Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2025 08:30 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 25 punkta og fara þeir því úr því að vera 7,75 prósent í 7,5 prósent. Greint er frá ákvörðun peningastefnunefndar í yfirlýsingu sem birt var klukkan 8:30. Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í mars voru vextirnir lækkaðir um 25 punkta. Í yfirlýsingunni segir að allir nefndarmenn hafi stutt ákvörðunina um að lækka vextina. „Verðbólga var 4,2% í apríl og hefur minnkað töluvert frá því sem hún var mest fyrir tveimur árum. Samkvæmt nýbirtri spá Seðlabankans mun hún haldast nálægt 4% út árið en taka síðan að hjaðna í markmið. Óvissa um verðbólguhorfur er þó áfram mikil, ekki síst vegna nýlegra vendinga í alþjóðlegum efnahagsmálum. Hægt hefur á vexti innlendrar eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Spennan í þjóðarbúinu hefur því minnkað jafnt og þétt eins og sjá má á hægari umsvifum á húsnæðis- og vinnumarkaði. Enn virðist þó vera nokkur þróttur í efnahagsumsvifum sem endurspeglast m.a. í nýbirtum kortaveltutölum. Þá mælist töluverð hækkun launakostnaðar og þótt verðbólguvæntingar hafi lækkað eru þær áfram yfir markmiði. Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri er verðbólguþrýstingur enn til staðar. Þær aðstæður hafa því ekki skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er 20. ágúst. Höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans höfðu báðar spáð því að Seðlabankinn myndi halda stýrivöxtunum óbreyttum. Fulltrúar peningastefnunefndar munu svo rökstyðja ákvörðun sína á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 9,25% Lán gegn veði til 7 daga 8,25% Innlán bundin í 7 daga 7,50% Viðskiptareikningar 7,25% Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Greint er frá ákvörðun peningastefnunefndar í yfirlýsingu sem birt var klukkan 8:30. Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin í röð en með síðustu stýrivaxtaákvörðun í mars voru vextirnir lækkaðir um 25 punkta. Í yfirlýsingunni segir að allir nefndarmenn hafi stutt ákvörðunina um að lækka vextina. „Verðbólga var 4,2% í apríl og hefur minnkað töluvert frá því sem hún var mest fyrir tveimur árum. Samkvæmt nýbirtri spá Seðlabankans mun hún haldast nálægt 4% út árið en taka síðan að hjaðna í markmið. Óvissa um verðbólguhorfur er þó áfram mikil, ekki síst vegna nýlegra vendinga í alþjóðlegum efnahagsmálum. Hægt hefur á vexti innlendrar eftirspurnar í takt við þétt taumhald peningastefnunnar. Spennan í þjóðarbúinu hefur því minnkað jafnt og þétt eins og sjá má á hægari umsvifum á húsnæðis- og vinnumarkaði. Enn virðist þó vera nokkur þróttur í efnahagsumsvifum sem endurspeglast m.a. í nýbirtum kortaveltutölum. Þá mælist töluverð hækkun launakostnaðar og þótt verðbólguvæntingar hafi lækkað eru þær áfram yfir markmiði. Þótt verðbólga hafi hjaðnað og verðbólguvæntingar lækkað síðustu misseri er verðbólguþrýstingur enn til staðar. Þær aðstæður hafa því ekki skapast að hægt sé að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi peningastefnunnar. Ljóst er að frekari skref til lækkunar vaxta eru háð því að verðbólga færist nær 2½% markmiði bankans. Mótun peningastefnunnar næstu misseri mun sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga,“ segir í yfirlýsingunni. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er 20. ágúst. Höfðu spáð óbreyttum stýrivöxtum Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans höfðu báðar spáð því að Seðlabankinn myndi halda stýrivöxtunum óbreyttum. Fulltrúar peningastefnunefndar munu svo rökstyðja ákvörðun sína á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Karen Áslaug Vignisdóttir, aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu, grein fyrir yfirlýsingu peningastefnunefndar og kynna efni Peningamála. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 9,25% Lán gegn veði til 7 daga 8,25% Innlán bundin í 7 daga 7,50% Viðskiptareikningar 7,25%
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira