Sigurvegarinn vill banna Ísrael Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. maí 2025 12:58 JJ gagnrýnir þátttöku Ísraela í Eurovison. Getty Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. Þetta kemur fram í viðtali við spænsku sjónvarpsstöðina EL Pais. „Það eru vonbrigði að Ísrael fái enn að taka þátt. Ég vona að keppnin í Vínarborg á næsta ári verði án þeirra. En þetta er á ábyrgð EBU, við listamenn getum aðeins tjáð okkur,“ sagði JJ. EBU eru Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva sem standa að Eurovision. Ísrael hafnaði í öðru sæti í keppninni í ár með 357 stig eftir að hafa fengið langflest stig úr símakosningu. JJ gagnrýnir einnig kosningakerfið og telur nauðsynlegt að auka gagnsæi í símatkvæðagreiðslunni. Hann segir að Eurovision þurfi breytingar, sérstaklega þegar komi að því hvaða lönd fái að vera með og hvernig atkvæði séu talin. Þátttaka Ísraels sætti mikilli gagnrýni í ár vegna stríðsins á Gasa. Nokkrar evrópskar sjónvarpsstöðvar, þar á meðal frá Belgíu, Hollandi, Írlandi, Íslandi, Finnlandi og Spáni hafa krafist þess að EBU rannsaki hvort eitthvað hafi verið óeðlilegt við niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Ísrael fékk meðal annars fullt hús stiga í símakosningu frá Belgíu, Spáni og Svíþjóð, en engin stig frá dómnefndum þessara landa. Þetta hefur vakið spurningar um mögulegt misræmi í atkvæðagreiðslunni og ýtt undir kenningar um brögð í tafli. Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Austurríki Ísrael Eurovision 2026 Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Yuval Raphael, ísraelsk söngkona, sem tekur þátt í Eurovison fyrir hönd þjóðar sinnar biðlar til Íslendinga að kjósa framlag sitt. Það gerir hún á íslensku, í auglýsingu á YouTube. 17. maí 2025 15:23 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við spænsku sjónvarpsstöðina EL Pais. „Það eru vonbrigði að Ísrael fái enn að taka þátt. Ég vona að keppnin í Vínarborg á næsta ári verði án þeirra. En þetta er á ábyrgð EBU, við listamenn getum aðeins tjáð okkur,“ sagði JJ. EBU eru Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva sem standa að Eurovision. Ísrael hafnaði í öðru sæti í keppninni í ár með 357 stig eftir að hafa fengið langflest stig úr símakosningu. JJ gagnrýnir einnig kosningakerfið og telur nauðsynlegt að auka gagnsæi í símatkvæðagreiðslunni. Hann segir að Eurovision þurfi breytingar, sérstaklega þegar komi að því hvaða lönd fái að vera með og hvernig atkvæði séu talin. Þátttaka Ísraels sætti mikilli gagnrýni í ár vegna stríðsins á Gasa. Nokkrar evrópskar sjónvarpsstöðvar, þar á meðal frá Belgíu, Hollandi, Írlandi, Íslandi, Finnlandi og Spáni hafa krafist þess að EBU rannsaki hvort eitthvað hafi verið óeðlilegt við niðurstöður atkvæðagreiðslunnar. Ísrael fékk meðal annars fullt hús stiga í símakosningu frá Belgíu, Spáni og Svíþjóð, en engin stig frá dómnefndum þessara landa. Þetta hefur vakið spurningar um mögulegt misræmi í atkvæðagreiðslunni og ýtt undir kenningar um brögð í tafli.
Eurovision Tónlist Eurovision 2025 Austurríki Ísrael Eurovision 2026 Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Yuval Raphael, ísraelsk söngkona, sem tekur þátt í Eurovison fyrir hönd þjóðar sinnar biðlar til Íslendinga að kjósa framlag sitt. Það gerir hún á íslensku, í auglýsingu á YouTube. 17. maí 2025 15:23 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Fleiri fréttir Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Sjá meira
Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Yuval Raphael, ísraelsk söngkona, sem tekur þátt í Eurovison fyrir hönd þjóðar sinnar biðlar til Íslendinga að kjósa framlag sitt. Það gerir hún á íslensku, í auglýsingu á YouTube. 17. maí 2025 15:23