„Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2025 07:02 Edwards flýgur að körfunni. William Purnell/Getty Images Anthony Edwards, stórstjarna Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta, var vissulega stigahæstur í síðasta leik liðsins en það verður þó ekki sagt að hann hafi skotið boltanum vel. Hann þarf að lyfta leik sínum á næsta getustig og þá mögulega eiga Úlfarnir möguleika gegn ógnarsterku liði Oklahoma City Thunder. Hinn 23 ára gamli Edwards er oftast nær einfaldlega kallaður Ant en hann gekk svo langt að kalla sjálfan sig „sannleikann“ (e. truth) þegar hann ræddi við forsetann fyrrverandi Barack Obama fyrir Ólympíuleikana á síðasta ári. @thesportingnews It doesn’t matter if you’re President Obama, Ant is gonna keep it real with you 😂🔥 #anthonyedwards #president #obama #basketball #lebron #nba ♬ original sound - The Sporting News Eftir að fara nokkuð létt með Los Angeles Lakers og Golden State Warriors virðast úlfarnir frá Minnasota hafa lent á vegg gegn eldingunni frá Oklahoma City. Þegar tveir leikir eru búnir er staðan 2-0 OKC í vil og það verður ekki annað sagt en báðir sigrar hafi verið virkilega sannfærandi. Sannleikurinn sjálfur skoraði 32 stig síðast þegar liðin mættust og varð þar með stigahæsti leikmaður Minnesota í úrslitakeppni NBA-deildarinnar frá upphafi. Verandi aðeins 23 ára gamall þá er það mikið afrek. Það breytir hins vegar ekki því að hann hitti aðeins úr 13 af 35 skotum sínum í opnum leik. Sérstaklega var Ant kaldur fyrir utan þriggja stiga línuna, þar hitti hann aðeins úr einu af níu skotum. BELIEVE THAT 🐺 Anthony Edwards is the Timberwolves' new all-time leading scorer in the playoffs 👏 pic.twitter.com/Ph5xNxGzJZ— ESPN (@espn) May 23, 2025 Stórstjarnan var langt í frá eini leikmaður Minnesota sem skaut boltanum illa í leiknum en þar sem allt fer í gegnum Edwards þarf hann að eiga betri leik sóknarlega ætli Minnesota sér að eiga einhvern möguleika í einvíginu. Svo þarf liðið að sjálfsögðu að spila betri vörn en OKC hefur nú skorað samtals 232 stig í leikjunum tveimur. Þriðji leikur liðanna fer fram í nótt. Útsending Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 00.30. Körfubolti NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Edwards er oftast nær einfaldlega kallaður Ant en hann gekk svo langt að kalla sjálfan sig „sannleikann“ (e. truth) þegar hann ræddi við forsetann fyrrverandi Barack Obama fyrir Ólympíuleikana á síðasta ári. @thesportingnews It doesn’t matter if you’re President Obama, Ant is gonna keep it real with you 😂🔥 #anthonyedwards #president #obama #basketball #lebron #nba ♬ original sound - The Sporting News Eftir að fara nokkuð létt með Los Angeles Lakers og Golden State Warriors virðast úlfarnir frá Minnasota hafa lent á vegg gegn eldingunni frá Oklahoma City. Þegar tveir leikir eru búnir er staðan 2-0 OKC í vil og það verður ekki annað sagt en báðir sigrar hafi verið virkilega sannfærandi. Sannleikurinn sjálfur skoraði 32 stig síðast þegar liðin mættust og varð þar með stigahæsti leikmaður Minnesota í úrslitakeppni NBA-deildarinnar frá upphafi. Verandi aðeins 23 ára gamall þá er það mikið afrek. Það breytir hins vegar ekki því að hann hitti aðeins úr 13 af 35 skotum sínum í opnum leik. Sérstaklega var Ant kaldur fyrir utan þriggja stiga línuna, þar hitti hann aðeins úr einu af níu skotum. BELIEVE THAT 🐺 Anthony Edwards is the Timberwolves' new all-time leading scorer in the playoffs 👏 pic.twitter.com/Ph5xNxGzJZ— ESPN (@espn) May 23, 2025 Stórstjarnan var langt í frá eini leikmaður Minnesota sem skaut boltanum illa í leiknum en þar sem allt fer í gegnum Edwards þarf hann að eiga betri leik sóknarlega ætli Minnesota sér að eiga einhvern möguleika í einvíginu. Svo þarf liðið að sjálfsögðu að spila betri vörn en OKC hefur nú skorað samtals 232 stig í leikjunum tveimur. Þriðji leikur liðanna fer fram í nótt. Útsending Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 00.30.
Körfubolti NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira