Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2025 15:57 Perlan fer á 3,5 milljarða, með nokkrum kvöðum. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt kaupsamning um sölu á Perlunni og tveimur tönkum. Perlan Þróunarfélag ehf. kaupir húsið á rúmlega 3,5 milljarða króna. Félagið hefur verið með starfsemi í Perlunni um nokkurt skeið en kemur nú til með að kaupa húsið að fullu, samkvæmt kaupsamningnum sem samþykktur var á fund borgarráðs í dag. Börnin fái að koma í heimsókn Í fundargerð er vísað til bókunar fulltrúa meirihlutaflokkanna í borgarstjórn, þar sem því er lýst yfir að þremur kvöðum verði þinglýst á eignirnar samhliða kaupsamningi: Reykjavíkurborg hafi forkaupsrétt að eignunum. Perlan verði nýtt undir afþreyingartengda starfsemi, svo sem söfn, sýningar, veitingaþjónustu eða annað sem geri staðinn að aðlaðandi áfangastað fyrir almenning í Reykjavík. Börn í grunnskólum Reykjavíkurborgar geti komið í skipulagðar grunnskólaheimsóknir í þau náttúrusöfn sem verði rekin í eignunum endurgjaldslaust tvisvar sinnum á skólagöngunni í 1. til 10. bekk. Umræða um brunaútsölu Einari ekki að skapi Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði sátu hjá við afgreiðslu kaupsamningsins. Þrátt fyrir það bókuðu þeir um stuðning sinn við sölu Perlunnar, en gerðu fyrirvara við „greiðslufyrirkomulag og óljós vilyrði um byggingarheimildir“. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og fulltrúi Framsóknar í borgarráði, studdi söluna og lagði fram eftirfarandi bókun: „Framsókn styður sölu Perlunnar og minnir á að umræða um brunaútsölu á eignum til þess að bæta fjárhagsstöðu borgarinnar fyrir áramót var ómálefnaleg enda sýnir ársreikningur að borgarsjóður var rekinn með tæplega fimm milljarða afgangi þrátt fyrir að Perlan seldist ekki fyrir áramót. Perlan er hér seld á uppsettu verði og sú starfsemi sem þar er í dag heldur áfram og mun nýtast bæði reykvískum skólabörnum og almenningi öllum jafnt sem ferðamönnum.“ Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Félagið hefur verið með starfsemi í Perlunni um nokkurt skeið en kemur nú til með að kaupa húsið að fullu, samkvæmt kaupsamningnum sem samþykktur var á fund borgarráðs í dag. Börnin fái að koma í heimsókn Í fundargerð er vísað til bókunar fulltrúa meirihlutaflokkanna í borgarstjórn, þar sem því er lýst yfir að þremur kvöðum verði þinglýst á eignirnar samhliða kaupsamningi: Reykjavíkurborg hafi forkaupsrétt að eignunum. Perlan verði nýtt undir afþreyingartengda starfsemi, svo sem söfn, sýningar, veitingaþjónustu eða annað sem geri staðinn að aðlaðandi áfangastað fyrir almenning í Reykjavík. Börn í grunnskólum Reykjavíkurborgar geti komið í skipulagðar grunnskólaheimsóknir í þau náttúrusöfn sem verði rekin í eignunum endurgjaldslaust tvisvar sinnum á skólagöngunni í 1. til 10. bekk. Umræða um brunaútsölu Einari ekki að skapi Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði sátu hjá við afgreiðslu kaupsamningsins. Þrátt fyrir það bókuðu þeir um stuðning sinn við sölu Perlunnar, en gerðu fyrirvara við „greiðslufyrirkomulag og óljós vilyrði um byggingarheimildir“. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri og fulltrúi Framsóknar í borgarráði, studdi söluna og lagði fram eftirfarandi bókun: „Framsókn styður sölu Perlunnar og minnir á að umræða um brunaútsölu á eignum til þess að bæta fjárhagsstöðu borgarinnar fyrir áramót var ómálefnaleg enda sýnir ársreikningur að borgarsjóður var rekinn með tæplega fimm milljarða afgangi þrátt fyrir að Perlan seldist ekki fyrir áramót. Perlan er hér seld á uppsettu verði og sú starfsemi sem þar er í dag heldur áfram og mun nýtast bæði reykvískum skólabörnum og almenningi öllum jafnt sem ferðamönnum.“
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira