„Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2025 10:53 22 þúsund manns hafa horft á tuttugu sekúndna kynningarmyndband frá framlagi Ísraels þar sem Íslendingar eru á íslensku hvattir til að greiða laginu atkvæði sitt. Stjórnendur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hyggjast í kjölfar gagnrýni á úrslit Eurovision 2025 rýna í hvort markaðsstarf þátttökuþjóða og hámarksfjöldi atkvæða hafi óeðlileg áhrif á úrslit keppninnar. Ríkisstjórn Ísraels varði miklum fjármunum í kynningarstarf fyrir framlag sitt í Eurovision-vikunni. Í yfirlýsingu frá Martin Green, stjórnanda Eurovision, sem birt var á heimasíðu keppninnar í morgun segir að sambandið hafi hlustað á viðbrögð aðildarstöðva, aðdáenda og fjölmiðla eftir keppnina í Basel. Þar vann Austurríkismaðurinn JJ keppnina en Ísrael hafnaði öðru sæti. Ísrael fékk tæplega 300 stig frá almenningi sem var mesta fylgið í kosningu almennings. Green segir í bréfinu vilja tryggja að markaðs- og kynningarstarf þátttökuþjóðanna hafi ekki óeðlilega mikil áhrif á eðlilega þátttöku fólks í kosningu almennings. Allt bendir til þess að Ísraelar hafi sett mikla fjármuni í að markaðssetja framlag sitt bæði á Google og YouTube. Rannsókn Eurovision News Spotlight, sem rekið er af EBU, sýnir að auglýsingastofa ísraelsku ríkisstjórnarinnar auglýsti framlag Ísraela grimmt í aðdraganda keppninnar. Almenningur í þátttökulöndum Eurovision var hvattur til að greiða Ísrael atkvæði sitt. Með auglýsingunum fylgdi áminning að greiða mætti framlaginu alls tuttugu sinnum atkvæði sitt. Þótt leyfilegt sé að kynna framlag síns lands hefur verið bent á að aðgerðir sem þessar kunni að stangast á við anda keppninnar með því að pólitískt væða eða nýta atkvæðagreiðsluferlið í eigin þágu. Hæ allir saman! Í auglýsingu sem beint var til Íslendinga, og sjá má að neðan, eru áhorfendur ávarpaðir á íslensku og hvattir til að styðja við Ísrael. „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“. Ávarpinu fylgja upplýsingar um númer Ísraels í keppninni, að kjósa megi tuttugu sinnum og slóð til að horfa á ísraelska framlagið. Sambærilegar auglýsingar voru gerðar fyrir aðrar þátttökuþjóðir þar sem ávarpið er á móðurtungu þátttökuþjóðarinnar. „Slíkt kynningarstarf er leyfilegt samkvæmt reglum keppninnar og er ætlað til að styðja við listamennina, auka sýnileika þeirra og styðja við feril þeirra – það er hluti af tónlistarbransanum – en við viljum tryggja að slíkt hafi ekki óeðlilega mikil áhrif á hvatningu samfélaga og minnihlutahópa til að kjósa,“ segir Green í yfirlýsingunni. Reglur Eurovision heimila þátttökuþjóðum og samstarfsaðilum þeirra að markaðssetja lög og flytjendur fyrir keppni. Slíkt kynningarstarf getur falið í sér tónleikaferðir, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og stuðningsherferðir á netinu. EBU hyggst nú meta hvort slík starfsemi geti haft ójafnvægi í för með sér þegar kemur að áhrifum á atkvæðagreiðslu almennings. Þessi YouTube reikningur setti út fjölmörg myndbönd til að hvetja fólk til að kjósa framlag Ísraels. Hvatningin er til einstakra landa eins og sjá má. Þá mun EBU jafnframt skoða regluna sem heimilar hverjum einstaklingi að greiða allt að 20 atkvæði á hverja greiðsluleið. Áhorfendur geta greitt atkvæði með þrenns konar hætti: Með því að senda SMS með númeri lagsins. Með því að hringja í símanúmer sem tengt er tilteknu lagi. Með því að greiða atkvæði á netinu í gegnum opinbera Eurovision-síðuna eða app keppninnar, gegn greiðslu. Hver þessara leiða telst sérstök greiðslumáta og því getur sami einstaklingur greitt allt að 60 atkvæði ef hann nýtir allar þrjár. Green segir ekki vísbendingar um að fyrirkomulagið hafi skekkt niðurstöður, en þar sem spurningar hafi vaknað verði málið skoðað gaumgæfilega nú í júní. Ísland, Spánn, Írland, Finnland, Belgía og Holland hafa í kjölfar úrslitanna lýst yfir áhyggjum og rætt við EBU um mögulega skoðun á niðurstöðum kosningar almennings í eigin löndum. Norðmenn hafa sömuleiðis beðið um að kosningakerfið verði tekið til skoðunar. Slóvenar og Slóvakar hafa líka kallað eftir að tekin verði afstaða til þátttöku Ísraels í framtíðinni í ljósi stríðsins á Gasa. Eurovision Eurovision 2025 Tengdar fréttir Sigurvegarinn vill banna Ísrael Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. 22. maí 2025 12:58 Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra. 20. maí 2025 15:37 Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Martin Green, stjórnanda Eurovision, sem birt var á heimasíðu keppninnar í morgun segir að sambandið hafi hlustað á viðbrögð aðildarstöðva, aðdáenda og fjölmiðla eftir keppnina í Basel. Þar vann Austurríkismaðurinn JJ keppnina en Ísrael hafnaði öðru sæti. Ísrael fékk tæplega 300 stig frá almenningi sem var mesta fylgið í kosningu almennings. Green segir í bréfinu vilja tryggja að markaðs- og kynningarstarf þátttökuþjóðanna hafi ekki óeðlilega mikil áhrif á eðlilega þátttöku fólks í kosningu almennings. Allt bendir til þess að Ísraelar hafi sett mikla fjármuni í að markaðssetja framlag sitt bæði á Google og YouTube. Rannsókn Eurovision News Spotlight, sem rekið er af EBU, sýnir að auglýsingastofa ísraelsku ríkisstjórnarinnar auglýsti framlag Ísraela grimmt í aðdraganda keppninnar. Almenningur í þátttökulöndum Eurovision var hvattur til að greiða Ísrael atkvæði sitt. Með auglýsingunum fylgdi áminning að greiða mætti framlaginu alls tuttugu sinnum atkvæði sitt. Þótt leyfilegt sé að kynna framlag síns lands hefur verið bent á að aðgerðir sem þessar kunni að stangast á við anda keppninnar með því að pólitískt væða eða nýta atkvæðagreiðsluferlið í eigin þágu. Hæ allir saman! Í auglýsingu sem beint var til Íslendinga, og sjá má að neðan, eru áhorfendur ávarpaðir á íslensku og hvattir til að styðja við Ísrael. „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“. Ávarpinu fylgja upplýsingar um númer Ísraels í keppninni, að kjósa megi tuttugu sinnum og slóð til að horfa á ísraelska framlagið. Sambærilegar auglýsingar voru gerðar fyrir aðrar þátttökuþjóðir þar sem ávarpið er á móðurtungu þátttökuþjóðarinnar. „Slíkt kynningarstarf er leyfilegt samkvæmt reglum keppninnar og er ætlað til að styðja við listamennina, auka sýnileika þeirra og styðja við feril þeirra – það er hluti af tónlistarbransanum – en við viljum tryggja að slíkt hafi ekki óeðlilega mikil áhrif á hvatningu samfélaga og minnihlutahópa til að kjósa,“ segir Green í yfirlýsingunni. Reglur Eurovision heimila þátttökuþjóðum og samstarfsaðilum þeirra að markaðssetja lög og flytjendur fyrir keppni. Slíkt kynningarstarf getur falið í sér tónleikaferðir, markaðssetningu á samfélagsmiðlum og stuðningsherferðir á netinu. EBU hyggst nú meta hvort slík starfsemi geti haft ójafnvægi í för með sér þegar kemur að áhrifum á atkvæðagreiðslu almennings. Þessi YouTube reikningur setti út fjölmörg myndbönd til að hvetja fólk til að kjósa framlag Ísraels. Hvatningin er til einstakra landa eins og sjá má. Þá mun EBU jafnframt skoða regluna sem heimilar hverjum einstaklingi að greiða allt að 20 atkvæði á hverja greiðsluleið. Áhorfendur geta greitt atkvæði með þrenns konar hætti: Með því að senda SMS með númeri lagsins. Með því að hringja í símanúmer sem tengt er tilteknu lagi. Með því að greiða atkvæði á netinu í gegnum opinbera Eurovision-síðuna eða app keppninnar, gegn greiðslu. Hver þessara leiða telst sérstök greiðslumáta og því getur sami einstaklingur greitt allt að 60 atkvæði ef hann nýtir allar þrjár. Green segir ekki vísbendingar um að fyrirkomulagið hafi skekkt niðurstöður, en þar sem spurningar hafi vaknað verði málið skoðað gaumgæfilega nú í júní. Ísland, Spánn, Írland, Finnland, Belgía og Holland hafa í kjölfar úrslitanna lýst yfir áhyggjum og rætt við EBU um mögulega skoðun á niðurstöðum kosningar almennings í eigin löndum. Norðmenn hafa sömuleiðis beðið um að kosningakerfið verði tekið til skoðunar. Slóvenar og Slóvakar hafa líka kallað eftir að tekin verði afstaða til þátttöku Ísraels í framtíðinni í ljósi stríðsins á Gasa.
Eurovision Eurovision 2025 Tengdar fréttir Sigurvegarinn vill banna Ísrael Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. 22. maí 2025 12:58 Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra. 20. maí 2025 15:37 Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Sigurvegarinn vill banna Ísrael Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni. 22. maí 2025 12:58
Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra. 20. maí 2025 15:37
Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, lýsti í dag yfir þeirri skoðun sinni að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision vegna hernaðaraðgerða landsins á Gasa. Hann gagnrýndi Samtök evrópskra ríkissjónvarpsstöðva (EBU) fyrir tvískinnungshátt með því að leyfa Ísrael að keppa, á meðan Rússland var útilokað eftir innrás sína í Úkraínu árið 2022. 19. maí 2025 15:56