Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 09:02 Benjamin Stokke skoraði tvö marka Aftureldingar í gærkvöld. Stöð 2 Sport Afturelding varð í gær fyrsta liðið til að vinna KR í Bestu deild karla í fótbolta á þessari leiktíð, í mögnuðum 4-3 leik í Mosfellsbæ. Fram vann Vestra 1-0 en ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli. Mörk gærdagsins má nú sjá á Vísi. Guðmundur Andri Tryggvason og Aron Sigurðarson komu KR í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum í Mosó í gær. KR-ingar virtust þannig ætla að skemma stemninguna hjá heimamönnum sem höfðu verið taplausir á heimavelli og fengu að heyra nýtt stuðningslag úr smiðju Steinda Jr. og Dóra DNA í sólinni í gær. En Benjamin Stokke, sem lék með Breiðabliki í fyrra, jafnaði metin með tveimur mörkum sitt hvoru megin við leikhléið. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom þó KR í 3-2 á 59. mínútu en Aron Elí Sævarsson og Hrannar Snær Magnússon sáu til þess að Afturelding fengi öll þrjú stigin. Eins og fyrr segir þá gerðu ÍBV og KA markalaust jafntefli í frekar tilþrifalitlum leik á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. KA er því í fallsæti, með fimm stig, en ÍBV í 9. sæti með átta stig. Framarar náðu hins vegar að stöðva flug Vestra í Úlfarsárdalnum og unnu 1-0 sigur. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Sergine Fall féll einhvern veginn ofan á Vuk Oskar Dimitrijevic og braut á honum innan teigs. Simon Tibbling skoraði úr spyrnunni sitt fyrsta mark fyrir Fram eftir komuna frá Svíþjóð. Vestri er áfram eitt þriggja efstu liða með 13 stig en Víkingur og Breiðablik spila í kvöld, gegn Stjörnunni og Val, á afar áhugaverðu kvöldi en 7. umferðin verður svo gerð upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport, um kl. 21:25. Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Blásið var til veislu á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld þegar Afturelding sigraði KR 4-3, eftir að hafa jafnað leikinn í tvígang og komið sér að lokum í forystu. Áhorfendametið féll og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. KR að tapa sínum fyrsta leik í Bestu deildinni og Afturelding að jafna KR að stigum í deildinni. 18. maí 2025 21:31 Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. 18. maí 2025 22:04 Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Fram bar sigurorð af Vestra með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Það var Simon Tibbling sem skoraði sigurmark Fram úr vítaspyrnu sem Vuk Oskar Dimitrijevic nældi í. 18. maí 2025 15:56 Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í blíðskaparveðri á Þórvellinum í Vestmannaeyjum í dag. 18. maí 2025 13:17 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Guðmundur Andri Tryggvason og Aron Sigurðarson komu KR í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum í Mosó í gær. KR-ingar virtust þannig ætla að skemma stemninguna hjá heimamönnum sem höfðu verið taplausir á heimavelli og fengu að heyra nýtt stuðningslag úr smiðju Steinda Jr. og Dóra DNA í sólinni í gær. En Benjamin Stokke, sem lék með Breiðabliki í fyrra, jafnaði metin með tveimur mörkum sitt hvoru megin við leikhléið. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom þó KR í 3-2 á 59. mínútu en Aron Elí Sævarsson og Hrannar Snær Magnússon sáu til þess að Afturelding fengi öll þrjú stigin. Eins og fyrr segir þá gerðu ÍBV og KA markalaust jafntefli í frekar tilþrifalitlum leik á Þórsvelli í Vestmannaeyjum. KA er því í fallsæti, með fimm stig, en ÍBV í 9. sæti með átta stig. Framarar náðu hins vegar að stöðva flug Vestra í Úlfarsárdalnum og unnu 1-0 sigur. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar Sergine Fall féll einhvern veginn ofan á Vuk Oskar Dimitrijevic og braut á honum innan teigs. Simon Tibbling skoraði úr spyrnunni sitt fyrsta mark fyrir Fram eftir komuna frá Svíþjóð. Vestri er áfram eitt þriggja efstu liða með 13 stig en Víkingur og Breiðablik spila í kvöld, gegn Stjörnunni og Val, á afar áhugaverðu kvöldi en 7. umferðin verður svo gerð upp í Stúkunni á Stöð 2 Sport, um kl. 21:25.
Besta deild karla Tengdar fréttir Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Blásið var til veislu á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld þegar Afturelding sigraði KR 4-3, eftir að hafa jafnað leikinn í tvígang og komið sér að lokum í forystu. Áhorfendametið féll og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. KR að tapa sínum fyrsta leik í Bestu deildinni og Afturelding að jafna KR að stigum í deildinni. 18. maí 2025 21:31 Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. 18. maí 2025 22:04 Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Fram bar sigurorð af Vestra með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Það var Simon Tibbling sem skoraði sigurmark Fram úr vítaspyrnu sem Vuk Oskar Dimitrijevic nældi í. 18. maí 2025 15:56 Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í blíðskaparveðri á Þórvellinum í Vestmannaeyjum í dag. 18. maí 2025 13:17 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Blásið var til veislu á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld þegar Afturelding sigraði KR 4-3, eftir að hafa jafnað leikinn í tvígang og komið sér að lokum í forystu. Áhorfendametið féll og fengu áhorfendur nóg fyrir peninginn. KR að tapa sínum fyrsta leik í Bestu deildinni og Afturelding að jafna KR að stigum í deildinni. 18. maí 2025 21:31
Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Sigurður Breki Kárason varð fyrir hörðu samstuði og fór upp á spítala, aðeins átta mínútum eftir að hann kom inn af varamannabekknum í leik KR gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum. 18. maí 2025 22:04
Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Fram bar sigurorð af Vestra með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Það var Simon Tibbling sem skoraði sigurmark Fram úr vítaspyrnu sem Vuk Oskar Dimitrijevic nældi í. 18. maí 2025 15:56
Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni ÍBV og KA gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í blíðskaparveðri á Þórvellinum í Vestmannaeyjum í dag. 18. maí 2025 13:17