Beckham varar Manchester United við Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 15:18 David Beckham, eigandi Inter Miami, spilaði á sínum tíma hjá Manchester United og vann fjölda titla. Vísir/Getty David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hvetur eigendur félagsins til að styðja vel við þjálfarann Rúben Amorim með því að fara mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Þá varar hann sitt gamla félag við því að selja lykilleikmanninn Bruno Fernandes. Í nýlegu viðtali hjá The Athletic ræddi Beckham, sem er nú eigandi Inter Miami í MLS deildinni, um stöðuna hjá Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni en mætir Tottenham annað kvöld í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Beckham vill að eigendur Manchester United, Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe og hans teymi, geri Manchester United kleift að styrkja sitt lið í komandi félagsskiptaglugga með stórum fjárhæðum. Amorim tók við stjórnartaumunum hjá liði Manchester United af Hollendingnum Erik ten Hag í nóvember á síðasta ári. Honum hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við í ensku úrvalsdeildinni en Beckham segir hann þurfa þolinmæði í starfi. Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð.Getty/Marc Atkins „Ég tel okkur vera með mjög góðan þjálfara núna,“ sagði Beckham í samtali við The Athletic. „Hann er ungur að árum, sigursæll frá fyrri tíð og býr yfir mikilli reynslu miðað við sinn aldur. Hann þarf að fá tækifæri til þess að gera liðið að sínu, fá inn sína leikmenn og þá tel ég að við munum sjá önnur úrslit.“ Manchester United virðist ekki langt frá því að landa Matheus Cunha frá Wolves en sá hefur verið afar öflugur á tímabilinu og þá eru sögusagnir um að Liam Delap, sóknarmaður Ipswich Town sem hefur skorað tólf mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leið til Rauðu djöflanna. En einnig er talað um að leikmenn gætu verið á förum frá félaginu. Fjárhagsstaða Manchester United er ekki sú besta og einhver staðar verður að fá pening inn fyrir nýjum leikmönnum. Miðjumaðurinn Bruno Fernandes hefur verið orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu en Beckham vill ekki sjá það að Portúgalinn verði seldur og það sama gildir um uppalda leikmenn Manchester United. „Bruno steig upp þegar að við þurftum á honum að halda. Þá hata ég hugmyndir um að leikmenn, sem eru aldir upp hjá Manchester United, fari. Ef þeir elska félagið og standa sig þá ættu þeir að vera áfram. “ Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham í Evrópudeildinni hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Í nýlegu viðtali hjá The Athletic ræddi Beckham, sem er nú eigandi Inter Miami í MLS deildinni, um stöðuna hjá Manchester United sem hefur átt afleitt tímabil í ensku úrvalsdeildinni en mætir Tottenham annað kvöld í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Beckham vill að eigendur Manchester United, Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe og hans teymi, geri Manchester United kleift að styrkja sitt lið í komandi félagsskiptaglugga með stórum fjárhæðum. Amorim tók við stjórnartaumunum hjá liði Manchester United af Hollendingnum Erik ten Hag í nóvember á síðasta ári. Honum hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við í ensku úrvalsdeildinni en Beckham segir hann þurfa þolinmæði í starfi. Ruben Amorim er búinn að gefa landa sínum Bruno Fernandes skýr skilaboð.Getty/Marc Atkins „Ég tel okkur vera með mjög góðan þjálfara núna,“ sagði Beckham í samtali við The Athletic. „Hann er ungur að árum, sigursæll frá fyrri tíð og býr yfir mikilli reynslu miðað við sinn aldur. Hann þarf að fá tækifæri til þess að gera liðið að sínu, fá inn sína leikmenn og þá tel ég að við munum sjá önnur úrslit.“ Manchester United virðist ekki langt frá því að landa Matheus Cunha frá Wolves en sá hefur verið afar öflugur á tímabilinu og þá eru sögusagnir um að Liam Delap, sóknarmaður Ipswich Town sem hefur skorað tólf mörk á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni, gæti verið á leið til Rauðu djöflanna. En einnig er talað um að leikmenn gætu verið á förum frá félaginu. Fjárhagsstaða Manchester United er ekki sú besta og einhver staðar verður að fá pening inn fyrir nýjum leikmönnum. Miðjumaðurinn Bruno Fernandes hefur verið orðaður við Al-Hilal í Sádi-Arabíu en Beckham vill ekki sjá það að Portúgalinn verði seldur og það sama gildir um uppalda leikmenn Manchester United. „Bruno steig upp þegar að við þurftum á honum að halda. Þá hata ég hugmyndir um að leikmenn, sem eru aldir upp hjá Manchester United, fari. Ef þeir elska félagið og standa sig þá ættu þeir að vera áfram. “ Úrslitaleikur Manchester United og Tottenham í Evrópudeildinni hefst klukkan sjö annað kvöld og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Enski boltinn Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti