Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2025 13:02 Sylvía Rún Hálfdánardóttir snýr aftur í slaginn í efstu deild en í þetta sinn með Ármanni. Ármann Landsliðskonan fyrrverandi Sylvía Rún Hálfdánardóttir hefur ákveðið að taka slaginn með nýliðum Ármanns í Bónus-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Gríðarleg ánægja ríkir í Laugardalnum með komu þessarar öflugu körfuboltakonu. Sylvía, sem er fyrrverandi leikmaður Hauka, Stjörnunnar, Þórs á Akureyri og Vals, hefur verið í hléi frá körfubolta síðustu ár, eftir að hafa verið í hópi efnilegustu og bestu körfuboltakvenna landsins. Hún á að baki fjóra A-landsleiki og var árið 2016 valin í úrvalslið Evrópumóts U18 í B-deild. Sylvía opnaði sig í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði um glímu sína við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) sem hún hefur glímt við frá unglingsaldri. Röskun sem mun alltaf fylgja henni en hún hefur náð góðum tökum á eftir afar krefjandi tíma. Sylvía varð bikarmeistari með Val árið 2019 en kemur nú inn í lið Ármanns sem vann 1. deildina í vor og spilar í efstu deild að nýju, eftir 65 ára bið félagsins. „Við erum gríðarlega ánægð með að fá Sylvíu í okkar raðir. Hún bætir bæði gæði og dýpt í hópinn og kemur með mikilvæga reynslu sem mun nýtast okkar liði vel í þeirri baráttu sem er framundan,“ segir Karl H. Guðlaugsson, þjálfari Ármanns, í fréttatilkynningu. Þjálfarinn Karl H. Guðlaugsson ánægður með sinn nýjasta leikmann, Sylvíu Rún Hálfdánardóttur, í Laugardalshöllinni.Ármann Var ótrúlega krefjandi ákvörðun en nauðsynleg Sjálf er Sylvía spennt að snúa aftur á parketið eftir þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun á sínum tíma að draga sig út úr körfuboltanum: „Þrátt fyrir að ég hafi tekið mér pásu frá því að spila körfubolta að þá hef ég svo sannarlega ekki tekið mér pásu frá því að hreyfa mig og byggt mig upp bæði andlega og líkamlega. Þetta hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig að þroskast eftir 17 ár að spila körfubolta. Þrátt fyrir að það hafi verið ótrúlega krefjandi ákvörðun að hætta á sínum tíma þá var þetta nauðsynlegt og sætara að koma aftur nokkrum árum eldri, með meiri lífsreynslu á bakinu og tilbúin að gefa baráttu orku mína til Ármanns.“ „Ég er fyrst og fremst komin til þess að vera góður liðsfélagi en ég er svo sannarlega líka komin til þess að berjast! Ég þakka Ármanni að hafa trú á mér og er ég spennt að fá að spila með og á móti frábærum konum í körfubolta. Það verður mögnuð tilfinning að fá að klæðast búning númer „6“ aftur þar sem sú tala hefur verið happa talan mín síðan ég byrjaði sem lítil körfubolta stelpa,“ segir Sylvía. Ármann Bónus-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira
Sylvía, sem er fyrrverandi leikmaður Hauka, Stjörnunnar, Þórs á Akureyri og Vals, hefur verið í hléi frá körfubolta síðustu ár, eftir að hafa verið í hópi efnilegustu og bestu körfuboltakvenna landsins. Hún á að baki fjóra A-landsleiki og var árið 2016 valin í úrvalslið Evrópumóts U18 í B-deild. Sylvía opnaði sig í viðtali við Vísi fyrr í þessum mánuði um glímu sína við þráhyggju- og árátturöskun (OCD) sem hún hefur glímt við frá unglingsaldri. Röskun sem mun alltaf fylgja henni en hún hefur náð góðum tökum á eftir afar krefjandi tíma. Sylvía varð bikarmeistari með Val árið 2019 en kemur nú inn í lið Ármanns sem vann 1. deildina í vor og spilar í efstu deild að nýju, eftir 65 ára bið félagsins. „Við erum gríðarlega ánægð með að fá Sylvíu í okkar raðir. Hún bætir bæði gæði og dýpt í hópinn og kemur með mikilvæga reynslu sem mun nýtast okkar liði vel í þeirri baráttu sem er framundan,“ segir Karl H. Guðlaugsson, þjálfari Ármanns, í fréttatilkynningu. Þjálfarinn Karl H. Guðlaugsson ánægður með sinn nýjasta leikmann, Sylvíu Rún Hálfdánardóttur, í Laugardalshöllinni.Ármann Var ótrúlega krefjandi ákvörðun en nauðsynleg Sjálf er Sylvía spennt að snúa aftur á parketið eftir þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun á sínum tíma að draga sig út úr körfuboltanum: „Þrátt fyrir að ég hafi tekið mér pásu frá því að spila körfubolta að þá hef ég svo sannarlega ekki tekið mér pásu frá því að hreyfa mig og byggt mig upp bæði andlega og líkamlega. Þetta hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig að þroskast eftir 17 ár að spila körfubolta. Þrátt fyrir að það hafi verið ótrúlega krefjandi ákvörðun að hætta á sínum tíma þá var þetta nauðsynlegt og sætara að koma aftur nokkrum árum eldri, með meiri lífsreynslu á bakinu og tilbúin að gefa baráttu orku mína til Ármanns.“ „Ég er fyrst og fremst komin til þess að vera góður liðsfélagi en ég er svo sannarlega líka komin til þess að berjast! Ég þakka Ármanni að hafa trú á mér og er ég spennt að fá að spila með og á móti frábærum konum í körfubolta. Það verður mögnuð tilfinning að fá að klæðast búning númer „6“ aftur þar sem sú tala hefur verið happa talan mín síðan ég byrjaði sem lítil körfubolta stelpa,“ segir Sylvía.
Ármann Bónus-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Sjá meira