Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 21:12 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir ekki standa til að skerða fjárveitingar til KR-inga. Vísir/Ívar Fannar Borgarstjóri segir ekki standa til að taka hagsmuni sela í Húsdýragarðinum framyfir hagsmuni íþróttafélaga. Einungis sé um að ræða tilfærslur í fjárfestingaáætlun borgarinnar. Staðið hefur til um árabil að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Verja átti til þess tuttugu milljónum króna þetta árið, en samkvæmt breytingartillögum borgarstjóra stendur til að leggja til sextíu milljónir króna til viðbótar, samtals áttatíu milljónir króna. Á sama tíma í tillögunum er gert ráð fyrir því að framlög vegna fjölíþróttahúss KR verði minnkuð um hundrað milljónir úr fimm hundruð milljónum í fjögurhundruð milljónum. Margir KR-ingar supu því hveljur en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir þá ekki þurfa að örvænta. „Nei alls ekki, það hefur engin ákvörðun verið tekin um neitt varðandi íþróttahreyfinguna annað en að standa við þau áform sem hefur verið farið í, það er tilfærsla þarna, við erum að fjárfesta gríðarlega, við erum að fjárfesta fyrir yfir tuttugu milljarða á þessu ári, samstæðan ef þú tekur sama reikninginn A og B-hluta er yfir sjötíu milljarða þannig ég skil vel að fólk vilji fylgjast með,“ segir Heiða Björg. Ekki bara selalaug heldur áfangastaður fyrir fjölskyldur Minnihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna gagnrýndi breytingartillögurnar á borgarráðsfundi og sökuðu meirihlutann um að velja hagsmuni sela framyfir hagsmuni KR-inga. Borgarstjóri segir um alls ótengd mál að ræða og að breytingarnar séu tilfærslur á fjármunum en ekki skerðing. „Það er ekki búið að hætta við neinar framkvæmdir, þær hafa frestast vegna þess að það hafa komið upp þannig atriði, KR-ingar meðal annars verið sjálfir í fjölmiðlum að segja frá því sem hefur komið upp,“ segir Heiða. „Varðandi húsdýragarðinn þá er þetta meira en selalaug, þetta er áfangastaður fyrir fjölskyldur, þetta er eitt af því sem fjölskyldur gera saman að fara í Húsdýragarðinn og Fjölskyldugarðinn og þetta er ekki bara selalaugin þetta er líka húsið sem er við veitingastaðinn og líka áfangastaðinn þegar þú ert að koma inn, það þarf bara að halda svona hlutum við og þeir þurfa að vera í toppformi, við höfum ekki verið með selalaugina þar, hún hefur verið óásættanleg varðandi dýravelferð.“ Reykjavík Dýraheilbrigði Dýr Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn KR Borgarstjórn Tengdar fréttir Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Staðið hefur til um árabil að stækka selalaugina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Verja átti til þess tuttugu milljónum króna þetta árið, en samkvæmt breytingartillögum borgarstjóra stendur til að leggja til sextíu milljónir króna til viðbótar, samtals áttatíu milljónir króna. Á sama tíma í tillögunum er gert ráð fyrir því að framlög vegna fjölíþróttahúss KR verði minnkuð um hundrað milljónir úr fimm hundruð milljónum í fjögurhundruð milljónum. Margir KR-ingar supu því hveljur en Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir þá ekki þurfa að örvænta. „Nei alls ekki, það hefur engin ákvörðun verið tekin um neitt varðandi íþróttahreyfinguna annað en að standa við þau áform sem hefur verið farið í, það er tilfærsla þarna, við erum að fjárfesta gríðarlega, við erum að fjárfesta fyrir yfir tuttugu milljarða á þessu ári, samstæðan ef þú tekur sama reikninginn A og B-hluta er yfir sjötíu milljarða þannig ég skil vel að fólk vilji fylgjast með,“ segir Heiða Björg. Ekki bara selalaug heldur áfangastaður fyrir fjölskyldur Minnihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna gagnrýndi breytingartillögurnar á borgarráðsfundi og sökuðu meirihlutann um að velja hagsmuni sela framyfir hagsmuni KR-inga. Borgarstjóri segir um alls ótengd mál að ræða og að breytingarnar séu tilfærslur á fjármunum en ekki skerðing. „Það er ekki búið að hætta við neinar framkvæmdir, þær hafa frestast vegna þess að það hafa komið upp þannig atriði, KR-ingar meðal annars verið sjálfir í fjölmiðlum að segja frá því sem hefur komið upp,“ segir Heiða. „Varðandi húsdýragarðinn þá er þetta meira en selalaug, þetta er áfangastaður fyrir fjölskyldur, þetta er eitt af því sem fjölskyldur gera saman að fara í Húsdýragarðinn og Fjölskyldugarðinn og þetta er ekki bara selalaugin þetta er líka húsið sem er við veitingastaðinn og líka áfangastaðinn þegar þú ert að koma inn, það þarf bara að halda svona hlutum við og þeir þurfa að vera í toppformi, við höfum ekki verið með selalaugina þar, hún hefur verið óásættanleg varðandi dýravelferð.“
Reykjavík Dýraheilbrigði Dýr Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn KR Borgarstjórn Tengdar fréttir Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Formaður borgarráðs fullyrti við framkvæmdastjóra KR að borgin sé ekki að draga úr fjárframlagi vegna fjölnotaíþróttahúss KR. Einungis sé um tilfærslur að ræða. Framkvæmdastjórinn tekur því fagnandi að selirnir fái bætta aðstöðu, samhliða KR. 16. maí 2025 13:46