„Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. maí 2025 22:03 Jökull verður væntanlega með hornspyrnur á heilanum fram að næsta leik. Vísir/Diego Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er meðvitaður um varnarvandræði liðsins í hornspyrnum en er að vinna í vandamálinu. Hann var ánægður með karakter sinna manna, sem stigu upp í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 2-2 jafntefli varð lokaniðurstaðan þegar Víkingar komu í heimsókn. „Mér fannst við slakir í fyrri en náðum að laga það. Ef við getum tekið þennan seinni hálfleik eitthvað áfram þá verð ég ánægður“ sagði Jökull fljótlega eftir leik. Bæði mörk Víkings og fjöldi fleiri færa kom upp úr hornspyrnum. Stjarnan bjargaði líka á línu og Víkingar skutu í stöngina. Jökull var því spurður hvers vegna liðið ætti svona erfitt með að verjast hornspyrnum. „Þeir eru sterkir þar og það verður oft alls konar klafs í kringum það. Þeir eru bara öflugir í því og við þurfum eitthvað að skoða hvernig við verjumst þeim en ég er svosem ekki með betra svar akkúrat núna.“ Hefur þetta ekki verið vandamál hjá ykkur? „Við erum aðeins búnir að ströggla núna en vorum orðnir helvíti sterkir seinni hlutann í fyrra, fengum ekki á okkur mark eftir horn hálft mótið. Við höfum ekki náð að fylgja því alveg eftir. Þannig að við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft. En við skoðum þetta bara eins og eftir alla leiki.“ Mikill munur var á frammistöðu Stjörnunnar í fyrri og seinni hálfleik. Sá seinni mun betri, sem Jökull skrifar á hreyfanleika og hugrekki. „Við vorum bara hreyfanlegri og hugrakkari, fyrst og fremst. Mér fannst það aðalatriðið. Þannig náðum við að taka aðeins yfir leikinn. [Hugrekkið] vantaði aðeins í fyrri hálfleik… en þessi seinni hálfleikur var helvíti góður og ég vil sjá meira af þessu.“ Guðmundur Kristjánsson var tekinn af velli eftir klukkutíma leik og sást haltrandi eftir á. Jóhann Árni Gunnarsson kom inn á í sömu þreföldu skiptingunni og spilaði sinn fyrsta deildarleik í sumar. „Gummi er búinn að vera aðeins stífur og við erum að reyna að passa upp á hann. Að öðru leiti er staðan á hópnum frábær, nánast ekkert um meiðsli. Stór og öflugur hópur“ sagði Jökull að lokum. Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
„Mér fannst við slakir í fyrri en náðum að laga það. Ef við getum tekið þennan seinni hálfleik eitthvað áfram þá verð ég ánægður“ sagði Jökull fljótlega eftir leik. Bæði mörk Víkings og fjöldi fleiri færa kom upp úr hornspyrnum. Stjarnan bjargaði líka á línu og Víkingar skutu í stöngina. Jökull var því spurður hvers vegna liðið ætti svona erfitt með að verjast hornspyrnum. „Þeir eru sterkir þar og það verður oft alls konar klafs í kringum það. Þeir eru bara öflugir í því og við þurfum eitthvað að skoða hvernig við verjumst þeim en ég er svosem ekki með betra svar akkúrat núna.“ Hefur þetta ekki verið vandamál hjá ykkur? „Við erum aðeins búnir að ströggla núna en vorum orðnir helvíti sterkir seinni hlutann í fyrra, fengum ekki á okkur mark eftir horn hálft mótið. Við höfum ekki náð að fylgja því alveg eftir. Þannig að við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft. En við skoðum þetta bara eins og eftir alla leiki.“ Mikill munur var á frammistöðu Stjörnunnar í fyrri og seinni hálfleik. Sá seinni mun betri, sem Jökull skrifar á hreyfanleika og hugrekki. „Við vorum bara hreyfanlegri og hugrakkari, fyrst og fremst. Mér fannst það aðalatriðið. Þannig náðum við að taka aðeins yfir leikinn. [Hugrekkið] vantaði aðeins í fyrri hálfleik… en þessi seinni hálfleikur var helvíti góður og ég vil sjá meira af þessu.“ Guðmundur Kristjánsson var tekinn af velli eftir klukkutíma leik og sást haltrandi eftir á. Jóhann Árni Gunnarsson kom inn á í sömu þreföldu skiptingunni og spilaði sinn fyrsta deildarleik í sumar. „Gummi er búinn að vera aðeins stífur og við erum að reyna að passa upp á hann. Að öðru leiti er staðan á hópnum frábær, nánast ekkert um meiðsli. Stór og öflugur hópur“ sagði Jökull að lokum.
Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira