Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 08:46 Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, (t.v.) og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur, (t.h.) mætast að öllum líkindum í seinni umferð pólsku forsetakosninganna eftir tvær vikur. AP/Czarek Sokolowski Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja. Formleg úrslit fyrri umferðarinnar liggja enn ekki fyrir en samkvæmt útgönguspám lítur út fyrir að Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, hafi fengið flest atkvæði, 31,2 prósent. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni. Útlit er fyrir að hann mæti Karol Nawrocki, sem naut stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi lengi, í seinni umferðinni eftir tvær vikur. Nawrocki fékk 29,7 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspá Ipsos. Búist er við því að endanleg úrslit liggi fyrir annað hvort seinna í dag eða á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Nawrocki er pólitískur nýgræðingur. Hann talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Tveir frambjóðendur sem eru enn lengra til hægri en Nawrocki fengu samtals rúman fimmtung atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Forsætisráðherra og þingið fara með mest völd samvæmt pólskri stjórnskipan. Forsetinn hefur engu að síður umtalsverð völd, sérstaklega í utanríkis- og öryggismálum. Þá fer hann með neitunarvald yfir lögum sem þingið samþykkir. Andrzej Duda, fráfarandi forseti og íhaldsmaður, hefur ítrekað beitt því gegn stjórn Tusk á undanförnum mánuðum. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38 Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Sjá meira
Formleg úrslit fyrri umferðarinnar liggja enn ekki fyrir en samkvæmt útgönguspám lítur út fyrir að Rafal Trzaskowski, borgarstjóri Varsjár, hafi fengið flest atkvæði, 31,2 prósent. Trzakowski er bandamaður Donalds Tusk forsætisráðherra og er Evrópusinni. Útlit er fyrir að hann mæti Karol Nawrocki, sem naut stuðnings Laga og réttlætis, þjóðernisíhaldsflokksins sem stýrði Póllandi lengi, í seinni umferðinni eftir tvær vikur. Nawrocki fékk 29,7 prósent atkvæða samkvæmt útgönguspá Ipsos. Búist er við því að endanleg úrslit liggi fyrir annað hvort seinna í dag eða á morgun, að sögn AP-fréttastofunnar. Nawrocki er pólitískur nýgræðingur. Hann talar fyrir íhaldssömum gildum og fullveldi Póllands. Bandaríkjaforseti tók á móti honum í Hvíta húsinu fyrr í þessum mánuði sem túlkað var sem stuðningsyfirlýsing við Nawrocki. Líkt og Bandaríkjaforseti hefur Nawrocki talað gegn Úkraínumönnum í sambandi við innrásarstríð Rússa. Tveir frambjóðendur sem eru enn lengra til hægri en Nawrocki fengu samtals rúman fimmtung atkvæða í fyrri umferð kosninganna. Forsætisráðherra og þingið fara með mest völd samvæmt pólskri stjórnskipan. Forsetinn hefur engu að síður umtalsverð völd, sérstaklega í utanríkis- og öryggismálum. Þá fer hann með neitunarvald yfir lögum sem þingið samþykkir. Andrzej Duda, fráfarandi forseti og íhaldsmaður, hefur ítrekað beitt því gegn stjórn Tusk á undanförnum mánuðum.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38 Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Sjá meira
Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Forsætisráðherra Póllands fullyrðir að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar hafi vísvitandi kveikt í stærstu verslunarmiðstöð landsins sem brann nærri til grunna í fyrra. Sökudólgarnir eru taldir hafa átt þátt í eldsvoða í nágrannaríkinu Litháen skömmu áður. 12. maí 2025 10:38
Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Pólskur ráðherra segir rússnesk stjórnvöld nú há fordæmalausa herferð til þess að hafa áhrif á forsetakosningar síðar í þessum mánuði. Afskiptin felist meðal annars í upplýsingahernaði og tölvuárásum á innviði landsins. 6. maí 2025 11:40