Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2025 12:11 Úr eftirlitsmyndavélakerfinu á Litla-Hrauni. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn hvor sínum megin við þrítugt hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að smygla kílóum af kókaíni frá meginlandi Evrópu til Íslands með farþegaflugvél. Efnin fundust í ferðatöskum mannanna. Um er að ræða þá Jhymmhy Simon Manuili Mukelenge 38 ára og Steven Felipe Ramirez Valencia 29 ára. Mál þeirra hafa enga aðra tengingu en þá að dómur var kveðinn upp yfir þeim báðum á föstudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. Mukalenge var gripinn með tæplega tvö kíló af kókaíni falin í ferðatösku sinni við komuna til Keflavíkur eftir flug frá París í Frakklandi. Styrkleiki efnanna var um 83 prósent. Hann játaði brot sitt greiðlega. Með hliðsjón af dómafordæmum þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Valencia var handtekinn við komuna til landsins þann 10. apríl með tæplega 2,9 kíló af kókaíni eftir flug frá Madrid, höfuðborg Spánar. Styrkleiki efnanna var nokkuð minni eða rúmlega fimmtíu prósent. Hann játaði brot sitt og þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Vísbendingar eru um mikla kókaínneyslu á Íslandi. Það staðfesta bæði mál á borð við þetta en sömuleiðis magn fíkniefna í frárennsli á höfuðborgarsvæðinu. Þá er skemmst að minnast stóra kókaínmálsins sem kom upp árið 2022 þegar hundrað kíló af kókaíni fundust falin í timbursendingu frá Brasilíu. Fimm hafa hlotið þunga dóma í tengslum við málið. Nú síðast var átta ára fangelsisdómur staðfestur í Landsrétti í apríl. Ekki er algilt að reynt sé að smygla kókaíni flugleiðina til Íslands. Bæði hafa innflytjendur verið gripnir glóðvolgir í Norrænu við komuna til Seyðisfjarðar og sömuleiðis hefur verið reynt að smygla fíkniefnum með skemmtiferðaskipum. Þá eru eldri dæmi um að reynt hafi verið að smygla kókaíni til landsins í skútusiglingum. Þrír danskir ríkisborgarar fengu fangelsisdóma í fyrra fyrir tilraun til að smygla um 160 kílóum af hassi til Grænlands með stoppi á Íslandi. Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Um er að ræða þá Jhymmhy Simon Manuili Mukelenge 38 ára og Steven Felipe Ramirez Valencia 29 ára. Mál þeirra hafa enga aðra tengingu en þá að dómur var kveðinn upp yfir þeim báðum á föstudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. Mukalenge var gripinn með tæplega tvö kíló af kókaíni falin í ferðatösku sinni við komuna til Keflavíkur eftir flug frá París í Frakklandi. Styrkleiki efnanna var um 83 prósent. Hann játaði brot sitt greiðlega. Með hliðsjón af dómafordæmum þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Valencia var handtekinn við komuna til landsins þann 10. apríl með tæplega 2,9 kíló af kókaíni eftir flug frá Madrid, höfuðborg Spánar. Styrkleiki efnanna var nokkuð minni eða rúmlega fimmtíu prósent. Hann játaði brot sitt og þótti tveggja og hálfs árs fangelsi hæfileg refsing. Vísbendingar eru um mikla kókaínneyslu á Íslandi. Það staðfesta bæði mál á borð við þetta en sömuleiðis magn fíkniefna í frárennsli á höfuðborgarsvæðinu. Þá er skemmst að minnast stóra kókaínmálsins sem kom upp árið 2022 þegar hundrað kíló af kókaíni fundust falin í timbursendingu frá Brasilíu. Fimm hafa hlotið þunga dóma í tengslum við málið. Nú síðast var átta ára fangelsisdómur staðfestur í Landsrétti í apríl. Ekki er algilt að reynt sé að smygla kókaíni flugleiðina til Íslands. Bæði hafa innflytjendur verið gripnir glóðvolgir í Norrænu við komuna til Seyðisfjarðar og sömuleiðis hefur verið reynt að smygla fíkniefnum með skemmtiferðaskipum. Þá eru eldri dæmi um að reynt hafi verið að smygla kókaíni til landsins í skútusiglingum. Þrír danskir ríkisborgarar fengu fangelsisdóma í fyrra fyrir tilraun til að smygla um 160 kílóum af hassi til Grænlands með stoppi á Íslandi.
Fíkniefnabrot Dómsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira