Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. maí 2025 13:01 Napoli er í bílstjórasætinu og getur orðið ítalskur meistari í annað sinn á þremur árum. Alessandro Sabattini/Getty Images Napoli getur tryggt sér ítalska deildarmeistaratitilinn næsta föstudag en ef Inter tekst að jafna liðið að stigum verður hreinn úrslitaleikur um titilinn spilaður á mánudag á Ólympíuleikvanginum í Róm. Napoli er með eins stigs forystu í efsta sæti deildarinnar, með 79 stig, en Inter er í öðru sæti með einu stigi minna. Napoli getur því tryggt sér titilinn með sigri á heimavelli gegn Cagliari á föstudagskvöldið. Inter spilar útileik gegn Como á sama tíma. Aðrir leikir í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar fara fram á laugardag og sunnudag. Samkvæmt reglum á Ítalíu er ekki horft til markatölu ef liðin enda jöfn að stigum. Sem þýðir að ef Napoli tapar og Inter gerir jafntefli verður hreinn úrslitaleikur spilaður næsta mánudag. Lokaumferðin öll átti að fara fram næsta sunnudag en breyttist vegna stöðunnar á toppnum. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vildu Inter menn að lokaumferðin færi fram á fimmtudagskvöld, svo að þeir fengju sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn PSG, sem fer fram laugardaginn 31. maí. Napoli menn eru hins vegar sagðir sáttir með að hafa lokaumferðina á föstudagskvöldinu, til að hægt sé að fagna titlinum alla helgina, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN. Þó markatalan ráði ekki úrslitum deildarinnar, ef liðin enda jöfn að stigum, á hún samkvæmt reglum að ákvarða hvort liðið fær heimavallarrétt í úrslitaleiknum. Inter er með betri markatölu og úrslitaleikurinn ætti því að vera spilaður á San Siro. En vegna áhættumats varðandi áhorfendur Napoli, sem hafa margoft verið bannaðir á leikjum í höfuðborginni, verður leikurinn spilaður á Ólympíuleikvanginum í Róm, ef hann fer fram. Þá verður farið beint í vítaspyrnukeppni ef leikurinn endar með jafntefli. Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Napoli er með eins stigs forystu í efsta sæti deildarinnar, með 79 stig, en Inter er í öðru sæti með einu stigi minna. Napoli getur því tryggt sér titilinn með sigri á heimavelli gegn Cagliari á föstudagskvöldið. Inter spilar útileik gegn Como á sama tíma. Aðrir leikir í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar fara fram á laugardag og sunnudag. Samkvæmt reglum á Ítalíu er ekki horft til markatölu ef liðin enda jöfn að stigum. Sem þýðir að ef Napoli tapar og Inter gerir jafntefli verður hreinn úrslitaleikur spilaður næsta mánudag. Lokaumferðin öll átti að fara fram næsta sunnudag en breyttist vegna stöðunnar á toppnum. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vildu Inter menn að lokaumferðin færi fram á fimmtudagskvöld, svo að þeir fengju sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn PSG, sem fer fram laugardaginn 31. maí. Napoli menn eru hins vegar sagðir sáttir með að hafa lokaumferðina á föstudagskvöldinu, til að hægt sé að fagna titlinum alla helgina, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN. Þó markatalan ráði ekki úrslitum deildarinnar, ef liðin enda jöfn að stigum, á hún samkvæmt reglum að ákvarða hvort liðið fær heimavallarrétt í úrslitaleiknum. Inter er með betri markatölu og úrslitaleikurinn ætti því að vera spilaður á San Siro. En vegna áhættumats varðandi áhorfendur Napoli, sem hafa margoft verið bannaðir á leikjum í höfuðborginni, verður leikurinn spilaður á Ólympíuleikvanginum í Róm, ef hann fer fram. Þá verður farið beint í vítaspyrnukeppni ef leikurinn endar með jafntefli.
Ítalski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira