Lífið

Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu

Jakob Bjarnar skrifar
Stefán Einar var undraðist drykkjuþol Eyjamanna sem risu upp eins og einherjar í Valhöll eftir að hafa tekið vel á því kvöldinu áður.
Stefán Einar var undraðist drykkjuþol Eyjamanna sem risu upp eins og einherjar í Valhöll eftir að hafa tekið vel á því kvöldinu áður. vísir/vilhelm

Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu fór til Gdansk í Póllandi með starfsmannafélagi Ísfélagsins, þar sem hann skemmti sér og var skemmtanastjóri í heljarinnar árshátíðarferð.

Stefán Einar segir frá þessu á Facebook:

„Ég varð þess mikla heiðurs aðnjótandi um liðna helgi að fylgja Ísfólkinu, starfsmannafélagi Ísfélagsins í Vestmanneyjum, í árshátíðarferð til pólsku hafnarborgarinnar Gdansk. Á laugardagskvöld stýrði ég svo veislunni hjá þessum frábæra hópi sem kann svo sannarlega að skemmta sér og öðrum. Stemningin var ósvikin og á tímabili var engu líkara en maður væri lentur í brekkusöng í Herjólfsdal.“

Stefán Einar kemur upprifinn til baka og segir þennan hóp gæddan þeim góða og óviðjafnanlega eiginleika, rétt eins og einherjar í Valhöll, að rísa að morgni eins og ekkert hafi í skorist kvöldið áður. 

„Líkt og nýslegnir túskildingar hvert sem litið er. Eftir þessa svaðilför ætla ég að gera orð Samsung í Morgunblaðinu í morgun að mínum: „Ekki bara þunnur“.“ Samsung er auglýsandi Spursmála á Mbl.is þar sem Stefán Einar les sjálfur inn á auglýsingu fyrirtækisins.

Ísfélagið er eitt stærsta útgerðafélag landsins og gerir út níu fiskiskip en félagið er með höfuðstöðvar í Vestmannaeyjum. Fjölskylda Guðbjargar Matthíasdóttur er stærsti eigandi Ísfélagsins í gegnum ÍV fjárfestingar ehf. Guðbjörg er einnig stærsti eigandi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins þar sem Stefán Einar starfar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.