Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. maí 2025 22:35 Suðureyjargöng munu liggja milli Sandeyjar og Suðureyjar með mögulegum legg til Skúfeyjar. LØGMANSSKRIVSTOVAN Suðureyjargöng milli Sandeyjar og Suðureyjar, sem yrðu lengstu jarðgöng Færeyja, náðu ekki í gegnum Lögþingið fyrir sumarleyfi þess, eins og að hafði verið stefnt. Þess í stað var málinu í dag vísað til frekari skoðunar í fjárlaganefnd þingsins. Svo virðist sem ágreiningur um jarðgangalínuna, ekki síst um tengingu ganganna við Sandey og veglínu þar, hafi verið helsti ásteytingarsteinnin. Þá virðist heldur ekki hafa náðst samkomulag um hvort göngin verði tengd Skúfey en þar búa um fjörutíu manns. Efasemdir um fjárhagsgrundvöll þessa risaverkefnis virðast jafnframt undirliggjandi þáttur. Lögþing Færeyja í Þórshöfn.Mynd/Lögþingið. Annað stórt þingmál, frumvarp um að hækka eftirlaunaaldur upp í 70 ár, blandaðist einnig inn í jarðgangamálið. Það náði heldur ekki í gegn og því var sömuleiðis vísað til nánari skoðunar í fjárlaganefnd. Kringvarp Færeyja hefur eftir fjármálaráðherranum Ruth Vang að Suðureyjargöngin og eftirlaunafrumvarpið muni framvegis hanga saman. Þessi útfærsla Suðureyjarganga gerir ráð fyrir tvennum göngum um Skúfey, 9 og 17 kílómetra löngum. Með því að fara stystu leið milli Sandeyjar og Suðureyjar án tengingar við Skúfey dygðu 22 kílómetra göng.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Jenis av Rana, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Miðflokksins, segir að sú niðurstaða að vísa málinu til fjárlaganefndar, sé aðeins klók aðferð til að hafna göngunum. Þetta sé áfall fyrir Suðureyinga. Lögmaður Færeyjar, Aksel V. Johannessen, heitir því að jarðgangamálinu sé ekki lokið. Áfram verði unnið að málinu með það að markmiði að Suðureyjargöng verði að veruleika. Samstaða verði hins vegar að ríkja um málið í Lögþinginu. Stöð 2 fjallaði um göngin síðastliðið sumar: Hér má heyra um lykilinn að velgengni Færeyinga í jarðgangagerð: Færeyjar Tengdar fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár. 8. nóvember 2024 21:49 Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Sjá meira
Svo virðist sem ágreiningur um jarðgangalínuna, ekki síst um tengingu ganganna við Sandey og veglínu þar, hafi verið helsti ásteytingarsteinnin. Þá virðist heldur ekki hafa náðst samkomulag um hvort göngin verði tengd Skúfey en þar búa um fjörutíu manns. Efasemdir um fjárhagsgrundvöll þessa risaverkefnis virðast jafnframt undirliggjandi þáttur. Lögþing Færeyja í Þórshöfn.Mynd/Lögþingið. Annað stórt þingmál, frumvarp um að hækka eftirlaunaaldur upp í 70 ár, blandaðist einnig inn í jarðgangamálið. Það náði heldur ekki í gegn og því var sömuleiðis vísað til nánari skoðunar í fjárlaganefnd. Kringvarp Færeyja hefur eftir fjármálaráðherranum Ruth Vang að Suðureyjargöngin og eftirlaunafrumvarpið muni framvegis hanga saman. Þessi útfærsla Suðureyjarganga gerir ráð fyrir tvennum göngum um Skúfey, 9 og 17 kílómetra löngum. Með því að fara stystu leið milli Sandeyjar og Suðureyjar án tengingar við Skúfey dygðu 22 kílómetra göng.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Jenis av Rana, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Miðflokksins, segir að sú niðurstaða að vísa málinu til fjárlaganefndar, sé aðeins klók aðferð til að hafna göngunum. Þetta sé áfall fyrir Suðureyinga. Lögmaður Færeyjar, Aksel V. Johannessen, heitir því að jarðgangamálinu sé ekki lokið. Áfram verði unnið að málinu með það að markmiði að Suðureyjargöng verði að veruleika. Samstaða verði hins vegar að ríkja um málið í Lögþinginu. Stöð 2 fjallaði um göngin síðastliðið sumar: Hér má heyra um lykilinn að velgengni Færeyinga í jarðgangagerð:
Færeyjar Tengdar fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár. 8. nóvember 2024 21:49 Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00 Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Sjá meira
Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár. 8. nóvember 2024 21:49
Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. 19. júní 2024 22:00
Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð