers) May 18, 2025 We promise you the team bus is in there somewhere. 😅#EndOfAnEra pic.twitter.com/S38xWNREEM— Everton (@Everton) May 18, 2025 Iliman Ndiaye braut ísinn á sjöttu mínútu leiksins þegar boltinn barst til hans rétt fyrir utan teig, hann færði sig yfir á vinstri fótinn og afgreiddi færið vel í fjærhornið. Everton hélt boltanum mun betur, mark var dæmt af Beto eftir hálftíma leik en liðið bætti svo löglegu marki við rétt fyrir hálfleik. Ndiaye var aftur á ferð þar, vann kapphlaup um boltann og kom honum yfir línuna. Everton fór upp í þrettánda sæti deildarinnar og spilar gegn Newcastle á útivelli í síðustu umferðinni. Southampton er fallið niður um deild, í neðsta sætinu og spilar gegn Arsenal í lokaumferðinni. Liverpool is well and truly blue today as Everton fans say goodbye to Goodison Park for one final time 🥹💙The Toffee's win their final game at their historic after 133 years and 2791 games 🏟️The end of an era 👏 pic.twitter.com/WO4s18ZJYb— OneFootball (@OneFootball) May 18, 2025
Enski boltinn Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Crystal Palace - Manchester City | Heimsækja bikarmeistarana Nottingham Forest - Tottenham | Tengja gestirnir saman sigra? Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sjá meira