Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. maí 2025 19:24 Þau Halldór Elí og Snædís Birta í 7. bekk Helgafellsskóla vita upp á hár hvernig lýðræðislegar kosningar virka eftir að hafa haft umsjón með kosningum sem fóru fram í dag. Vísir/Stefán Krakkar í Mosfellsbæ gengu til kosninga í dag og meirihlutinn valdi þrautabraut á vatni, stóra aparólu og stærðarinnar snúningsrólu. Krakkarnir framkvæmdu sjálfir hinar lýðræðislegu kosningar og héldu meira að segja úti kosningaeftirliti. Bæjaryfirvöld hyggjast verja tuttugu milljónum í að koma upp vinningstillögunum. Verkefnið kallast „Krakka Mosó 2025“ en börn og unglingar á mið-og unglingastigi Mosfellsbæjar fengu tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfið sitt. Bæjarstjórinn segir verkefnið til þess fallið að auka lýðræðisvitund krakkanna. „Við erum búin að vera með mikla fræðslu um lýðræði í tengslum við þetta verkefni. Þau sendu náttúrulega inn hugmyndir, við fengum 400 hugmyndir frá krökkunum sem enduðu í sex hugmyndum sem þau kusu um. Þau taka þátt í allri umsjón kosninganna, eru með kjörnefnd og fleira þannig að þetta er heilmikil æfing.“ Alls voru sautján hundruð sjötíu og níu krakkar á kjörskrá en fjórir krakkar úr hverjum skóla mynduðu kjörstjórn sem falið var að annast eftirlit og framkvæmd kosninga. Kjörgögnin voru innsigluð og allt framkvæmt eftir kúnstarinnar reglum. Fréttastofa fékk að ræða við tvo nemendur sem tóku þátt í lýðræðisverkefninu í dag. Krakkar, þið hafið völdin í bænum í dag, hvernig líst ykkur á það? „Mjög vel, lýst vel á það,“ sagði Halldór Elí, nemandi við 7. bekk Helgafellsskóla og bekkjarsystir hans tók undir. „Bara geðveikt sko, gaman að hafa völdin, eða svona næstum því,“ sagði Snædís Birta. Halldóri Elí langaði mest til þess að koma upp svokallaðri Parkour braut en sagðist samt lítast vel á allar hugmyndirnar sem hægt var að kjósa um. Þau segjast hafa öðlast mun betri skilning á lýðræðislegum kosningum. „Það er gaman að fá að vita hvernig þetta er,“ sagði Snædís Birta. Mosfellsbær Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Verkefnið kallast „Krakka Mosó 2025“ en börn og unglingar á mið-og unglingastigi Mosfellsbæjar fengu tækifæri til að hafa áhrif á nærumhverfið sitt. Bæjarstjórinn segir verkefnið til þess fallið að auka lýðræðisvitund krakkanna. „Við erum búin að vera með mikla fræðslu um lýðræði í tengslum við þetta verkefni. Þau sendu náttúrulega inn hugmyndir, við fengum 400 hugmyndir frá krökkunum sem enduðu í sex hugmyndum sem þau kusu um. Þau taka þátt í allri umsjón kosninganna, eru með kjörnefnd og fleira þannig að þetta er heilmikil æfing.“ Alls voru sautján hundruð sjötíu og níu krakkar á kjörskrá en fjórir krakkar úr hverjum skóla mynduðu kjörstjórn sem falið var að annast eftirlit og framkvæmd kosninga. Kjörgögnin voru innsigluð og allt framkvæmt eftir kúnstarinnar reglum. Fréttastofa fékk að ræða við tvo nemendur sem tóku þátt í lýðræðisverkefninu í dag. Krakkar, þið hafið völdin í bænum í dag, hvernig líst ykkur á það? „Mjög vel, lýst vel á það,“ sagði Halldór Elí, nemandi við 7. bekk Helgafellsskóla og bekkjarsystir hans tók undir. „Bara geðveikt sko, gaman að hafa völdin, eða svona næstum því,“ sagði Snædís Birta. Halldóri Elí langaði mest til þess að koma upp svokallaðri Parkour braut en sagðist samt lítast vel á allar hugmyndirnar sem hægt var að kjósa um. Þau segjast hafa öðlast mun betri skilning á lýðræðislegum kosningum. „Það er gaman að fá að vita hvernig þetta er,“ sagði Snædís Birta.
Mosfellsbær Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira