„Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2025 12:00 Esjar er fæddur árið 2007. Hann er trans og hefur gengið í gegnum margt á sinni lífsleið. Anton Brink Hann heitir Esjar Smári Gunnarsson, veit nákvæmlega hver hann er, hvað hann langar og vill út úr lífinu. Esjar sagði áhugaverða og mikilvæga sögu sína í Íslandi í dag í gær. Esjar er transstrákur fæddur árið 2007. Hann fæddist stelpa, alin upp sem slík en finnur fljótlega að hann sé í röngum líkama. „Ég var alltaf rosalega stelpulegur og klæddi mig mikið upp. Var mikið í leiklist og að syngja og átti mikið af stelpuvinkonum,“ segir Esjar. „Í kringum kynþroskan þegar líkaminn fór að breytast leið mér eins og að þetta passaði bara ekki. Ég kynntist líka öðrum krökkum sem voru trans eða hinsegin og það opnaði svolítið nýjan heim fyrir mér því ég hafði aldrei séð þetta áður nema kannski pínu á samfélagsmiðlum. Þannig að það var allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég,“ segir Esjar sem kom fyrst út sem tvíhneigður. Hann segir að það hafi verið erfitt að segja foreldrum og fjölskyldu frá. Góðar móttökur „Ég var rosalega stressaður en líka rosalega spenntur. Við vorum búin að bjóða systur minni og kærastanum hennar og dóttir hennar. Hún var nú bara eins árs á þessum tíma og vissi kannski ekki alveg hvað var í gangi,“ segir Esjar og hlær. „Við komum okkur fyrir í sófanum og ég sagði þeim að þetta væri hvernig ég upplifi sjálfan mig. Ég fékk bara rosalega góðar móttökur og ég er bara endalaust þakklátur fyrir það. Það er ekki eitthvað sem allir eru heppnir að fá. Ég var hræddur og stressaður og maður hefur heyrt sögur að fólki er hent út af heimilinu sínu. En ég vissi alveg að það myndi ekki koma fyrir mig, en maður vissi samt ekki hvernig viðtökurnar myndu vera.“ Erfitt að mæta í skólann Esjar segir að ömmur hans og afar hafi einnig tekið þessu vel. „Þau reyna alltaf sitt besta og ef þau segja eitthvað óvart reyna þau að leiðrétta sig strax.“ Hann segir að þegar hann hafi komið út sem trans hafi kennarar hans í Foldaskóla tekið honum mjög vel og gert allt sitt besta, vinkonur hans alltaf staðið með honum en aðrir drengir í skólanum látið hann finna fyrir því. „Ég hætti í rauninni að mæta í skólann út af þessu. Í lok ársins 2020 fer ég mjög langt niður. Ég var rosalega mikið einn, ég átti mikið af vinum, en ég útilokaði mig frá þeim. Þetta var betra þegar skólasjórnendurnir bjuggu til sérstakt plan fyrir mig sem hjálpaði mikið. En ég man eftir einu ákveðnu þegar ég var í bústað. Þá hringir vinkona mín í mig og segir að það sé búið að skrifa eitthvað um mig á strætóskýli í Spönginni. Þar stóð að Esjar væri stelpa og þetta væri gamla nafnið hans og að hann mætti drepa sig. Þetta var það sem kom mér yfir línuna og nokkrum dögum seinna þegar ég kom í bæinn aftur reyndi ég að taka mitt eigið líf,“ segir Esjar sem þá var þrettán ára. Hann var á spítala yfir nótt í kjölfarið, fór í viðtal hjá BUGL og fékk í kjölfarið að fara heim. Esjar sem barn. „Mér leið rosalega skringilega. Ég var með voðalega mikið samviskubit og gat ekki sofið einn í nokkrar nætur. Mamma svaf alltaf upp í hjá mér. Svo var rosalega erfitt að mæta aftur í skólann, því mér leið eins og ég væri rosalega mikið fórnarlamb og allir að horfa á mig.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Esjar fer yfir það hvernig hann komst upp úr þessum dimma dal. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Ísland í dag Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Esjar er transstrákur fæddur árið 2007. Hann fæddist stelpa, alin upp sem slík en finnur fljótlega að hann sé í röngum líkama. „Ég var alltaf rosalega stelpulegur og klæddi mig mikið upp. Var mikið í leiklist og að syngja og átti mikið af stelpuvinkonum,“ segir Esjar. „Í kringum kynþroskan þegar líkaminn fór að breytast leið mér eins og að þetta passaði bara ekki. Ég kynntist líka öðrum krökkum sem voru trans eða hinsegin og það opnaði svolítið nýjan heim fyrir mér því ég hafði aldrei séð þetta áður nema kannski pínu á samfélagsmiðlum. Þannig að það var allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég,“ segir Esjar sem kom fyrst út sem tvíhneigður. Hann segir að það hafi verið erfitt að segja foreldrum og fjölskyldu frá. Góðar móttökur „Ég var rosalega stressaður en líka rosalega spenntur. Við vorum búin að bjóða systur minni og kærastanum hennar og dóttir hennar. Hún var nú bara eins árs á þessum tíma og vissi kannski ekki alveg hvað var í gangi,“ segir Esjar og hlær. „Við komum okkur fyrir í sófanum og ég sagði þeim að þetta væri hvernig ég upplifi sjálfan mig. Ég fékk bara rosalega góðar móttökur og ég er bara endalaust þakklátur fyrir það. Það er ekki eitthvað sem allir eru heppnir að fá. Ég var hræddur og stressaður og maður hefur heyrt sögur að fólki er hent út af heimilinu sínu. En ég vissi alveg að það myndi ekki koma fyrir mig, en maður vissi samt ekki hvernig viðtökurnar myndu vera.“ Erfitt að mæta í skólann Esjar segir að ömmur hans og afar hafi einnig tekið þessu vel. „Þau reyna alltaf sitt besta og ef þau segja eitthvað óvart reyna þau að leiðrétta sig strax.“ Hann segir að þegar hann hafi komið út sem trans hafi kennarar hans í Foldaskóla tekið honum mjög vel og gert allt sitt besta, vinkonur hans alltaf staðið með honum en aðrir drengir í skólanum látið hann finna fyrir því. „Ég hætti í rauninni að mæta í skólann út af þessu. Í lok ársins 2020 fer ég mjög langt niður. Ég var rosalega mikið einn, ég átti mikið af vinum, en ég útilokaði mig frá þeim. Þetta var betra þegar skólasjórnendurnir bjuggu til sérstakt plan fyrir mig sem hjálpaði mikið. En ég man eftir einu ákveðnu þegar ég var í bústað. Þá hringir vinkona mín í mig og segir að það sé búið að skrifa eitthvað um mig á strætóskýli í Spönginni. Þar stóð að Esjar væri stelpa og þetta væri gamla nafnið hans og að hann mætti drepa sig. Þetta var það sem kom mér yfir línuna og nokkrum dögum seinna þegar ég kom í bæinn aftur reyndi ég að taka mitt eigið líf,“ segir Esjar sem þá var þrettán ára. Hann var á spítala yfir nótt í kjölfarið, fór í viðtal hjá BUGL og fékk í kjölfarið að fara heim. Esjar sem barn. „Mér leið rosalega skringilega. Ég var með voðalega mikið samviskubit og gat ekki sofið einn í nokkrar nætur. Mamma svaf alltaf upp í hjá mér. Svo var rosalega erfitt að mæta aftur í skólann, því mér leið eins og ég væri rosalega mikið fórnarlamb og allir að horfa á mig.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni þar sem Esjar fer yfir það hvernig hann komst upp úr þessum dimma dal. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Ísland í dag Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira