Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2025 09:32 Yu Zidi er farin að geta synt á ógnarhraða aðeins tólf ára gömul. Skjáskot Hin tólf ára gamla Yu Zidi er farin að synda svo hratt að hún hefði getað komist í undanúrslit á síðustu Ólympíuleikum. Yu keppti á kínverska meistaramótinu á sunnudaginn og synti þá 200 metra fjórsund á 2:10,63 mínútum. Til samanburðar þá er Íslandsmet Hrafnhildar Lúthersdóttur í greininni 2:13,83 svo tími Yu var meira en þremur sekúndum betri. Þessi tími Yu er vel undir lágmarkinu fyrir HM í Singapúr í sumar og því allt eins líklegt að hún keppi þar, enn aðeins tólf ára að aldri, en kínverska sundsambandið segist ætla að bíða þar til að meistaramótinu lýkur á laugardag áður en HM-hópurinn verður valinn. Yu hafnaði í 2. sæti í fjórsundinu á eftir hinni nítján ára gömlu Yu Yiting sem nældi í tvenn bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Tími hinnar tólf ára gömlu Yu Zidi er sá besti í sögunni í hennar aldursflokki. 🚨 12-year-old sensation alert! 🇨🇳Yu Zidi just swam a blazing 2:10.63 in the women’s 200m IM at the Chinese Nationals 🤯 — the fastest time ever by a 12-year-old📹 CCTV Sports pic.twitter.com/OacPsM8YYt— World Aquatics (@WorldAquatics) May 19, 2025 Yu Zidi verður ekki þrettán ára fyrr en í október en hefur verið lýst sem „nýrri stjörnu“ í kínverskum miðlum eftir að hafa fyrst vakið athygli á síðasta ári. „Árið 2024 tók ég þátt í nokkrum mótum, náði góðum úrslitum og það fóru margir sundunnendur að þekkja mig,“ sagði Yu fyrr á þessu ári. „Eftir að hafa keppt á stórmótum þá skil ég betur hvað það er mikilvægt að standa sig vel á öllum æfingum til að geta ná góðum úrslitum og hafa sterkt hjarta. Það sem er kannski erfiðast er þegar maður er hvað næst markmiði sínu. Maður verður að halda áfram,“ sagði Yu. Sund Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Sjá meira
Yu keppti á kínverska meistaramótinu á sunnudaginn og synti þá 200 metra fjórsund á 2:10,63 mínútum. Til samanburðar þá er Íslandsmet Hrafnhildar Lúthersdóttur í greininni 2:13,83 svo tími Yu var meira en þremur sekúndum betri. Þessi tími Yu er vel undir lágmarkinu fyrir HM í Singapúr í sumar og því allt eins líklegt að hún keppi þar, enn aðeins tólf ára að aldri, en kínverska sundsambandið segist ætla að bíða þar til að meistaramótinu lýkur á laugardag áður en HM-hópurinn verður valinn. Yu hafnaði í 2. sæti í fjórsundinu á eftir hinni nítján ára gömlu Yu Yiting sem nældi í tvenn bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Tími hinnar tólf ára gömlu Yu Zidi er sá besti í sögunni í hennar aldursflokki. 🚨 12-year-old sensation alert! 🇨🇳Yu Zidi just swam a blazing 2:10.63 in the women’s 200m IM at the Chinese Nationals 🤯 — the fastest time ever by a 12-year-old📹 CCTV Sports pic.twitter.com/OacPsM8YYt— World Aquatics (@WorldAquatics) May 19, 2025 Yu Zidi verður ekki þrettán ára fyrr en í október en hefur verið lýst sem „nýrri stjörnu“ í kínverskum miðlum eftir að hafa fyrst vakið athygli á síðasta ári. „Árið 2024 tók ég þátt í nokkrum mótum, náði góðum úrslitum og það fóru margir sundunnendur að þekkja mig,“ sagði Yu fyrr á þessu ári. „Eftir að hafa keppt á stórmótum þá skil ég betur hvað það er mikilvægt að standa sig vel á öllum æfingum til að geta ná góðum úrslitum og hafa sterkt hjarta. Það sem er kannski erfiðast er þegar maður er hvað næst markmiði sínu. Maður verður að halda áfram,“ sagði Yu.
Sund Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Funduðu um 64 liða HM í Trump-turninum Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Mbappé með tvennu í sjöunda sigri Real í röð Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Glódís Perla hafði betur gegn Ingibjörgu Ísland aldrei sent jafn fjölmennt lið á HM í utanvegahlaupum Áfall fyrir Houston Sjá meira