Innlent

Við­búnaður í Vestur­bæ og nikótínumræður á Al­þingi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum fjöllum við um mikinn viðbúnað sem var í morgun við Hjarðarhaga þar sem allt tiltækt slökkvilið mætti vegna gruns um eldsvoða.

Um stóra blokk er að ræða og var hún rýmd en svo kom í ljós að eldurinn hafði ekki náð að breiðast út um húsið en þrír voru fluttir á sjúkrahús. Um mjög alvarlegt atvik mun vera að ræða, að sögn slökkviliðs.

Við fylgjumst svo með umræðum á Alþingi frá því í morgun en þar var notkun nikótínvara til umræðu.

Að auki segjum við frá áformum um stokk á Sæbraut en til stendur að hefja þær framkvæmdir árið 2027 og að þeim ljúki á þremur árum.

Í sportinu verður oddaleikurinn í Síkinu á Sauðárkróki svo gerður upp en þar fögnuðu Stjörnumenn sigri í fyrsta sinn í sögu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×